Ţrjátíu og níu

39

Ţrjátíu og níu
Reykjavíkur-kapall í 39 ţrepum.
Klúbburinn, hvörf Guđmundar og Geirfinns, valdaránstilraun.
30nine.net - janúar 2022
Kilja, vćntanleg sem rafbók.

39 edit front

Formáli bókarinnar hefst á eftirfarandi setningu:

,,Höfundarnir Sigurţór Stefánsson og Erlendur Jónsson eru áhugasagnfrćđingar".

Orđiđ Amateur hefur oft veriđ ţýtt á íslensku sem áhugamađur. Í seinni tíđ er ţađ stundum notađ í niđrandi merkingu en amateur, áhugamađur er franskt orđ, sem upprunalega ţýđir ,,sá sem elskar viđfangsefni sitt" dregiđ af latneska orđinu orđinu ,,Amor“ - ást.

Í ţessu tilfelli á ţessi skilgreining vel viđ, ţví sú rannsóknar, heimildar og hugmyndavinna sem ţarna liggur ađ baki er álíka risavaxin og bókin er smá og lćtur lítiđ yfir sér. Augljóst er ađ ţarna liggur áratuga rannsóknarvinna ađ baki.

Bókin er 92 bls. Skiptist í 39 kafla, eđa ţrep. Frá bćjardyrum undirritađs er bókin sérlega vel heppnuđ og kemur ţar ýmislegt til. Á saurblađi framan viđ formála er ritađ:

Hvađ gerđist? Tilraun til valdaráns.

Hvenćr? 1972 – 1976.

Hver? Ađilar í mjög leynilegri íslenskri leyniţjónustu án formlegs heitis. Í ţessu tilfelli stjórnađ af bandarískum útsendurum.
Hvers vegna? Til ađ koma í veg fyrir uppsögn samnings og brotthvarf bandarískra herstöđva á Íslandi.

Ţannig er lesandanum ljóst frá byrjun hver er niđurstađa höfundanna af sínum athugunum. Gengiđ er hreint til verks og rök fćrđ fyrir niđurstöđunni.

Stíllinn er knappur, ekki orđi ofaukiđ, nánast símskeytastíll. Hinsvegar er deginum ljósara ađ höfundar hafa algjöra yfirburđaţekkingu á viđfangsefninu. Ţeir sem ţekkja til í málsskjölum og umfjöllun um MÁL 214 kannast sjálfsagt viđ mörg ţeirra atriđa sem dregin eru fram, önnur eru ný, eđa sett í nýtt samhengi og skođuđ í ljósi sögunnar. Hvađ sem lesendum kann ađ ţykja um niđurstöđur höfunda er klárt ađ hér er engu haldiđ fram sem ekki á sér rćtur í hinum ýmsu gögnum málsins.

Óhjákvćmilegt er ađ nefna samvinnu höfundanna viđ Sigurđ B. Sigurđsson sem sá um umbrot og myndöflun. Grafísk hönnun bókarinnar er einfaldlega listaverk og nýtur sín sérlega vel í samspili viđ ţann knappa stíl sem höfundar beita.

39 dentro

Ţessi bók er kröftugt innlegg sem bođar nýtt upphaf í allri nálgun og umfjöllun um ţessa illrćmdustu réttarfarsglćpi aldarinnar sem leiđ.

 

Ţađ vćri vítavert gáleysi ađ láta ţessa bók fram hjá sér fara.

TH

 


« Síđasta fćrsla

Athugasemdir

1 identicon

Liggur www.30nine.net niđri?

Gudmundur Einarsson (IP-tala skráđ) 11.9.2022 kl. 23:14

2 identicon

Hvernig eignast ég eintak af ţessari bók?

Páll Ţórsson (IP-tala skráđ) 15.10.2022 kl. 18:31

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af einum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband