Um úrskurđ Endurupptökunefndar

 

HRSamkvćmt heimildum fréttastofu mal214.com verđur niđurstađa Endurupptökunefndar (E.N) gerđ heyrinkunnug innan tíđar og ađ líkindum í ţessari viku. Um er ađ rćđa stćrsta sakamál íslandssögunnar, ţar sem 6 ungmenni hlutu samtals sextíu ára fangelsisdóm í Hćstarétti Íslands 1980. Ţeir sem fara fram á endurupptöku eru dómţolarnir Erla Bolladóttir, Guđjón Skarphéđinsson og Albert Skaftason. Einnig ađstandendur ţeirra Tryggva R. Leifssonar og Sćvars M. Ciesielskis, sem eru látnir. Kristján V. Viđarsson hefur ekki gert kröfu um endurupptöku en settur Ríkissaksóknari, Davíđ Ţór Björgvinsson fer engu ađ síđur fram á endurupptöku á máli hans.
SakbornHver sem niđurstađa E.N. verđur, er hér um sögulegan réttarfarsviđburđ ađ rćđa.

E.N. hefur haft máliđ međ höndum síđan í júní 2014, hlýtt á málflutning talsmanna endurupptökubeiđenda annarsvegar og metiđ gegn röksemdum Ríkissaksóknara hins vegar. Nú ber svo viđ ađ eftir ađ hafa kynnt sér ţau gögn sem lögđ hafa veriđ fram, ţar á međal verulegt magn nýrra gagna, tekur Ríkissaksóknari undir međ talsmönnum endurupptökubeiđenda og mćlir međ endurupptöku á málinu í heild, öllum ţáttum ţess, einnig dómum vegna rangra sakargifta.
Međ hliđsjón af framansögđu er vandséđ hvernig E.N. gćti synjađ kröfu um endurupptöku, hún ţyrfti ţá ađ leita rökstuđnings fyrir slíkri ákvörđun annars stađar en í ţeim gögnum sem málsađilar hafa lagt fram.
Ţess má geta ađ svo seint sem um miđjan febrúar 2017 komu í leitirnar ný gögn sem fundust í Ţjóđskjalasafni. Um er ađ rćđa gögn sem benda til ađ harđrćđi hafi veriđ beitt í meira mćli en áđur var taliđ. Ennfremur sýna sömu gögn ađ ólögmćtum ađgerđum var beitt til ađ hindra ađ slíkar upplýsingar yrđu lagđar fram áđur en dómur var kveđinn upp.


T.H.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af tveimur og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband