Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Eitthvað að gerast

Jæja nú dregur vonandi til tíðinda í dag. Yfirheyrslur yfir vitnum í dag. Fylgist með fjölmiðlum. Krossum putta.

Ingunn Sigmarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. jan. 2016

Þorsteinn Siglaugsson

Örn Höskuldsson eða Hallvarður Einvarðsson?

Það eina sem vitað er í þessu máli er að ofangreindir einstaklingar þvinguðu fram játningar með pyntingum, án nokkurs vafa gegn betri vitund. Kann að vera að þessir aðilar hafi sjálfir verið morðingjarnir eða einhverjir þeim tengdir. Hvað greiddu þeir hæstaréttardómurum fyrir að fella sektardóm þar sem ekkert lík var, ekkert morðvopn og játningaskjöl fölsuð?

Þorsteinn Siglaugsson, mið. 19. okt. 2011

Gefumst aldrei upp

Ég hef lengi haft brennandi áhuga á Geirfinns- og Guðmundarmálum og vona að einhvern tíma renni upp sá tími að málin verði tekin upp aftur. Líklega verður það þó ekki fyrr en allir hagsmunaaðilar verða farnir frá völdum. Með eindæmum hvernig hægt hefur verið að knýja fram falskar játningar með ofbeldi og algeru siðleysi. Hvet alla til að lesa bók Erlu Bolladóttur og minni á góða sjónvarpsþætti, Aðför að lögum, sem þyrfti að sýna a.m.k. árlega til að þetta óréttlæti gleymist aldrei. Hvernig væri að allir kjaftforu íslendingarnir sem hafa verið svo mótmælaglaðir undanfarið fylki liði og krefjist endurupptöku málsins? Síðan hvenær er hægt að dæma í morðmáli þegar hvorki eru til staðar lík eða sönnunargögn? Ingunn Sigmarsdóttir

Ingunn Sigmarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 1. jan. 2009

Gögnin á fleiri stöðum

Gögn málsins eru einnig aðgengileg hjá www.skurn.com

Guðmundur Einarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 30. okt. 2008

Ráðgáta

Það hefur lengi verð mér hulin ráðgáta hvernig Hæstiréttur gat sakfellt í þessu máli. Undir þrýstingi fjölmiðla og annarra gleymdist smám saman að það var ekkert lík, ekkert morðvopn, ekkert motiv, engin sönnunargögn, spor, hár, blóð, og ekkert vitni nema nokkrir ruglaðir unglingar sem kepptust við að bera sakir á hvern annan til að sleppa sjálfir úr gæsluvarðhaldinu og allir drógu framburði sína til baka fyrir dóm Hæstaréttar. Það er hangið eins og á hundsroði á því meinta "samræmi" sem myndaðist smám saman í framburðum sakborninga, á tillits til þess að það myndaðist á löngum tíma og við harðræði sem síðar kom í ljós að var leynt réttinum með fölsun á dagbókum úr Síðumúlafangelsi.

advokat (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 19. sept. 2008

Mál 214

Já það er nokkuð til í því.

Já, satt er það Guðmundur, ótrúlegt en satt. Á vefsíðunni mal214 verður veittur aðgangur að öllum þeim málsskjölum sem lögð voru fram í Sakadómi. Að sjálfssögðu mun verða settur upp tengill hér á bloggsíðunni. Rannsóknargögn, yfirheyrslur og fleira, allt verður birt. Þetta eru opinber gögn og það hefur aldrei verið nein raunveruleg fyrirstaða gegn því að fá þau birt. Hinsvegar var gífurleg vinna lögð í að koma þessum gögnum í stafrænt form. Það er einmitt þetta sem hefur vantað til að fá umræðu um þessi mál á hærra plan, því þegar maður ræðir málin við lögfræðinga kemur strax í ljós að þeir þekkja flestir Hæstaréttardóminn en vita minna um þau gögn sem hann byggist á.

Mál 214, mið. 17. sept. 2008

Málsgögn?

Heyrst hefur að það eigi að birta öll málsgögn á þessum síðum. Er eitthvað til í því?

Guðmundur Einarsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 14. sept. 2008

Tryggvi Hübner

Vettvangur ?

Verður þetta vettvangur umræðunnar ?

Tryggvi Hübner, fim. 11. sept. 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband