Tímamót

Justice

Um þessar mundir er liðið nokkuð á þriðja ár síðan Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson lögðu fram beiðni um endurupptöku á svonefndum Guðmundar og Geirfinnsmálum. Beiðnin er enn til umfjöllunar hjá Endurupptökunefnd.

 

Hver sem niðurstaðan verður er ljóst að með henni munu markast tímamót í langri sögu þessa umdeilda máls.

Verði beiðninni hafnað, stendur dómur Hæstaréttar frá 22. feb. 1980 óhaggaður. Mun það vafalaust valda vonbrigðum hjá flestum sem kynnt hafa sér dóminn og einnig þau gögn sem fram hafa komið á árabilinu 1980- 2016. Jafnframt er öruggt að umræðan um þennan dóm mun þá halda áfram. Það verður þá hlutverk sagnfræðinga í framtíðarinnar að fjalla um hann og réttarkerfi þess samfélags sem lét það gott heita að slíkur dómur stæði óhaggaður, þrátt fyrir þá umfangsmiklu gagnrýni sem fram hefur komið og að kerfið fengi ítrekað tækifæri til endurskoðunar hans.

Muni Endurupptökunefnd hins vegar mæla svo fyrir að málið verði tekið upp á ný, er það þar með komið aftur til Hæstarétttar.

Í samræmi við breytingu á lögum um endurupptökur frá 2016, mun dómur  þó standa óhaggaður þar til nýr dómur hefur fallið.

https://www.althingi.is/altext/pdf/145/s/1088.pdf

Samkvæmt öruggum heimildum styttist nú í að Endurupptökunefnd skili niðurstöðu sinni. Af þessu tilefni skulu hér nefndar nokkrar dagsetningar í þessari löngu sögu:

Tryggvi Rúnar Leifsson lést 1. maí 2009.

tryggvi-runar-leifsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sævar lést 12. júlí 2011.

SMC

 

 

 

 

 

Sumarið 2011 koma fram dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar.

Ögmundur skipar Starfshóp um GG mál 6. okt. 2011.
Formaður hópsins er Arndís Soffía Sigurðardóttir.

Ögmundur og Arndís

Starfshópurinn skilar af sér 21. mars 2013.

 

 

 

Endurupptökunefnd skipuð 18. maí 2013.

Erla og Guðjón leggja fram endurupptökubeiðni 26. Júní 2014.

Alþingi samþykkir lög er heimila endurupptöku á málum  látinna manna 16. des. 2014.

Aðstandendur Sævars og Tryggva sækja um endurupptöku 12. marz 2015.

Einnig fer Albert K. Skaftason fram á endurupptöku.

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsir sig vanhæfa vegna fjölskyldutengsla 1. okt. 2014.

Sigríður Friðjóns og Ögmundur

 

 

 

 

 

3. okt 2014. Forsætisráðherra (í forföllum innanríkisráðherra) skipar Davíð Þór Björgvinson sérstakan ríkissaksóknara.

DAVID THOR BJORGVINSSON

3. júní 2015. Sérstakur ríkissaksóknari mælir með endurupptöku á dómum yfir Sævari, Tryggva Rúnari, Guðjóni og Alberti. Tekur ekki afstöðu í máli Erlu. Kristján Viðar sóttist ekki eftir endurupptöku málsins.

 

 

 

3. jan. 2015 fóru fram vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur að beiðni Endurupptökunefndar. Rætt var við meðlimi starfshóps Innanríkisráðuneytis um efni skýrslunnar frá 21. mars 2013. Einnig var rætt við við Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing.

G Gudjons ljosm Kristinn Ingvarsson

 

 

 

 

 

 

 

Sidumuli

Eftir hádegi voru leiddir fram þeir sem mest unnu að málinu í Síðumúlafangelsi:

Örn Höskuldsson, Eggert N. Bjarnason og Sigurbjörn Víðir Eggertsson.

GGSTAFF

 

 

 

 

 

4. sept. 2016 var haldinn fundur þar sem Endurupptökunefnd hlýddi á lokaathugasemdir frá talsmönnum endurupptökubeiðenda. Einnig ávarpaði sérstakur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson meðlimi nefndarinnar. Í máli hans kom fram sú breyting frá fyrri afstöðu, að hann mælir með endurupptöku á málinu í heild. Ekki aðeins Sævars, Tryggva, Guðjóns og Alberts, heldur einnig máli Erlu. Einnig mælist Ríkissaksóknari að eigin frumkvæði til þess að þáttur Kristjáns Viðars verði endurupptekinn, þrátt fyrir að Kristján hafi sjálfur ekki lýst yfir neinum áhuga á umfjöllun um sín mál.

Hourglass

 


"Sá sem flýr undan dýri"

Jón Daníelsson: "Sá sem flýr undan dýri" 1295dc1af1-427x230_o

Þessi bók er fróðleg lesning, aðgengileg, upplýsandi og hún er létt og lipurlega skrifuð.

Jón Daníelsson er reynslumikill blaðamaður og hefur á undanförnum árum kafað töluvert í umrætt Hæstaréttarmál no. 214/1978. Um það leyti sem Sævar leitaði eftir endurupptöku á málinu á árunum 1995 – 1997 skrifaði Jón athyglisverðar greinar í Helgarpóstinn og kannast margir við þær greinar af vefsíðunni mal214.com .

 Í fyrri hluta bókarinnar er atburðarásin rakin að mestu eins og hún birtist í fjölmiðlum á sínum tíma. En í seinni hlutanum fjallar Jón um þá atburði sem áttu sér stað innan dyra Síðumúlafangelsis, samkvæmt málsskjölum og með hliðsjón af fangelsisdagbók og fleiri gögnum. Einnig er með þó nokkuð gagnrýnum hætti fjallað  um störf dómara, og þau skoðuð með hliðsjón af þeim gögnum sem lágu fyrir við uppkvaðningu dómanna. Jón hefur sérstakan nokkuð hressilegan stíl og er yfirlýsingaglaður víða í síðari hlutanum. Ekki verður þó vart við annað en að hann færi rök fyrir sínu máli og sumt er sérlega athyglisvert. Frá bæjardyrum okkar í ritnefnd vefsíðunnar mal214.com má svosem segja að fátt nýtt komi fram í bók Jóns Daníelssonar, enda eru í okkar tengslaneti fólk sem hefur varið árum og áratugum í að velta sér upp úr hinum ýmsu smáatriðum í skjölum málsins. En sumt gerir Jón betur en áður hefur verið gert og má þar nefna einkum tvennt:

1. Hvernig hann tekur fyrir tímalínuna að kveldi 19. nóv. 1974 og færir sterk rök fyrir því að dómfelldu hafi ekki haft tíma til að komast til Keflavíkur. Töluverð umfjöllun er í bókinni  um þetta atriði og er sá kafli ansi vel samsettur og sterkur.


2. Annað er líklegast það atriði bókarinnar sem mest hefur verið fjallað um en það er að Jón skyldi hafa þá hugkvæmni að fara með bréf sem Sævar skrifaði dómurum í Sakadómi 1977, til skjalavarðar í Ríkissjónvarpinu og finna heimild um sjónvarpsþátt þann sem Sævar lýsti í bréfinu. Finna síðan þáttinn á Youtube og sýna með þessu fram á að Sævar virðist hafa haft fullgilda fjarvistarsönnun. Þetta innlegg er ansi öflugt hjá rannsóknarblaðamanninum, og alveg ljóst að því verður seint svarað hvernig Sævar gat hafa séð þáttinn, hafi atburðir gerst með þeim hætti sem haldið er fram í dómi Hæstaréttar. Mestu máli skiptir þó að hvergi í málsskjölum er sjáanlegt að neitt hafi verið gert til að athuga hvort lýsing Sævars hafi verið rétt. Dómarar staðfestu að þeir fengu bréf hans og höfðu aðeins eina athugasemd við það. Fjallaði hún um að í frásögn Sævars hafi hann skrifað að sýningu á Kjarvalsstöðum hafi lokið kl. 22.00 en þeir telja að henni hafi lokið allt að klukkutíma fyrr. En auðvitað bendir þetta til þess að það skipti í raun engu máli hvaða upplýsingar kæmu fram, sakborningar skyldu dæmdir sekir hvað sem tautar og raular.

Í tímans rás hafa Íslendingar hafa sennilega upp til hópa verið fremur íhaldssamt fólk. Halda með landsliðinu, kjósa sömu stjórnmálaflokkana og eru seinþreyttir til vandræða svona almennt. Hluti af þessari  pragmatísku íhaldssemi birtist í því mikla trausti sem dómskerfið nýtur og einnig lögreglan. Þó af og til heyrist ramakvein frá fólki sem telur sig hafa verið beitt misrétti, nýtur lögregla og dómskerfi meira trausts en flestar aðrar stofnanir samfélagsins. Dæmigert viðhorf hins skynsama íslendings er þó á þá leið að þó kerfið sé brogað, þá sé önnur sjálfstæð ástæða til að treysta því; það er það skásta sem við höfum. Og þegar dómstólaleiðin hefur verið á enda gengin, fari best á því að þar sé  jafnframt endir allrar þrætu.

Þegar dómur var kveðinn upp í Hæstarétti 22. febrúar 1980 í máli 214/1978 reyndi töluvert á þetta traust sem dómskerfið hafði notið fram að því. Gífurlegur samhugur myndaðist meðal þjóðarinnar um að þessir bíræfnu þrjótar sem þá sátu á sakamannabekk vegna meintrar aðildar að tveimur mannshvörfum skyldu fá makleg málagjöld. Á fimmta ár var liðið frá því að fyrstu sakborningar voru handteknir og yfirheyrslur hófust, á sjöunda ár frá fyrra mannshvarfinu. Fólk var orðið ansi þreytt... og enn þrættu sakborningarnir. Þó almenningur skildi ekki alveg hversvegna menn voru dæmdir sekir, var ekki um annað að ræða en treysta kerfinu.

Einhverntíma var þetta orðað þannig:

„Hafi einhver dottað undir 18 klukkustunda langri sóknarræðu Þórðar Björnssonar, gat sá hinn sami varla efast um að öllum spurningum hafi þar verið svarað“ 

Fyrstu árin eftir að dómar féllu ríkti að mestu consensus um að ekki væri æskilegt að þessu mál yrðu rædd, amk hvorki hátt né mikið. Einstaka kverúlant lét í sér heyra, fyrsta innleggið á opinberum vettvangi var líklegast bók Stefáns Unnsteinssonar „Stattu þig drengur“  Í framhaldi af útgáfu bókarinnar átti Lísa Pálsdóttir stutt en merkilegt símaviðtal við Sævar í RÚV og þótti mörgum það mikið hneyksli að slíkur maður fengi að tjá sig. Í stuttu máli sagt ríkti nánast fullkominn þögn um málið, þar til Sævar hafði afplánað sinn dóm og hóf baráttu sína fyrir endurupptöku árið 1994.

Þetta mál er stærsta og umtalaðast sakamál 20 aldarinnar á Íslandi. Margir muna eftir máli O.J. Simpsons, snemma á 10. áratugnum. Meðan það mál gekk yfir voru ótal sjónvarps og útvarpsstöðvar með stöðugar fréttir og umræður um það mál, nánast stanslaust allan sólarhringinn í næstum 3 ár. Hvað sem fólki þykir um slíka feikna umfjöllun um sakamál í vinnslu, þá er ljóst að þarna mætti ríkja einhver millivegur.

Það hefur aldrei myndast hefð fyrir umræðu um dómsmál hér á landi.

Nú er öldin að mörgu leiti önnur, nýjar kynslóðir eru mættar til leiks, fólk sem vill vita eitthvað um þessi miklu sakamál spyr gjarnan þeirrar einföldu spurningar hver sé ástæða þess að menn voru dæmdir sekir. Staðreyndin er nöturleg, það eru engin svör við því, enginn skilur afhverju og enginn spurði neins. Bara þögn og þöggun. Viðhorfið var á þá leið að málið er alltof flókið til að venjulegt fólk skilji það, treystum dómskerfinu, ýfum ekki upp gömul sár, þetta eru fagmenn undir stjórn þrautreynds erlends snillings og síðast en ekki síst:
Það er Hæstiréttur sem á lokaorðið og þar með lýkur öllum þrætum.

Þeim hefur fækkað en þeir eru enn til, sem eru andvígir endurupptöku málsins. Helsta vopn þeirra hefur frá upphafi verið þöggunin. En með auknu upplýsingastreymi, opnari fjölmiðlun, interneti og nýjum kynslóðum kemur smátt og smátt fram gagnrýnin og opinská umfjöllun sem varpar ljósi á þetta myrka tímabil í sögu réttarfars á Íslandi.

Bókin „Sá sem flýr undan dýri“ er upplýsandi innlegg í þessa umræðu.

TH

 

 


BBC og Valtýr Sigurðsson


 

 

Það er óhætt að segja að útvarpsþátturinn “The Reykjavik Confessions”, þar sem fréttamaðurinn Simon Cox fjallaði um svonefnd Guðmundar og Geirfinnsmál. hafi vakið athygli, bæði hér á Íslandi og erlendis. Statistikin virðist vera einsdæmi í vestrænni réttarfarssögu:

Allt að 655 dagar í hörku yfirheyrslum og  einangrun í Síðumúlafangelsi.

Í framhaldi af útsendingu þáttarins var birt margmiðlunarefni á vefsíðu BBC, þar sem bæði var skrifaður texti, hljóðklippur og video. Þetta efni, þ.e.a.s. útvarpsþátturinn og  vefsíðan,  hefur víða vakið athygli og beinir sannarlega athygli umheimsins að íslensku réttarkerfi fyrr og nú. Simon Cox tekur það skýrt fram í þættinum að hann hafi reynt mikið að fá viðbrögð þeirra sem störfuðu við rannsókn málanna á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. Þó var það þannig að þegar Simon Cox var kominn aftur heim til Englands náðist samband á SKYPE við einn þeirra sem unnu að rannsókninni en það var Valtýr Sigurðsson. Valtýr var einmitt yfirmaður frumrannsóknarinnar á hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík. Valtýr var þá ungur að árum en hafði mun umfangsmeiri þekkingu á sviði lögfræði en samstarfsmennirnir, sem þó voru flestir eldri og reyndari. Valtýr er sérlega snjall lögfræðingur og átti í framhaldi af þessu eftir að ná miklum frama sem slíkur. Hann var dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og síðar Ríkissaksóknari. Einnig sinnti hann starfi fangelsismálastjóra en starfar nú að öðrum málum.

Fyrir okkur sem höfum fylgst með umfjöllun um þessi mál hér á landi er verulegur fengur í þessu stutta en snaggaralega  viðtali við Valtý.  

Það hefur yfirleitt verið háttur rannsóknarmanna  í þessu máli þegar leitað hefur verið eftir viðbrögðum þeirra við gagnrýninni umfjöllun, að neita öllum viðtölum. Í kvikmynd Sigursteins Mássonar “Aðför að lögum” er t.d. aðeins einn rannsóknarmaður (Gísli Guðmundsson) sem tjáir sig, þrátt fyrir að leitast hafi verið við að fá fram viðhorf fleiri rannsóknarmanna.

En Valtýr er glaðbeittur í þessu viðtali og svarar spurningum BBC fréttamannsins skýrt og greiðlega. Fátt af því sem Valtýr segir kemur á óvart, hann er greinilega sáttur við dóm Hæstaréttar og telur að hinir dæmdu séu sekir. Í lok viðtalsins talar hann um að margar vísbendingar (clues) hafi verið um að atburðir hafi gerst með ákveðnum hætti í Keflavík.

“Yes, clues but no proof” segir Simon Cox og innir Valtý eftir sönnunum.

Þá segir Valtýr:

“We have lot of proofs that Erla was in Keflavík”  

“Við höfum margar sannanir fyrir því að Erla Bolladóttir var  í Keflavík.”  

Frá bæjardyrum undirritaðs er tilefni til að staldra við og hugleiða aðeins þessa fullyrðingu Valtýs.

Erla Bolladóttir var hneppt í gæsluvarðhald í desember 1975 vegna svonefnds póstsvikamáls þar sem hún játaði sök. Fljótlega fóru yfirheyrslur yfir Erlu að snúast um dularfulla atburði sem að mati lögreglu gætu hafa gerst í Hafnarfirði í janúar 1974, næstum tveimur árum áður. Fyrsta yfirheyrslan yfir Erlu markar "upphaf" svonefnds Guðmundarmáls, hún fór fram 20. des. 1975 og er skráð 7 klst.

Skýrslan  hefst á orðunum:

 

“Tilefni þess að Erla er mætt hér sem vitni er það 

að lögreglu hefur borist til eyrna að...”

 

Hvergi hefur verið útskýrt hvaðan þetta svokallaða tilefni kom.

Skýrsla Erlu er fyrsta skráða skýrslan í málinu.  

Erla gaf mjög óljósa og draumkennda skýrslu, henni var sleppt samdægurs og komst þannig heim til þriggja mánaða gamallar dóttur sinnar yfir jólin. Hún var síðan hneppt í gæsluvarðhald vegna Geirfinnsmáls 4. maí og var í haldi til 22. desember 1976. Á þessu tímabili  eru skráðar 105 yfirheyrslur yfir Erlu. 

Réttargæslumaður Erlu var þó aðeins viðstaddur samskipti hennar við rannsakendur í eitt skipti af þessum 105. 

Eins og margoft hefur verið bent á eru ótrúleg líkindi með frásögn dómþola, þ.m.t. Erlu, um Keflavíkurferðina og skýrslu G.A. frá 23. okt. 1975, sem þó kom fram þremur mánuðum áður en sakborningar voru handteknir. 

Í þessum 105 (skráðu) yfirheyrslum yfir Erlu ber ýmislegt á góma, eins og vænta má. Til dæmis ferð til Keflavíkur. Einnig koma fram í þessum yfirheyrslum  nokkrar útgáfur af  meintri ferð Erlu til baka frá Keflavík. Á tímabili virtist svo sem hún hefði verið samferða öðrum sakborningum til Reykjavíkur á Land Rover bifreið, en á öðrum tímabilum útskýrir hún ferð sína til baka með því að hún hafi farið ¨á puttanum” til Reykjavíkur. Í niðurstöðu Hæstaréttar er notuð sú útgáfa sögunnar að Erla hafi dvalist næturlangt í yfirgefnu húsi nærri Dráttarbrautinni og síðan húkkað sér far til Reykjavíkur. Skýrsla er tekin af EB 23. jan 1976. Þrátt fyrir að flestu sem þar kemur fram um atvik sé hafnað í dómi Hæstaréttar,  er þetta atriði látið halda sér, þ.e. að Erla hafi farið á puttanum til Reykjavíkur að morgni 20.nóv. Hún segist hafa farið með Moskvitch bifreið fyrri hluta leiðarinnar, að Grindavíkurafleggjara en fengið far með vörubíl þaðan og til Hafnarfjarðar. Hún tekur ekki fram tegund né lit vörubílsins en í síðari skýrslum talar hún um að ökumaðurinn hafi sagst hafa starfað við malar eða grjótnám  og hafi reykt pípu. Í framhaldi af þessum upplýsingum fór fram skipuleg leit að vörubílstjóra sem svarað gæti til lýsingarinnar en sú leit skilaði ekki árangri. 

Vörubílstjórinn

Snemma vors 1976 lýsti lögregla eftir malar eða grjótflutningabifreið sem gæti hafa tekið stúlku upp í að morgni 20. nóv.1974  Þann 11. apríl 1976 gefur sig fram maður (Á.R.) sem oft átti þarna leið um þetta leyti á vörubifreið. Hann starfaði um þetta leyti við að flytja  síldartunnur frá Siglufirði til Keflavíkur og ók þessa leið því oft og reglulega. Fram kemur í ökudagbók mannsins að hann hafði ekið þessa leið 20. nóv. Bifreið hans var vörubíll með háum trégrindum á hliðum. Í skýrslunni segir hann:

“Í einni af þessum ferðum man ég eftir því  að ég tók upp í bifreiðina stúlku á Reykjanesbrautinni.”  Maðurinn heldur því hvergi fram að hann muni hvaða dag hann tók stúlkuna upp í. Í dagbókinni kemur fram að hann hafi ekið þessa leið þennan dag. En það gerði hann líka marga aðra daga haustið 1974, jafnvel oft í hverri viku, þar sem hann hafði þann starfa að keyra leiðina. Í framhaldi af skýrslunni fór fram sakbending þar sem Á.R. sá Erlu Bolladóttur ásamt fjórum öðrum stúlkum. (20% líkur m. v. random.)

Ekki gat hann bent á neina þeirra sem stúlkuna sem hann kvaðst hafa tekið upp í.

Eftir stendur:

  1. Samkvæmt dagbók mannsins ók hann þessa leið 20. nóv.
  2. Maðurinn ók leiðina oft og reglulega um þetta leyti.
  3. Í einni af þessum ferðum þá um haustið tók hann stúlku upp í.
  4. Hann þekkti stúlkuna ekki við sakbendingu.

Nóg um þetta, varla er þetta sönnunin sem Valtýr talar um.

Moskvitch maðurinn:

 

Auglýst var einnig eftir ökumanni Moskvitch bifreiðar sem Erla hafði sagst hafa fengið far með að Grindavíkurafleggjaranum. Ökumaðurinn G.S.J. gaf sig fram og gaf skýrslu hjá lögreglu þriðjudaginn 30. mars. 1976.

Í skýrslu hans kemur fram að hann muni eftir að hafa tekið stúlku upp í einhverntíma um haustið 1974 og ekið henni þessa leið, frá afleggjaranum að Höfnum og að Grindavíkurafleggjara. Hann geti ekki dagsett það nákvæmlega hvenær hann hafi tekið stúlkuna upp í né heldur á hvaða tíma dags.

Í skýrslunni segir: “Ég minnist þess að ég var hjá dóttur minni í Sandgerði eina nótt haustið 1974 og þá gæti þetta komið heim og saman við þann atburð sem um er rætt” 

Í þessari  skýrslu sem tekin er 30. mars 1976 kveðst hann hafa

ekið á Skoda bifreið sem hann átti.

Hvergi er minnst á Moskvitch.

 

Þó hafði lögreglan ekki lýst eftir ökumanni Skoda bifreiðar, heldur Moskvitch.

 

Að skýrslutöku lokinni fór fram sakbending

þar sem “nokkrar stúlkur” stilltu sér upp. 

Ekki er tekið fram hve margar.

Maðurinn kveðst telja að ein þeirra stúlkna sem stillt var upp

“kæmi til greina” og benti á Erlu Bolladóttur.

Ökumaður Skoda/Moskvitch bifreiðarinnar mætti síðan fyrir Dómþing Sakadóms Reykjavíkur þann 26. maí 1977.

Hann hefur mál sitt á því að hann hafi:

 

“Einhvern tíma um haustið eða veturinn 1974 tekið stúlku upp í bifreið sína í Keflavík” 

Vitnið staðfestir að bifreið þess hafi verið af gerðinni Skoda 1000.  

 

Einnig segist hann nú hafa “eitt sinn um þetta leyti fengið lánaða bifreið hjá vinnufélaga sínum og hafi þetta verið Moskvitch og gulgræn að lit að vitnið minnir og frekar illa farin."

Telur vitnið “jafnvel sennilegt” að það hafi verið á þeirri bifreið. 

 

Hann kveðst nú ekki hafa gist í Sandgerði, 

heldur hafi fóstra hans átt afmæli 19. nóvember 1974. 

Hann hafi verið í afmælisveislunni í Garðabæ ásamt fjölda fólks um kvöldið en síðan farið af stað árla morguns og ekið suður í Sandgerði. 

 

Sakbendingin frá 30. mars er rifjuð upp og staðfestir maðurinn að í sakbendingunni hafi Erla hafi verið:

“líkust stúlkunni", af þeim stúlkum sem stillt var upp.

Maðurinn þekkir Erlu á mynd sem honum er sýnd í þessu dómþingi sem fram fór eins og áður sagði 26. maí 1977.

 

*****

 

Í þessum tveimur skýrslum er margt athyglisvert.  

Í dómi Hæstaréttar frá 1980  

er sérstaklega sérstaklega tekið fram að hér sé um “Greinargott vitni að ræða". 

 

Ekki er þó unnt að lesa það út úr framburði mannsins að hann sé á neinn hátt öruggur um meint atvik.

Í sakbendingunni 30.mars 1976 heldur hann því hvergi fram

að Erla sé sú sem hann tók upp í bílinn.

Hann kveðst hinsvegar telja að ein stúlknanna “komi til greina”.

Hann bendir á Erlu og er  honum þá sagt að þetta sé Erla Bolladóttir. 

Í skýrslunni fyrir dómi lýsir hann því þannig að honum

hafi þótt Erla “líkust” stúlkunni, af þeim stúlkum sem stillt var upp. 

Einnig vekur það nokkra athygli að bifreið sú sem var í eigu mannsins á þessum tíma var alls ekki af Moskvitch gerð. Skv. bifreiðaskrá 1974 ók hann um á bifreið af gerðinni Skoda 1000. Fyrir dómi hefur hann mál sitt á því að hann hafi "Einhvern tíma um haustið eða veturinn 1974" tekið stúlku upp í. Talar síðan um afmælisveisluna og segist síðan "eitt sinn um þetta leyti" hafa fengið lánaða Moskvitch bifreið hjá vini sínum og er vitnið óklárt á því hvor tegundin var notuð, “annaðhvort Moskvitch eða Skoda”

Athyglisvert er í þessu samhengi að í beinu framhaldi af því að þessar upplýsingar komu fram breyttist framburður Erlu á þann veg að hún hættir að tala um Moskvitch bifreið, heldur hafi verið um að ræða “annaðhvort Moskvitch eða Skoda” 

Ekki aðeins er samræmi milli tegundanna sem þau nefna, heldur er einnig samræmi í óvissu þeirra, um hvaða tegund var um að ræða. Þetta samræmi hlýtur að teljast sérkennilega fullkomið. Allavega er umhugsunarefni hvernig slíkt samræmi getur myndast.

 

 Möguleikarnir eru tveir:

 

1.Tilviljun.

 

  1. Spilliáhrif  (Contamination).

 

Þetta atriði minnir óneitanlega nokkuð á atriði sem margir kannast við úr svonefndu Guðmundarmáli en þar áttu bifreiðir það til að breytast úr einni tegund í aðra. Þá vekur það furðu hve stutt og ónákvæm skýrslan um sakbendinguna er. Hvergi er tekið fram hve mörgum stúlkum var stillt upp. Maðurinn segist hvergi í skýrslunni hafa tekið Erlu upp í bílinn. En hann telur að Erla komi til greina. Sú "niðurstaða" virðist fullnægja allri forvitni, ekkert meira er skráð og maðurinn fer.

 

(Aðrar sakbendingar fóru fram, sem 4 lykilvitni tóku þátt í og miðuðu að því að staðsetja einhvern sakborninganna í Keflavík að kvöldi 19. nóv. Þær “misheppnuðust” eins fullkomlega og hugsanlegt er, að því leyti að  niðurstöður þeirra voru fullkomlega ósamrýmanlegar þeim rannsóknartilgátum þeim sem uppi voru.

Og eru þó enn í niðurstöðu Hæstaréttar frá 1980)  

Hvergi nefnir ökumaður Skoda/Moskvitch bifreiðarinnar tilefni meintrar ferðar sinnar svo árla morguns eftir gleðskapinn kvöldið áður.

Maðurinn þekki Erlu af mynd sem honum var sýnd í dómþinginu 26. maí 1977.

Þar virðist eiga að vera um einhverkonar stuðning að ræða við sakbendinguna. Varla hafði þó liðið dagur um nokkurra mánaða skeið að ekki væru myndir af Erlu og öðrum sakborningum á forsíðum dagblaða, ásamt frásögnum af glæpaverkum þeirra. Það hefði því líklega verið meiri leitun um þessar mundir að þeim Íslendingi sem ekki hefði þekkt persónuna á myndinni.

Eftir stendur:

 

  1. Hann man ekki hvar:

 

Hann segist í fyrstu skýrslunni muna, að hafa tekið stúlku upp í við afleggjarann að Höfnum, nokkuð fyrir utan Keflavík, ofan við Njarðvík. Í þeirri síðari segir hann að það hafi verið á gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu, inni í miðbæ Keflavíkur.

 

  1. Hann man ekki hvenær:

Í fyrstu skýrslunni segir hann:

 

“Ég get ekki fullyrt á hvaða tíma dags,

né heldur get ég dagsett þennan atburð”

Þ.e.a.s. hvenær hann tók stúlku upp í Skoda/Moskvitch bifreiðina.

 

Í þeirri síðari talar hann um afmælisveisluna 19. nóv. En segir jafnframt að þetta hafi verið “einhvern tíma um haustið eða veturinn 1974”

 

Þarna er mótsögn, þannig virðist hann ekki viss um það hvort hann sé öruggur eða óöruggur hvað varðar dagsetninguna. Þetta minnir óneitanlega nokkuð  á lýsingu eins sakborninga í málinu, þegar hann kvaðst eftir langt gæsluvarðhald, vera orðinn "50% viss" um að hafa drepið mann.

 

  1. Fyrir dómi breytir maðurinn framburði um ferðir sínar þessa daga í grundvallaratriðum frá lögregluskýrslunni.

Í fyrri skýrslunni segist hann hafa gist í Sandgerði. Í síðari skýrslunni segist hann hafa farið árla morguns til Sandgerðis, stoppað þar í örstutta stund og haldið síðan af stað til Reykjavíkur. 

Hvergi kemur fram hver hafi verið tilgangur ferðarinnar um morguninn, né hvaðan hann fór, eða hvar hann gisti um nóttina, þ.e.a.s. samkvæmt síðari framburði sínum. En hann var búsettur á Seltjarnarnesi.

Samkvæmt síðari framburði mannsins, 26. maí 1977, ók hann til Sandgerðis, morguninn eftir afmælið, síðan aftur til Reykjavíkur (Seltjarnarness?) Síðan suður aftur til Grindavíkur. Hann var mættur til vinnu í Grindavík samdægurs skv. sama framburði sínum fyrir dómi.

  1. Hvergi í sakbendingunni heldur hann því fram að Erla sé stúlkan sem hann tók upp í, haustið 1974. Einungis að það "komi til greina" og orðar það svo fyrir dómi að honum hafi þótt Erla "líkust stúlkunni" af þeim sem stillt var upp.

 

  1. Sakbending eftir myndum fyrir dómi

er augljóslega merkingarlaus vegna spilliáhrifa frá fjölmiðlum.

Ekki aðeins höfðu myndirnar verið birtar, heldur einnig játningar sakborninga og yfirlýsingar frá Karl Shütz um að málið væri "algjörlega öruggt". Hvergi sást örla á vafa um sekt sakborninga. Einnig hafði birst yfirlýsing frá ráðherra dómsmála: "Martröð er létt af þjóðinni" Vitnið hefur þannig ýmis tilefni til að telja málið öruggt, með eða án síns framburðar og hefur engar forsendur til að gera sér grein fyrir því að hvorki er um efnisleg gögn né önnur vitni að ræða.

  

  1. Sakbendingin og skýrslan um hana er stórkostlega gölluð, ónákvæm og furðulega knöpp, m.v. hugsanlegt mikilvægi vitnisins.

 

Hvergi er tekið fram hve mörgum stúlkum var stillt upp.

 

(Í hinni árangurslausu sakbendingu þegar vörubílstjórinn mætti voru þær fjórar auk Erlu. Með því eru 20% líkur á "árangri" m.v. slembiaðferð)

 

  1. Hann man ekki hvaða tegundar bifreiðin var sem hann ók.

En nefnir þó við yfirheyrsluna báðar sömu tegundir og Erla telur koma til greina. Hafi maðurinn tekið farþega upp í bílinn “einhverntíma þarna um haustið eða veturinn”, hefur væntanlega verið um eina tegund bifreiðar að ræða, af einni tegund. 

Í dómsniðurstöðu Hæstaréttar eru báðar tegundir enn nefndar

 

Að maðurinn skuli ekki muna hvaða tegund bíllinn var, rýrir vissulega trúverðugleika vitnisins. Hitt hlýtur þó að teljast mun merkilegra: 

Að samræmi skuli vera í óvissu þeirra um hvora tegundina var um að ræða. 

 

*****

Með hliðsjón af framansögðu

er því hér virðingarfyllst haldið fram

að framburður mannsins geti hvorki talist

greinargóður né trúverðugur.

  

Þar sem ekki er um önnur vitni að ræða,

þá er komið að hinum efnislegu sönnunargögnum:

 

Í einni af yfirheyrslunum 105 yfir Erlu Bolladóttur kemur fram að hún segist hafa beðið í yfirgefnu húsi nærri Dráttarbrautinni aðfaranótt 20. nóv. 1974. Þar hafi hún reykt nokkrar sígarettur. Rannsóknarmenn miðuðu við að um væri að ræða “Rauða húsið” nálægt Dráttarbraut Keflavíkur. Húsið var mannlaust og opið og hafði verið það lengi. (Tilvalið t.d. fyrir unglinga að reykja þar inni.) Rúmlega 26 mánuðum eftir meinta atburði, 23. janúar 1977 fór lögregla á vettvang ásamt Erlu. Gat hún bent á ákveðið herbergi og taldi sennilegt að hún hafi beðið þar. Ekki fundust neinir stubbar í því herbergi sem Erla nefndi. Hinsvegar er skýrt tekið fram í skýrslunni að 5 sígarettustubbar hafi fundist í húsinu. Athygli vekur að ekki er minnst á áætlaðan aldur þeirra né tegund. Erfitt getur verið að áætla aldur sígarettustubba, sérílagi eftir nokkurra ára volk og vosbúð. En hafi þeir verið á að giska tveggja til þriggja ára gamlir og af Winston gerð, er hér ef til vill komin ein af þeim mörgu sönnunum sem Valtýr nefnir í BBC viðtalinu.

 

Varla getur það þó verið.

Erla er talin hafa reykt Winston

en það mun reyndar hafa verið vinsæl tegund á þessum árum.

 

Eftir stendur:

 

  1. Þarna er komin örugg vísbending um að sígarettur

hafi verið reyktar á þessum slóðum á árunum ca. 1974 – 1977.

Ekki er vitað af hvaða tegund.

 

Þar sem ekki er um aðrar vísbendingar (clues) að ræða en þá framburði vitna sem hér hafa verið raktir og þau efnislegu sönnunargögn sem nefnd hafa verið:

 

Er því hér með virðingarfyllst og staðfastlega haldið fram

að það sé með öllu ósannað að Erla Bolladóttir

hafi verið í Keflavík aðfaranótt 20. nóvember 1974.

 

 *** 

Eigi verður séð af neinum þeim gögnum sem hér hafa verið rakin að það sé á neinn hátt hægt að túlka þau sem sönnun þess að  Erla Bolladóttir hafi verið í Keflavík aðfaranótt 20. nóv. 1974. Engin efnisleg sönnunargögn benda til þess, einungis mjög svo reikull og ónákvæmur framburður annars tveggja meintra bílstjóra bendir til að það komi til greina. En þar sem enginn hefur svo vitað sé, haldið því fram að Erla hafi verið þarna ein á ferð, hlýtur að vera tilefni til að líta á þetta atriði í örlítið stærra samhengi:

Framkvæmdar voru fleiri sakbendingar sem höfðu að markmiði að staðsetja einhvern sakborninga í Keflavík umrætt kvöld 19.nóv. Hér að framan hefur verið fjallað um þær sem beindust að Erlu. En einnig fór fram sakbendingar þar sem reynt var að fá þau fjögur vitni sem sáu manninn sem talinn er hafa hringt í Geirfinn, til að staðfesta að sá maður væri Kristján Viðar. Er skemmst frá því að segja að ekkert þessara fjögurra vitna taldi að um sama mann væri að ræða. 

Fjögur vitni sáu manninn sem hringdi. Í dómi HR 1980 er fjallað um þau:

  1. Um vitnið Á.E.G. segir:

“Vitnið mætti tvisvar í sakbendingu hjá lögreglu en ekki sá það neinn í þeim hópum manna sem það taldi sig geta bent á sem mann þann sem komið hefði í Hafnarbúðina umrætt sinn og hringt.”

  1. Um vitnið H. B. Ó. segir : 

“Vitninu voru sýndar myndir af Kristjáni, Sævari og Guðjóni. Vitnið kveðst ekki geta staðhæft hvort einhver þeirra hafi komið í Hafnarbúðina til að hringja.”

  1. Um vitnið J.G. segir:

“Vitninu voru sýndar myndir af ákærðu Kristjáni Viðari og Sævari. Vitnið kveðst ekki geta sagt um hvort þessir menn hafi komið inn í Hafnarbúðina.”

  1. Um vitnið G.K.J. segir:

“Vitnið kveðst hafa mætt í sakbendingu hjá rannsóknarlögreglu en ekki hafa séð neinn mann þar, sem það taldi vera umræddan mann. Það kveðst hafa séð að Kristján Viðar var í hópnum við sakbendingu en það hafði séð hann áður og vissi hver hann var. Vitnið segir að framangreindur maður hafi ekki verið Kristján Viðar.”

Ekki var um fleiri vitni að ræða en þessi fjögur samhljóða vitni. Með framburði þeirra er ljóst að það var enginn sakborninganna sem hringdi í Geirfinn að kvöldi 19. nóv. 1976. Hér liggur fyrir stöðugur og samhljóða framburður fjögurra vitna þess efnis.

Þegar upp er staðið eru 6 sakbendingar sem miða að því að staðfesta að þeir sem dæmdir voru í Hæstarétti 1980 hafi verið í Keflavík. Reikull og óstöðugur framburður Moskvits/Skoda mannsins, á þá leið að Erla sé líkust þeirri sem hann tók upp í bílinn, þá um haustið eða veturinn, hún komi til greina o.s. frv, fær hvergi stuðning en er andstæður framburðum vitnanna úr Hafnarbúðinni, nema að verið sé að halda því fram að Erla hafi verið ein á ferð... 

Í dómi HR er gengið út frá því að ákveðinn hópur hafi verið á ferð í Keflavík 19. nóv 1974. 

Hins vegar eru sakbendingarnar yfir Kristjáni Viðari ekkert annað en sönnun þess að ekki var um hann að ræða. Ekkert vitnanna fjögurra bendir á neinn þremenninganna, Kristján Sævar né Guðjón. Aðal vitnið sem afgreiddi manninn kveðst hins vegar hafa þekkt Kristján í sjón frá því löngu áður og staðfestir þannig endanlega að ekki var um Kristján að ræða.

 

Um þetta segir í dómi Hæstaréttar frá 1980:

“Miða verður við það að ákærðu hafi komið í bifreiðinni að Hafnarbúðinni og að annaðhvort Kristján Viðar eða Sævar hafi hringt þaðan til Geirfinns”.

 *****

Í viðtalinu við BBC  nefnir Valtýr aðeins þennan anga málsins:

“We have many proofs that Erla was in Keflavík”.

 

En væri ekki ágætt að byrja á að sanna að glæpur hafi átt sér stað ? 

 

Valtýr er auðvitað þaulreyndur og með mikla sérþekkingu á þessu máli þar sem hann var stjórnandi frumrannsóknarinnar í Kef. Það er engin tilviljun að hann nefnir þennan anga málsins. Þarna eru alltént tvö vitni, og annað þeirra bendir á Erlu við sakbendingu.

Og aukreitis eru efnisleg sönnunargögn: Stubbarnir !

 

En auðvitað eru sönnunargögn með ýmsum hætti, (Forensic – circumstancial), stundum vefjast þau um sakborninginn eins og tvinni. En öðrum stundum eru þau sem keðja, sem aldrei verður þó sterkari en veikasti hlekkurinn. Það er skoðun undirritaðs að þar sem atriðið sem Valtýr velur að nefna sem “öruggt” í þessu máli er þó ekki öruggara en hér hefur verið rakið, þá hljóti önnur atriði þess að þurfa að vera feikna sterk, þannig að sá vafi sem hugsanlega leiki á um meinta ferð Erlu til Keflavíkur og til baka, myndi eyðast með öllu við lestur frekari gagna. En því er nú aldeilis ekki að heilsa. Þessi meinta ferð Erlu frá Keflavík er auðvitað eins konar angi á jaðri málsins. En hver er þá kjarni þess? Frá bæjardyrum undirritaðs er kjarni málsins sá að maður týndist í Keflavík. Aðdragandi mannshvarfsins var með þeim hætti að full ástæða var til að lýsa ekki aðeins eftir hinum týnda, heldur einnig öðrum manni sem virtist hafa boðað hinn horfna á stefnumót. Fyrsta skrefið í að leysa gátuna um mannshvarfið hlýtur að vera að finna þann sem boðaði hinn horfna á stefnumótið.

Í dómi Hæstaréttar 1980 er með ótrúlega bíræfnum hætti  skautað fram hjá þessum kjarna málsins. 

 

Þar blasir við sú sorglega staðreynd að skýrum og greinargóðum framburðum allra 4 vitnanna sem sáu manninn, var einfaldlega sópað í burtu. Hvers vegna það var gert er ákveðin ráðgáta en ljóst er að miklar væntingar voru bundnar við að málinu færi að ljúka. 

 

Með hliðsjón af framansögðu verður undirrituðum hugsað til hinna

fleygu orða Isaacs Asimovs:

 

 

Ég trúi á sönnunargögn.

Ég trúi á athuganir, mælingar og rökfærslu,

staðfesta af óháðum athugendum.

Ég mun trúa hverju sem er,

hversu fjarstæðukennt og fáránlegt sem það er,

ef það er sannað.

En því fjarstæðukenndara og fáránlegra sem það er, 

 

 

því þéttari og gegnheilli þurfa sönnunargögnin að vera.

 

 

Mál er að linni:   

Þegar á heildina er litið og öll gögnin skoðuð með opnum huga hlýtur það að vekja furðu hve rannsakendur mátu lítils hættu á röngum framburðum við þessar aðstæður. Allt kapp virtist vera á að ná fram játningum og samræma framburði. Varla nokkurs staðar í gögnum málsins virðist örla á gagnrýninni hugsun um áreiðanleika framburða sakborninganna, svo fremi þeir væru nýtilegir við að samræma einhvers konar mynd af þeim rannsóknartilgátum sem fram voru komnar. Öll vinna rannsóknarmanna meðan á gæsluvarðhaldinu stendur í Síðumúla virðist miða við það að eftir mánuði í einangrun, strangar yfirheyrslur, jafnvel árum saman og aðrar þær mótverkandi kringumstæður sem þarna voru uppi, séu sakborningar enn fullir af slíkum ofurmannlegum viðnámsþrótti að þeir haldi mikilvægum upplýsingum leyndum og þræti, endalaust, út í hið óendanlega. “Motiv” sakborninganna sé enn það eitt, að þræta, afvegaleiða og rugla rannsóknarmenn, jafnvel eftir hundruð yfirheyrslna, þar sem unnið er í vaktavinnu við yfirheyrslur, harðræði beitt, fangaverðir yfirheyra, og mönnum haldið vakandi dögum saman. Vissulega var þekking manna á réttarsálfræði ekki sambærileg við nútíma þekkingu. En almenn skynsemi  hefði átt að geta komið að notum og vissulega hefði verið tilefni til að taka mið af sérfræðiáliti lækna. 

(Þó ekki hefði verið nema við Úrlausn Hæstaréttar við ndurupptökukröfu SMC 1997.) 

 

Framburðir í þessu máli eiga sér hvergi nein “hvörf” heldur þróast sagan og mjakast jafnt og þétt eins og seigfljótandi leðja, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, þar til rannsóknarmenn virðast gefast upp og segja nóg komið.

 

Niðurstaðan er tré án stofns, saga sem gengur ekki upp að neinu leyti nema í einstökum og stundum ótrúlega nákvæmum smáatriðum.

 

Miklu skynsamlegri og einfaldari skýring á þessu öllu saman er auðvitað sú að sakborningar höfðu aldrei neina hugmynd um þá atvikalýsingu sem þeir þó voru að hjálpa rannsóknarmönnum að púsla saman, eftir að hafa gefið falskar játningar í byrjun. “Motiv” þeirra var miklu fremur að reyna að finna nothæfan endapunkt á þessa dæmalausu hringavitleysu. Í dómi Hæstaréttar er rökstuðningurinn talinn felast í því samræmi sem myndast hafði milli framburða sakborninga um einstök málsatvik. Hvergi virðist örla á gagnrýni á það hvernig þetta samræmi er til komið. En  auðvitað reyna sakborningarnir allt til að ná samræmi sín á milli og hjálpa þannig lögreglunni og fá hjálp frá henni til að púsla saman sögunni svo að þessum að því er virðist endalausa ógnarhryllingi linni.

Mál er að linni.

  

T.H.


Bréf Sævars til Sakadóms, sept. 1977


Í fréttum RÚV 2. ágúst 2016 var nokkuð fjallað um bréf sem Sævar Marinó Ciesielski ritaði dómurum Sakadóms, þar sem hann lýsir eftir minni, helstu atburðum daganna 16.–22. nóvember 1974. Eins og kunnugt er hvarf Geirfinnur Einarsson þann 19. nóvember 1974 og Sævar ásamt öðrum var síðar dæmdur sekur um aðild að hvarfi hans. Í bréfi þessu, sem Sævar skrifaði í byrjun sept. 1977, lýsir hann m.a. atriðum úr sjónvarpsdagskrá þriðjudagsins 19.nóv. Lýsingin er ekki 100% nákvæm, enda eru því sem næst 34 mánuðir liðnir. Þeir sem hafa kynnt sér dagskrána þetta kvöld eru þó í engum vafa um það að lýsing Sævars er það nákvæm að útilokað er að um tilviljun sé að ræða. Þegar Sævar skrifar lýsinguna hafði hann verið í hámarks einangrun í Síðumúlafangelsi frá því í desember 1975. Athygli vekur að amk. einn fjórmenninganna sem hnepptir voru  gæsluvarðhald en var síðan sleppt, hefur lýst því í bók að hann hafi munað glefsur úr sjónvarpsdagskrá kvöldsins. Þeim sakborningi var sleppt, þó ekki fyrr en í maí 1976, eftir 105 daga gæsluvarðhald.
Sævari var aldrei gefinn kostur á að fjallað væri um þetta atriði. 
Bréfið barst dómurum.

Það fékk þá umsögn að ekki sé neitt mark á því takandi þar sem það stangast á við áður fram komnar játningar Sævars.

 

Bréfið er í málsskjölum, bls. 189 - 198 í möppu nr. 20. (XX.

Þarna fjallar Sævar um ýmislegt sem bar á daga hans, á bls. 196 lýsir hann efni sjónvarpsþáttar. Útilokað er að Sævar hafi verið í Dráttarbraut Keflavíkur á sama tíma, hafi hann  séð þáttinn.

 

Þeir sem vilja kynna sér efni bréfsins geta skoðað það hér:

(Smellið á síðurnar til að fá stærri mynd)

189


190191192193194195

196

 

 

198

197


Hvenær flytur maður lík og hvenær flytur maður ekki lík?

ILLUGI

Illugi Jökulsson skrifar:

Stórmerkilegar eru þær fréttir að tveir menn hafi nú verið handteknir og yfirheyrðir í tengslum við hvarf Guðmundar Einarssonar í janúar 1974. Hvarf Guðmundar og Geirfinns Einarssonar síðar á árinu urðu fáeinum misserum síðar að ótrúlegasta sakamáli Íslandssögunnar, og er óþarfi að fjölyrða um það hér.

Mig langaði hins vegar að rifja upp einn þátt málsins, sem sýnir fáránleika þess mjög vel. Haustið 2002 kom út þriðja bindi ritverksins Íslands í aldanna rás, saga Íslands á 20. öld, sem ég var aðalhöfundur að, og þar skrifaði ég heilmikið um Geirfinns- og Guðmundarmál. Einn kafli bókarinnar fjallar einmitt um meintan flutning á líki Guðmundar Einarssonar, sem ku hafa verið þungamiðjan í yfirheyrslunum yfir tvímenningunum nú.

Því hef ég skrifað hér upp þann kafla bókarinnar, og endurritað að þó nokkru leyti, og þótt þetta sé afar langt á mælikvarða internetsins, þá hvet ég fólk eindregið til að lesa þetta.

Þótt auðvitað sé hér um nokkuð einfaldaða frásögn á mjög flóknu máli að ræða, þá sýnir þetta hvernig málið var vaxið.

Guðmundur Einarsson var 19 ára piltur í Reykjavík sem fór á ball í Hafnarfirði í janúar 1974. Hann hvarf og nokkrum árum seinna voru Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Tryggvi Rúnar Leifsson dæmdir fyrir að hafa drepið hann, og Erla Bolladóttir og Albert Klahn Skaftason dæmd fyrir að vera samsek og hafa hylmt yfir morðið.

Einn sakborninganna, Kristján Viðar, var sagður hafa hitt Guðmund af tilviljun fyrir utan dansstað þann í Hafnarfirði þar sem Guðmundur hafði verið að skemmta sér. Þeir hefðu svo reikað nokkuð um götur og vissulega fundust vitni sem báru að þau hefðu séð Guðmund í slagtogi við annan mann. Þar var fyrst og fremst um að ræða tvær stúlkur sem könnuðust við Guðmund og héldu því fram við lögreglurannsóknina að maðurinn, sem var með Guðmundi, hefði vel getað verið Kristján Viðar, sem þeim var sýnd mynd af.

Hér var reyndar strax maðkur í mysunni. Þegar Sævar Ciesielski lagði fram endurupptökubeiðni sína 1997 tefldi lögmaður hans Ragnar Aðalsteinsson meðal annars fram nýjum vitnisburði stúlknanna tveggja. Þær sögðu að lögreglumenn sem yfirheyrðu þær hefðu ekki greint þeim frá því að Kristján Viðar hafi að líkamsvexti verið áberandi hærri en Guðmundur. Þetta var mikilvægt því þær voru með það alveg á hreinu að pilturinn, sem þær sáu með Guðmundi, hafi verið minni en hann.

Þar með var strax útilokað að það hafi getað verið Kristján Viðar sem var á ferð með Guðmundi nóttina eftir ballið í Hafnarfirði. Annaðhvort fattaði lögreglan þetta ekki á sínum tíma – sem væri vissulega ótrúlegt – eða henni var sama, af því fyrir henni vakti fyrst og fremst að koma sök á Kristján Viðar, því þá hafi verið orðið svo aðkallandi að leysa málið – bara einhvern veginn!

Og mega menn hafa þau orð um það sem þeir kjósa sjálfir.

Alvarlegast við þennan anga málsins er hins vegar að Hæstiréttur úrskurðaði 1997 að þessi nýi vitnisburður stúlknanna skipti engu máli.

Annars vegar væri hann of seint fram kominn! – sem virkar mjög einkennilegt í máli sem snýst einmitt um endurupptöku á gömlu máli – og hins vegar væri ekki líklegt að þessar upplýsingar hefðu breytt niðurstöðu þeirra dómara sem á sínum tíma dæmdu Kristján Viðar og félaga seka um morð á Guðmundi.

Það er kannski rétt, því svo einbeittir virðast þeir dómarar hafa verið í að líta framhjá öllu sem benti til sakleysis sakborninganna. En eigi að síður verður að telja það einskæra ragmennsku hjá dómurum Hæstaréttar 1997 að hafa að engu þetta mikilvæga atriði.

En látum það duga í bili.

Saga lögreglunnar var sem sé sú að Guðmundur og Kristján Viðar hefðu að lokum mætt að húsi við Hamarsbraut þar sem kunningjakona Kristjáns, Erla Bolladóttir, hafði þá aðsetur. Þangað hefðu svo mætt Sævar Ciesielski, sem stundum og stundum ekki var kærasti Erlu, og félagi þeirra Tryggvi Rúnar Leifsson.

Á Hamarsbrautinni hafi piltarnir reynt að láta sér detta í hug leiðir til að útvega áfengi, en síðan hafi komið til deilna og síðan átaka millum þeirra sem enduðu með því að Sævar, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar gengu af Guðmundi dauðum.

Annað eins hafði komið fyrir í næturlífi Íslendinga bæði fyrr og síðar, svo í sjálfu sér var þetta ekki ósannfærandi atburðarás. En þegar málið er skoðað kemur hins vegar á daginn að mjög margt orkaði tvímælis varðandi flestar eða réttara sagt allar hliðar málsins.,

Það skal tekið fram að eftirfarandi texti er svo til eingöngu unninn upp úr dómsniðurstöðum Héraðsdóms og síðar Hæstaréttar, en lítt farið í önnur málsskjöl en þar eru birt. Þetta er semsé sá texti sem Hæstaréttardómarar voru að vinna með þegar þeir dæmdu í málunum. Önnur málsskjöl styrkja þó eingöngu þær efasemdir sem hafa verður um hina opinberu niðurstöðu.

Síðar meir héldu Sævar, Tryggvi og Kristján því fram að þeir hefðu alls ekki verið í húsinu við Hamarsbraut þessa umræddu nótt. Og um hugsanlega nærveru þeirra er í raun allt á huldu. Nágrannar Erlu í húsinu höfðu ekki orðið var við neinn gestagang og hvað þá átök, og alls engin ummerki um morð fundust í íbúðinni sem hún bjó í.

Þeir þremenningar játuðu þó allir á sínum tíma að svona hefðu atburðir verið, en drógu þær játningar síðar til baka. Sögðu þeir þá að játningarnar hefðu verið framkallaðar með þrýstingi lögreglumanna. Þeir kváðust í raun aðeins hafa sagt það sem lögreglumennirnir virtust vilja heyra. Og þeim hafi hvað eftir annað verið lögð orð í munn.

Dómstólar tóku ekki mark á afturköllun játninganna. Þar voru hinar upprunalegu játningar því lagðar til grundvallar.

Dómurunum til einhverrar afsökunar má segja að í þá daga – laust fyrir 1980 – var alls ekki búið að sýna fram með sálfræðirannsóknum (þar sem Gísli Guðjónsson sálfræðingur og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður er brautryðjandi) hve auðvelt er í rauninni að fá fram falskar játningar sakborninga við yfirheyrslur.

En það er samt mjög alvarlegur áfellisdómur yfir dómurunum að þeir skyldu líta framhjá þeim ótrúlegum mótsögnum og jafnvel hreinu rugli sem fólst í lögreglurannsókninni.

Og enn meiri áfellisdómur yfir dómurunum sem höfnuðu endurupptökubeiðnum Sævars Ciesielski tuttugu árum síðar.

Og hér verður sem sé aðeins varpað ljósi á einn örlítinn anga málsins. Það verður gert býsna nákvæmlega og í löngu máli, einmitt til þess að sýna fram á hve fáránlegur þessi málatilbúnaður var.

Þessi angi málsins snýst um hvað varð um lík Guðmundar Einarssonar.

Eftir að Guðmundur hafði verið drepinn í húsinu við Hamarsbraut – samkvæmt hinum upphaflegu játningum, sem síðar voru dregnar til baka – þá þurfti sem sé að losna við líkið.

En hvernig átti að fara að því? Enginn fjórmenninganna, sem áttu að vera stödd í húsinu (án þess að nágrannar yrðu varir við!) átti bíl. Ekki var vænlegt að bera líkið burt. Þeir félagar ákváðu því – samkvæmt þessari sögu – að hringja í sameiginlegan kunningja sinn, Albert Klahn. Hann hafði um þetta leyti umráðarétt yfir bíl föður síns.

Og samkvæmt sögunni var nú hringt í Albert, hann mætti á staðinn um miðja nótt, féllst á að hjálpa til og í bíl hans var líkið svo flutt út í Hafnarfjarðarhraun og falið þar.

Þannig var hin opinbera og upphaflega útgáfa sögunnar. Ekki er ljóst hvernig það gerðist að Albert dúkkaði upp í yfirheyrslum lögreglunnar yfir sakborningunum, en hann var að minnsta kosti handtekinn og yfirheyrður.

Albert kannaðist í fyrstu ekkert við að hafa keyrt lík út í Hafnarfjarðarhraun þessa umræðu nótt. Lögreglumenn lögðu hins vegar fast að honum og smátt og smátt fór minni Alberts að kvikna. Á einum stað segir í skýrslum um yfirheyrslur yfir Albert:

„Hann segist í rauninni ekkert hafa munað um þessa hluti, er handtakan fór fram, en minnið hafi komið síðar.“

Þetta er auðvitað mergurinn málsins. Þessi setning er þungamiðja þess sem Gísli Guðjónsson og fleiri hafa sýnt fram á, því hún lýsir þeirri þróun sem getur leitt til þess að menn játi að ósekju á sig nánast hvaða glæpi sem er og fari jafnvel að trúa því sjálfir að játningar þeirra séu sannar.

Eftir að minni Alberts fór að skána (!) var samin skýrsla um fyrstu yfirheyrslur yfir honum. Þar staðfesti Albert skýrt og greinilega allt sem hinir sakborningarnir höfðu sagt um meintan þátt hans að málinu.

Hann kvaðst hafa komið á bíl föður síns að húsinu við Hamarsbraut þá nótt þegar Guðmundur Einarsson hvarf en mundi reyndar ekki nákvæmlega hvernig á ferðum hans stóð. Ýmist sagðist hann hafa verið að rúnta með þá félaga Kristján Viðar, Tryggva Rúnar og Sævar þá um kvöldið og nóttina, eða þeir hefðu hringt í hann frá Hamarsbrautinni og beðið hann að koma.

Ekki var í þessari skýrslu reynt að skýra hvernig á því gæti staðið að Albert hefði verið í bíltúr með Sævari og félögum þessa nótt. Staðreyndin var sú að þótt þeir Sævar ættu að heita kunningjar var Albert í rauninni illa við Sævar og sóttist ekki eftir félagsskap við hann.

En ég vík reyndar nánar að þessu atriði síðar í langhundi þessum.

En hvað um það, þarna var – samkvæmt sögunni – Albert alla vega kominn um nóttina að húsinu við Hamarsbraut á bíl föður síns, gulri Toyotu.

Síðan er haft eftir Albert í skýrslunni:

„Ekki veit ég gjörla hvernig stóð á komu minni að húsinu heima hjá Sævari …“

Hér má strax skjóta því inn í að þessi fáu orð og raunar allt orðalagið á skýrslunni sýna svo ekki verður um villst að skýrslur lögreglunnar geta vart talist fullgildur vitnisburður um hvað Albert sagði í raun og veru – með sínum eigin orðum. Albert var vissulega ágætlega máli farinn en útilokað er þó með öllu að venjulegur piltur um tvítugt hafi tekið svona til orða jafnvel fyrir 40 árum:

„Ekki veit ég gjörla …“ og svo framvegis.

Þetta kann að virðast smáatriði, en sýnir þó svo ekki verður um villst að það voru rannsóknarlögreglumennirnir, en ekki sakborningar eða vitni, sem réðu ferðinni við yfirheyrslurnar.

Lögreglumennirnir ákváðu því, meðvitað eða ómeðvitað, hvaða orðalag og blæbrigði enduðu í skýrslum – sem síðan höfðu mjög mikil áhrif við áframhaldandi rannsókn og réttarhöld.

Sama athugasemd á við um yfirheyrslur og skýrslur varðandi aðra sakborninga.

En Albert vissi sem sagt „ekki gjörla“ hvernig stóð á komu hans „að húsinu heima hjá Sævari“.

Hér má skjóta því að Sævar átti reyndar alls ekki heima í húsinu við Hamarsbraut og það átti Albert að vera fullkunnugt um. Hins vegar kemur oft fram í skýrslum frá þessum tíma að það voru rannsóknarlögreglumennirnir sem virðast í fyrstu hafa talið að Sævar byggi við Hamarsbrautina. Í raun bjó Erla þar ein þótt Sævar væri að vísu nokkuð tíður gestur hjá henni.

En í skýrslunni er síðan haft eftir Albert:

„Ég man að ég sat í bifreiðinni á bifreiðastæðinu Suðurgötumegin við hús það sem Sævar bjó í. Næst man ég fyrir víst að Sævar kom frá húsinu að bifreiðinni og bað mig að opna farangursgeymsluna sem ég gerði. Ég settist svo inn í bifreiðina aftur, en Sævar fór aftur inn í húsið. Eftir nokkra bið komu þeir allir þrír, Sævar, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar, að bifreiðinni.

Bifreiðin sneri þannig að afturendi hennar vísaði að húsinu, eða öllu heldur að sundi milli hússins og næsta húss. Þar er, eða var, slæm götulýsing og fylgdist ég aðeins með ferðum þeirra í baksýnisspegli bifreiðarinnar, þeim sem staðsettur er á vinstri hlið hennar. ég sá að þeir voru allir þrír með, að ég held, fleiri en einn poka, eða eitthvað sem líktist poka. Eins getur verið að þetta hafi aðeins verið einn poki, eða eitthvað pokalaga sem þeir hafi hver um sig haldið undir á mismunandi stöðum. Ekki sá ég neitt hvað var í þessum poka eða pokum.

Byrði sína settu þeir í farangursgeymslu bifreiðarinnar. Meðan þeir voru að því ruggaði bifreiðin svolítið til og smádynkir heyrðust og virtist mér það benda til þess að verið væri að setja eitthvað fremur þungt í farangursgeymsluna.

Þegar þeir höfðu komið byrði sinni þar fyrir þá skelltu þeir aftur farangursgeymslunni. Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar settust svo inn í bifreiðina, í aftursætið. Sævar kom ekki alveg strax inn í bifreiðina, og held ég að hann hafi farið aftur heim að húsinu. Þegar hann kom þá settist hann í framsætið við hlið mér.“

Síðan segir í skýrslunni að Albert hafi keyrt að fyrirmælum Sævars út í Hafnarfjarðarhraun. Þá stendur orðrétt:

„Að lokum stöðvaði ég bifreiðina ofan í nokkurs konar dæld sem mér virtist gerð af mannahöndum. Þar var svo slétt að ég gat snúið bifreiðinni við. Í þessari dæld held ég að við höfum verið í sjónmáli við Keflavíkurveginn.

Allan tímann hafði ég ekið að fyrirsögn Sævars og hann sagði mér að stöðva þarna. Þegar ég var búinn að snúa bifreiðinni við, þannig að framendi hennar sneri í átt að Keflavíkurveginum, þá fóru þremenningarnir út. Sævar bað mig þá um lyklana að farangursgeymslunni og rétti ég honum lyklana út um gluggann. Hann opnaði svo geymnsluna og lét mig hafa lyklana aftur. Ég fór ekkert út úr bifreiðinni.

Þessir þrír voru svo nokkra stund aftan við bifreiðina og virtust eiga í einhverjum erfiðleikum við að ná einhverju úr farangursgeymslunni, í það minnsta virtist það fyrirhafnarmikið og ekki mjög þægilegt í meðförum. Hvað þetta var, það sá ég ekki enda myrkur úti og engin lýsing eða ljós á bifreiðinni. Þeir lokuðu farangursgeymslunni áður en þeir fóru frá bifreiðinni og sá ég því móta fyrir þeim og byrði þeirra. Þegar þeir gengu frá bifreiðinni þá virtist mér þeir vera með poka meðferðis og bera hann á milli sín á einhvern hátt. Ég held raunar að ég hafi ekki slökkt ljósin á bifreiðinni og hafi ég séð móta fyrir þessu í skini frá afturljósum hennar.

Þeir hurfu svo út í myrkrið. Sirka 15-20 mínútum síðar komu þeir allir aftur og voru þá ekki með neitt meðferðis. Þeir settust inn í bifreiðina og ég ók til baka. Ekki er ég alveg viss um hvert ég ók þeim, en ég held að ég hafi ekið þeim heim til Kristjáns Viðars, þó ég vilji ekki fullyrða það.

Á leiðinni til baka þá barst í tal milli okkar Sævars, en hann sat í framsætinu við hlið mér, hvað í pokanum hefði verið. Sævar sagði þá berum orðum við mig að lík hefði verið í pokanum. Mér fannst það svo fjarstæðukennt að ég tók ekkert mark á þessu og hugsaði ekki frekar um það.

Síðan þetta gerðist hef ég hitt alla þessa þrjá menn oftar en einu sinni en aldrei hefur verið minnst á þessa ferð, svo ég heyrði, eða hvað það hefði verið sem ég flutti í Toyota-bifreið föður míns þessa nótt.“

Þetta var sem sé ein fyrsta skýrslan um yfirheyrslur yfir Albert.

Sumt hljómar vitaskuld mjög skringilega. Til dæmis virðist Albert hafa verið undarlega laus við forvitni úr því hann spyr ekki hvað sé á seyði, heldur situr bara rólegur í bíl sínum, hvað sem á gengur.

Og að honum hafi síðan þótt „fjarstæðukennt“ að þeir hafi verið að flytja lík er … ja, fjarstæðukennt. Hvað annað gátu þremenningarnir verið að flytja með svo laumulegum hætti um miðja nótt?

En ýmislegt annað í framburði Alberts hljómar vissulega sannfærandi og ekki síst að hann lýsir alls konar smáatriðum sem við fyrstu athugun virðist erfitt að trúa að lögreglumenn hafi lagt honum í munn eða minni.

Nefna má hvernig bíllinn ruggar þegar þeir félagar skella líkinu í skottið á Toyotunni, en Albert fylgdist með í baksýnisspeglinum.

Eða hvernig skinið frá afturljósunum lýsir þremenninga upp þegar þeir basla af stað út í hraunið með líkið.

Rétt er að taka fram að eftir að minni Alberts um þessa atburði fór að kvikna, þá var hann afar samvinnufús við lögreglumennina og virðist hafa lagt sig í líma við að segja þeim það sem þeir vildu heyra. Það babb sem síðar kom í bátinn stafaði því alveg örugglega ekki af nokkurs konar vísvitandi tilraunum hans til að afvegaleiða lögregluna.

Enda voru lögreglumennirnir hinir ánægðustu með Albert og honum var tjáð að hann væri aðeins vitni í málinu. Honum var frá byrjun sagt að hann þyrfti ekki að sæta neinni refsingu ef hann aðeins væri duglegur í yfirheyrslum. Og það virðist hafa rekið Albert áfram.

En nú kom sem sagt alvarlegt babb í bátinn.

Allt virtist klappað og klárt þegar lögreglumaður nokkur, sem var að fara yfir ýmsa pappíra í málinu, rak augun í vandræðalega staðreynd.

Faðir Alberts hafði alls ekki átt gula Toyotu í janúar 1974 þegar Albert kvaðst hafa ekið þeim bíl fullum af fólki og með lík í skottinu suður í Hafnarfjarðarhraun. Gulu Toyotuna hafði faðir Alberts ekki eignast fyrr en í febrúar, eða nokkrum vikum seinna. Í janúar hafði hann átt svarta Volkswagen Bjöllu og það var sá bíll sem Albert hafði til umráða á því tímabili sem hér um ræðir.

Og þar með hrundi allur vitnisburður Alberts til grunna.

Því eins og allir bílaáhugamenn vita, þá er sitthvað Volkswagen Bjalla og Toyota Corolla. Ef um hefði verið að ræða annan japanskan bíl hefði misminni Alberts um bílategundina varla skipt sköpum. Japanskir bílar eru hver öðrum líkir og ekki goðgá að rugla tegundunum saman.

En það þurfti ekki mikla íhugun til að átta sig á að hin ítarlega og sannfærandi frásögn Alberts um líkflutningana frá Hamarsbrautinni út í Hafnarfjarðarhraun gat með engu móti staðist ef Albert hafði verið á Volkswagen en ekki Toyotu.

Ekki var nóg með að Volkswagen Bjalla var töluvert minni en Toyota Corolla, heldur eru bílarnir líka allt öðruvísi uppbyggðir. Mestu skiptir að vélin í Bjöllunni er að aftanverðu og farangursgeymslan að framan.

Þar með var öll hin samviskusamlega frásögn Alberts gjörsamlega fallin um sjálfa sig.

Toyota Corolla
Toyota Corolla 1974 árgerðin af Toyotu Corolla er ólík Volkswagen Bjöllu. MYND:
Volkswagen Bjalla
Volkswagen Bjalla Farangursrými Bjöllunnar er fremst í bílnum en afar takmarkað. MYND:
Það gat ekki hafa átt sér stað að hann hefði setið undir stýri á Volkswagen Bjöllu og fylgst í baksýnisspeglinum með Sævari, Kristjáni Viðar og Tryggva Rúnari troða líkinu af Guðmundi Einarssyni aftan í bílinn.

Sú hugmynd var í fyrsta lagi fáránleg að þeir hefðu reynt að koma líkinu fyrir ofan á vélinni í bílnum, en í öðru lagi: Þótt þeir hefðu reynt það, þá var bara alls ekkert pláss til þess.

Og raunar er farangursgeymslan framan í Volkswagen Bjöllu líka svo lítil að jafnvel þar hefði verið ómögulegt að koma fyrir líki af manni.

Albert var nú kallaður fyrir að nýju og honum var bent á að framburður hans gæti ekki staðist. Hér yrði að bæta úr skák.

Rétt er að árétta að ekkert bendir til að Albert hafi vísvitandi verið að afvegaleiða lögregluna. Þó ekki væri annað: Úr því að Albert var á annað borð búinn að játa að hafa flutt lík frá Hamarsbraut út í Hafnarfjarðarhraun, af hverju hefði hann átt að fara að ljúga blákalt til um smáatriði eins og bíltegundina eða hvar í bílnum líkinu var komið fyrir?

Því fór líka fjarri að Albert reyndi nokkuð að malda í móinn eða þvælast fyrir tilraunum lögreglumannanna til að koma þessu heim og saman. Þvert á móti var hann allur af vilja gerður að leggja þeim lið við að leysa þetta vandræðalega mál.

Hann lýsti því nú yfir að öll frásögn sín af líkflutningunum hefði verið byggð á hrapallegu misminni og vissulega hefði hann verið á svörtum Volkswagen en ekki gulri Toyotu.

Engin athugun virðist hafa verið gerð á minni Alberts yfirleitt, eins og þó má ætla að fullt tilefni hafi verið til, fyrst hann mundi ekki betur en þetta eftir svo óvenjulegum atburði eins og líkflutningi að næturþeli.

Augljós ályktun er því sú að Albert hafi meðvitað eða ómeðvitað lagað „minni“ sitt að því sem hann skynjaði að lögreglumennirnir vildu – bæði í vanmáttugri og misskilinni tilraun til að losna sem fyrst úr greipum þessa máls, og líka einfaldlega af því hann stóðst ekki þrýsting lögreglumannanna og vildi gera þeim til geðs.

Hin nýja útgáfa um líkflutningana sem Albert og lögreglumennirnir suðu saman gerðist nú æði fjarstæðukennd.

Eftir sem áður stóð óhögguð sú staðhæfing Alberts að hann hefði komið að Hamarsbrautinni nóttina örlagaríku og hann hélt fast við að hann hefði setið kyrr í bílnum þegar Sævar, Tryggvi Rúnar og Kristján Viðar komu út með lík Guðmundar. Hann sagði að vísu hugsanlegt að hann hefði farið út til að opna farangursgeymslu svarta Volkswagnsins þegar þeir félagar reyndu fyrst árangurslaust að koma líkinu þar fyrir.

Bara sú fullyrðing stenst reyndar ekki, því farangursgeymsla í Volkswagen Bjöllu var opnuð innan úr bílnum, úr bílstjórasætinu.

En hvað um það, hann hélt því fram að þremenningarnir hefðu um síðir komist að hinu augljósa: Ekki var pláss fyrir heilt lík í farangursgeymslu á Volkswagen.

Eftir nokkrar vangaveltur Alberts og rannsóknarlögreglumannanna, sem önnuðust yfirheyrslurnar, þá varð niðurstaðan sú að líki Guðmundar hefði verið komið fyrir í aftursæti Volkswagnsins og síðan hefðu þeir Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar troðist þar inn líka og sest sinn til hvorrar handar líki Guðmundar.

Þar hafa þá þröngt mátt sáttir sitja því plássið í aftursæti Volkswagens er svo lítið að þar rúmast varla þrír fullorðnir svo sæmilega fari. Bæði Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru reyndar fremur hávaxnir en máttu þó troðast þarna með líkinu, en Sævar – sem samkvæmt sögunni sat í framsætinu – var lágvaxinn. Eigi að síður varð sagan svona.

Albert sagði ennfremur að líkið hafi verið hulið einhvers konar ábreiðu meðan því var ekið út í Hafnarfjarðarhraun og því hefði honum ekki verið ljóst hvað þarna var á ferðinni. Og heldur ekki þegar líkinu var dröslað út úr bílnum í Hafnarfjarðarhrauninu og félagarnir þrír hurfu með það út í myrkrið.

Albert verður því – ef eitthvert mark á að taka á þessari frásögn – ekki aðeins sakaður um furðulega gloppótt minni og algeran skort á forvitni, heldur og um ótrúlega lélega athyglisgáfu.

Með engu móti er hægt að ímynda sér að það hefði getað farið framhjá honum þegar líki var troðið inn í aftursætið og svo baslað út aftur – nánast beint yfir hann sjálfan, því svo lítið var plássið í Bjöllunni – en þetta töldu rannsóknarlögreglumennirnir samt gott og gilt.

Er frá leið fóru efasemdir að vakna hjá lögreglumönnunum um að þetta gæti staðist. Frásögn Alberts um líkflutninginn á Toyotunni hafði þrátt fyrir allt verið svo nákvæm og ítarleg að það var eiginlega ekki með nokkru móti hægt að afgreiða hana til lengdar þannig að hún hefði einfaldlega verið misminni Alberts – með öllum sínum sannfærandi smáatriðum um baksýnisspegilinn, bjarmann frá afturljósunum og svo framvegis.

Því var það að þegar lögreglumennirnir fundu hvergi lík Guðmundar úti í Hafnarfjarðarhrauni, hvernig svo sem leitað var eftir mjög svo misvísandi leiðbeiningum allra sakborninga, þá var gripið aftur til frásagnar Alberts um líkflutninginn á Toyotunni!

Lögreglumennirnir kölluðu nú Albert enn til yfirheyrslu og spurðu hvort verið gæti að hann hefði þrátt fyrir allt staðið í þessum líkflutningum eftir að faðir hans var búinn að losa sig við svarta Volkswagninn og búinn að kaupa gulu Toyotuna.

Hvort það gæti sem sé verið að líkið hefði vissulega verið flutt út í Hafnarbrautarhraun á svörtu Volkswagen Bjöllunni, en frásögn hans um flutningana á Toyotunni hefði hins vegar átt við annað skipti nokkru síðar.

Líkið hefði sem sé verið flutt tvisvar.

Og jú, svei mér þá, Albert rámaði nú skynilega í að einmitt þetta hefði verið raunin!

Það gekk ekki þrautalaust að koma þessu heim og saman. Nú var búið að kalla til aðstoðar lögreglunni þýska lögreglumanninn Karl Schutz og hann stóð lengi á því fastar en fótunum að báðar lýsingar Alberts á líkflutningunum frá Hamarsbraut væru sannar, en um það bil mánuður hefði liðið á milli þeirra.

Karl Schutz, hinn rómaði lögreglumaður, trúði því sem sagt að um það bil mánuði eftir morðið á Guðmundi og flutning Alberts á líki hans út í Hafnarfjarðarhraun á svörtu Bjöllunni, þá hefðu Sævar, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar farið á einhverjum óþekktum bíl út í Hafnarfjarðarhraun, náð í lík Guðmundar, flutt það á Hamarsbrautina af öllum stöðum, og síðan hringt aftur í Albert sem hefði nú komið á gulu Toyotunni og flutt líkið aftur út í Hafnarfjarðarhraun!!

Þið fyrirgefið þó ég segi það, en að einhver svokallaður heilvita maður skuli hafa trúað þessu rugli, það bendir til þess að viðkomandi hafi að minnsta kosti alls ekki verið starfi sínu vaxinn sem lögreglumaður.

En reyndar var Albert brátt alveg til í að muna að einmitt svona hafi þetta verið.

Um síðir kom samt í ljós að þetta gekk ekki.

Ekki var nóg með að í febrúar hafi Erla Bolladóttir verið flutt af Hamarsbrautinni, heldur hafði Sævar þá setið inni fyrir minni háttar fíkniefnabrot.

Því gat allt hið einkennilega ferðalag með lík Guðmundar í febrúar frá Hafnarfjarðarhrauni að Hamarsbraut á ókunna bílnum og síðan aftur út í hraunið á Toyotu Alberts, það gat bara ekki hafa átt sér stað.

Nú var enn kallað á Albert og lagt að honum að muna betur.

Og já, nú rifjaðist upp fyrir Albert að ferðalagið á Toyotunni út í Hafnarfjarðarhraun með lík Guðmundar, hefði vissulega átt sér, en þó með þeirri mikilvægu breytingu að þeir hefðu nú verið að SÆKJA líkið, en ekki flytja það þangað. Áður hefði hann hins vegar flutt það út í hraunið á svörtu Bjöllunni.

Svo hefði líkið verið flutt á einhvern ennþá óþekktan stað. Og þessir flutningar hefðu átt sér stað eftir að Sævar losnaði úr sinni skammvinnu fangavist í febrúar.

Þessi nýja vending þýddi að minningar Alberts um að hafa setið í Toyotunni meðan þremenningarnir báru líkið út úr húsi og settu í skottið á bílnum, þær gátu ekki staðist. En við það varð ekki ráðið.

Skýring Karls Schutz og annarra rannsóknarlögreglumanna á þessum minningum Alberts var einfaldlega sú að Albert hefði ruglað saman líkbíltúrum, svo minnistæpur sem hann virtist óneitanlega vera.

En hvert hafði lík Guðmundar þá verið flutt þegar Sævar, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar sóttu það út í Hafnarfjarðarhraun í fylgd Alberts á hinum nýja gula bíl föður síns?

Því var nú verr, að það gat Albert alls ekki munað, hvernig sem hann reyndi.

Hann rámaði helst í að þeir hefðu ekið með það út í einhvern kirkjugarð og síðan leiddi Albert rannsóknarlögreglumennina í halarófu á eftir sér um alla kirkjugarða á suðurvesturhorni landsins meðan hann reyndi að muna hvar þeir hefðu holað niður líkinu.

Rétt er að taka fram að þótt Albert hafi verið óvenju meðfærilegur við yfirheyrslur hjá lögreglunni, og sé þess vegna tekinn hér til dæmis um furður málsins, þá mátti í rauninni segja mjög svipaða sögu um hina sakborningana. Þótt Sævar og félagar hafi fljótlega byrjað að reyna að draga hinar upphaflegu játningar sínar til baka, þá létu þeir oft undan þrýstingi, féllust aftur á málatilbúnað lögreglumannanna og tóku lengi þátt í tilraunum þeirra til að koma einhverri glóru í frásögnina.

Sömuleiðis er rétt að taka fram að um leið og Albert skipti um frásögn, þá breyttust minningar hinna sakborninganna yfirleitt um leið.

Meðan Albert lýsti því hvernig kunningjar hans hefðu borið lík út af Hamarsbrautinni og komið því fyrir í gulu Toyotunni, þá mundu þremenningarnir Sævar, Kristján og Tryggvi einmitt eftir því að Albert hefði komið á gulri Toyotu og þeir sett lík Guðmundar í skottið.

Þegar svarti Volkswageninn kom til sögunnar, þá rifjaðist líka um leið upp fyrir þeim að – já, Albert hafði reyndar verið á svartri Bjöllu og Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar höfðu setið með líkið á milli sín í aftursætinu á leið út í Hafnarfjarðarhraun.

Kváðust þeir einfaldlega ekki hafa munað eftir því smáatriði fyrr.

Meðan Karl Schutz trúði því svo að þremenningarnir hefðu flutt líkið úr hrauninu og aftur á Hamarsbrautina á öðrum bíl, en svo enn út í hraunið á Toyotunni, þá mundu þeir líka einmitt eftir því!

Og þegar rifjaðist svo á endanum upp fyrir Albert að þeir hefðu flutt líkið í einhvern kirkjugarð, þá laust þeirri minningu umsvifalaust niður í þremenningana líka.

Og Sævar Ciesielski fór, rétt eins og Albert, margar ferðir um kirkjugarðana á suðvesturlandi í fylgd Schutz og íslenskra lögreglumanna í von að hann rámaði allt í einu í hvar þeir hefðu falið lík Guðmundar.

Eftirtektarvert er ennfremur að ekki er öll sagan sögð af líkflutningum Alberts. Á einu stigi rannsóknarinnar gaf hann nefnilega skýrslu um að hann hefði farið á gulu Toyotunni að Hamarsbrautinni í Hafnarfirði í september 1974 – heilum níu mánuðum eftir hvarf Guðmundar – og sótt þangað dularfullt lík sem þeir höfðu þá aflað sér, Sævar, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar.

Frásögn Alberts af þessu var nánast samhljóða upphaflegri skýrslu hans um flutninginn á líki Guðmundar í janúar.

Þessi óvænta frásögn á að líkindum rót að rekja til þess að á tímabili virðist rannsóknarlögreglan hafa einsett sér að afgreiða nú hvert einasta óupplýst sakamál og sér í lagi mannshvörf á Íslandi með því að Sævar og félagar hefðu verið þar að verki.

Í september 1974 hafði færeyskur maður horfið sporlaust í Reykjavík. Langsennilegast var talið að hann hefði einfaldlega dottið í sjóinn við höfnina og drukknað og á sínum tíma var málið afgreitt sem slíkt. Nú þegar Sævar og félagar voru komnir í gæsluvarðhald var hins vegar upp úr þurru farið að spyrja þá um þennan horfna Færeying og það er til marks um hve viljugir sakborningar voru um tíma til að láta að hverjum vilja lögreglunnar að nú voru þeir hreint ekki frá því að þeir hefðu einhvern tíma haustið 1974 þjarmað illilega að einhverjum Færeyingi.

Og minning Alberts um líkflutninga af Hamarsbrautinni í september 1974 hlaut því að eiga við hinn ógæfusama Færeying!

En svo uppgötvaði lögreglan um síðir, eins og ég nefndi áðan, að Erla Bolladóttir hafði flutt af Hamarsbrautinni þegar í febrúar 1974 og því kom vart til mála að þremenningarnir hefðu verið að þvælast þar með lík Færeyingsins um haustið.

Um tíma var vissulega reynt að koma því heim og saman að þremenningarnir hefðu víst drepið Færeyinginn á einhverjum óþekktum stað í september 1974 og síðan af einhverjum afar dularfullum ástæðum flutt lík hans á Hamarsbrautina, þar sem Erla hafði þá ekki búið í rúmt hálft ár, og hringt þaðan í Albert svo hann gæti komið og sótt líkið – en þetta var einum of fáránlegt, jafnvel fyrir Karl Schutz og íslensku rannsóknarlögregluna, svo þessi þráður málsins var látinn niður falla.

Og raunar tókst ekki að sýna fram á nein samskipti þremenninganna við þennan Færeying, og er hann úr sögunni.

Það segir sig svo nánast sjálft að þegar lögreglan var um sama leyti að reyna að koma Geirfinnsmálinu heim og saman, þá var Albert inntur eftir því hvort hann hefði nokkuð komið að flutningi á líki Geirfinns.

Á þessu stigi rannsóknarinnar á morði Geirfinns taldi lögreglan að Geirfinnur hefði verið drepinn í Dráttarbrautinni í Keflavík af Sævari og félögum og lík hans hefði síðan verið flutt til Reykjavíkur þar sem það hefði verið geymt í tvo sólarhringa á heimili Kristjáns Viðars, en þá loks flutt út í Rauðhóla eða á einhvern annan dularfullan stað.

Þegar Albert var spurður hvort hann hefði eitthvað komið nálægt þessu, þá fór náttúrlega svo að hann rámaði í að hafa komið nálægt flutningum á líki Geirfinns frá heimili Kristjáns Viðars upp í Rauðhóla.

Og viti menn – einmitt þá rifjaðist upp fyrir Sævari og félögum að líklega hafði það eftir allt saman verið Albert kunningi þeirra sem hefði verið fenginn til að flytja líkið, enda kominn með yfirgripsmikla þekkingu á líkflutningum.

Ýmissa orsaka vegna – sem óþarfi er að fara út í hér – þá varð hins vegar að útiloka Albert frá Geirfinnsmálinu, og það var eins og við manninn mælt: Hann mundi nú ekki lengur eftir að hafa komið þar við sögu, og Sævar og félagar könnuðust ekki lengur við að hann hefði tekið þátt í líkflutningum í það sinn.

En sagan af Alberti og hvað hann mundi er reyndar enn lengri og flóknari.

Þegar Albert og rannsóknarlögreglumennirnir höfðu komist að sameiginlegri niðurstöðu um að hann hefði verið á svörtu Bjöllunni en ekki gulri Toyotu þegar hann var kallaður að Hamarsbrautinni í janúar 1974, þá hljóðaði frásögn Alberts á þá leið að Sævar hefði hringt heim til hans frá Hamarsbrautinni um eittleytið um nóttina – rétt eftir að þeir félagar höfðu drepið Guðmund, samkvæmt sögunni – og hefði Sævar beðið hann þess lengstra orða að koma nú á bíl föður síns suður í Hafnarfjörð þar sem hann þyrfti að aðstoða þá félaga lítilsháttar.

Albert kvaðst meira að segja muna mjög greinilega að í símtalinu hefði Sævar boðið sér hassmola fyrir hjálpina. Það góða boð hefði verið ástæðan fyrir því að Albert tók sig upp um nóttina og dreif sig suður í Hafnarfjörð að beiðni Sævars – sem honum var þó ekki sérlega vel við.

Í sjálfu sér var þetta ekki ósennileg saga og smáatriðið um hassmolann virtist einkar sannfærandi. En nú kom enn babb í bátinn.

Það kom nefnilega á daginn að síminn á Hamarsbrautinni hafði verið lokaður nóttina sem Guðmundur Einarsson var drepinn.

Þar með féll sú saga um sjálfa sig. Á þessum árum löngu fyrir daga farsíma gat Sævar einfaldlega ekki hafa hringt af Hamarsbrautinni og boðað Albert til sín.

En Alberti og lögreglunni var ekki fisjað saman. Með þrotlausri yfirlegu tókst að koma saman nýrri frásögn um að Albert hefði verið úti að keyra á svörtu Bjöllunni þetta kvöld með Sævari, Kristjáni Viðar og Tryggva Rúnari (þrátt fyrir margnefnda litla vináttu Alberts og Sævars) og þeir hefðu svo hitt Guðmund og tekið hann með sér á Hamarsbrautina þar sem kom til þeirra slagsmála sem enduðu með að Guðmundur var drepinn.

Þetta virtist geta komið svona nokkurn veginn heim og saman – en um leið versnaði aldeilis í því fyrir Albert sjálfan.

Hlutur hans í málinu var skyndilega orðinn annar og meiri en í upphafi.

Hann var ekki lengur sá sem kom aðvífandi og var fenginn til að flytja lík – án þess að hafa hugmynd um hvað hann væri að flytja! – heldur hafði hann verið viðstaddur allan tímann.

Þótt Albert teldist ekki hafa átt þátt í þeim átökum sem leiddu til dauða Guðmundar, þá var hann nú augljóslega mun rækilegar samsekur en áður hafði verið.

Og það hafði aldrei staðið til hjá Alberti.

En þetta var eina atburðarásin sem allir gátu sæst á sem skýringu þess að Albert hefði verið staddur á bíl föður síns suður í Hafnarfirði þessa nótt. Það kom ekki lengur til mála að Sævar hefði hringt í hann, og þess vegna hlaut Albert að hafa verið á staðnum allan tímann!

Fram að þessu hafði enginn sakborninganna í málinu minnst á að Albert hefði verið viðstaddur morðið, þótt allir hefðu fallist á að hann hefði keyrt líkið. En nú þegar farið var að bera þessa nýju útgáfu undir aðra, þá gerðust þau undur og stórmerki að allt í einu rifjaðist upp fyrir Sævari, Kristjáni Viðari og Tryggva Rúnari að þeir höfðu – já! – verið í bíltúr með Alberti og hann hefði staðið aðgerðalaus hjá úti í horni meðan þeir lúskruðu á Guðmundi á Hamarsbrautinni.

Hér er náttúrlega við hæfi að setja upphrópunarmerki!

Og á þessum stað er kannski passlegt að taka fram að þótt þáttur Alberts sé rifjaður hér upp sérstaklega, þá er það alls ekki meint honum sérstaklega til hnjóðs. Hann var einfaldlega fastur í sama kóngulóarvef og aðrir sakborningar í þessu undarlega og sorglega völundarhúsi sem málið var orðið.

Og því var ekki lokið.

Næst gerðist það nefnilega í málinu að nærri heilu ári eftir að yfirheyrslur byrjuðu, þá fór Sævar allt í einu að blanda einum manni enn í þessa atburðarás.

Gunnar Jónsson hét sá, sem nú kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í Guðmundarmálið, en hann hafði verið kunningi þeirra um þessar mundir.

Samkvæmt málsskjölum virðist það hafa gerst í hálfgerðu bríaríi, nánast eins og fyrir slysni, að Gunnar blandaðist inn í málið.

Sævar hélt því að vísu fram síðar að hann hefði – að minnsta kosti undir niðri – verið að gá að því hvort rannsóknarlögreglumennirnir myndu kaupa nákvæmlega hvaða rugl sem var. Hvað sem satt er í því, þá gat Sævar þess allt í einu að Gunnar þessi hefði verið viðstaddur morðið á Hamarsbrautinni. Ekki nokkur maður hafði áður minnst á Gunnar í tengslum við málið. En Sævar kvaðst nú muna þetta greinilega. Hann sagðist meira að segja muna að meðan átökin við Guðmund stóðu yfir hefði Gunnar setið á gulfóðruðum stól frammi á gangi.

Þegar Kristján og Tryggvi og svo Albert voru nú yfirheyrðir enn eina ferðina, þá mundu þeir nú allir skyndilega eftir því að Gunnar Jónsson hafði verið með í bíltúrnum á Bjöllunni hið örlagaríka kvöld og síðan verið á Hamarsbrautinni þegar Guðmundur var drepinn.

Og fyrr en varði var búið að setja saman langa og flókna frásögn um bíltúr þeirra félaga þetta fræga kvöld. Og skorti þar ekki sannfærandi smáatriði – þótt enginn hefði munað eftir neinu af þessu aðeins örskömmu áður!

Þetta var að verða svo fáránlegt að það er nánast grátlegt.

Gunnar Jónsson hafði reyndar fyrst og fremst verið vinur Alberts, en síður þeirra þremenninga. Samt var nú boðið upp á það í skýrslu að Albert hefði fram að þessu bara alveg steingleymt því að þessi góði vinur hans hefði verið viðstaddur allan tímann. Hann sagðist ekki kunna neina skýringu á því að hann hefði fram að þessu gleymt Gunnari.

Bara einhver gleymska líklega.

En nú sagðist hann muna þetta allt mjög vel.

Tilkoma Gunnars Jónssonar varð til þess að ýmsu þurfti að breyta í sögunni.

Það var ekki beinlínis líklegt, en gat þó átt sér stað að fimm fullvaxnir menn hefðu troðist saman í bíltúr í einn lítinn svartan Volkswagen. En hins vegar var ógjörningur að Gunnar hefði verið með í bílnum þegar lík Guðmundar átti að hafa verið flutt af Hamarsbrautinni út í Hafnarfjarðarhraun.

Það var einfaldlega ekki pláss í Volkswagen Bjöllu fyrir fimm menn og eitt lík.

Til að sagan gengi upp varð því að losna við einhvern þeirra, og lausnin varð sú að losa sig við þennan vandræðalega Gunnar sem enginn virtist hvort sem er almennilega vita hvaða hlutverki gegndi í sögunni.

Albert var því kallaður til yfirheyrslu og spurður hvort ekki gæti verið að hann hefði keyrt Gunnar heim til sín eftir að Guðmundur hafði verið drepinn á Hamarsbrautinni, en svo hefði hann sjálfur snúið þangað aftur til að flytja líkið úr í hraun.

Ekki þarf að orðlengja að Albert mundi nú skyndilega eftir því að nákvæmlega svona hafði það verið.

Já, hvernig hafði hann getað gleymt því? Hann hafði einmitt skutlað Gunnari heim eftir að Guðmundur var drepinn og svo farið aftur á Bjöllunni suður í Hafnarfjörðinn.

En svo bara alveg gleymt því.

Gunnar þessi Jónsson var búsettur á Spáni þegar hér var komið. Tveir rannsóknarlögreglumenn fóru utan til að vita hvort hann vildi koma til Íslands til að bera vitni. Hann féllst á það og heimkominn til Íslands kannaðist hann ekkert við að hafa verið viðstaddur morð á Guðmundi Einarssyni, sem hann kvaðst ekkert þekkja til.

En eftir fáeinar yfirheyrslur og samprófanir með Albert, þá fór Gunnar skyndilega að muna sitt af hverju.

Á blaðsíðum 96-100 í dómi Hæstaréttar (sjá hérna) eru vitnisburðir Gunnars. Þar má sjá á nánast hrollvekjandi hátt hvernig Gunnar er sífellt leiddur áfram eftir hringstigum þessarar rugluðu atburðarásar þar til hann stendur allt í einu yfir líki Guðmundar Einarssonar í húsinu við Hamarsbrautina …

 

- - - - -

 

Margt hefur verið skrifað um þessi mál, og sagan hefur meira að segja borist til útlanda. Hérna er makalaust fín úttekt BBC á málinu.

Það skal tekið fram að sá þáttur Guðmundar- og Geirfinnsmála sem ég rakti hér að ofan er þrátt fyrir allt hvorki sá flóknasti né einkennilegasti. En hann hæfir vel til að sýna hve málið allt er gjörsamlega fáránlegt. Það er þjóðarskömm að þetta skuli ekki fyrir löngu hafa verið tekið upp.

En nú hyllir vonandi undir það.

 

Greinin birtist í www.stundin.is 17.júní 2016


Tveir handteknir...

Tveir menn voru hand­tekn­ir í gær­morg­un.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/06/15/handteknir_vegna_gudmundar/


19. júlí 2015

Settur saksóknari, Davíð Þór Björgvinsson hefur nú í júlí 2015 skilað niðurstöðum sínum varðandi  endurupptökukröfur sem dómþolar höfðu lagt fram í svonefndum  Geirfinns og Guðmundarmálum. Niðurstaðan  er sú að mælt er með endurupptöku á málum  fjögurra dómþola. Davíð Þór fékk  verkefnið í hendur 3. október 2014 og vann því að málinu um 9 mánaða skeið.

David Thor visir

 

 

 

 

 

 

Ljósmynd: Visir.is

Þó breytingar hafi orðið á lagaumhverfi og  skilyrðum til endurupptöku dæmdra sakamála eru heimildir eftir sem áður þröngar.

En álit Davíðs Þórs Björgvinssonar er ótvírætt og á þá leið að rök standi til að dómarnir verði enduruppteknir.

Endurupptökunefnd mun síðan taka lokaákvörðun um það.

Vefsíða um Hæstaréttarmálið nr. 214/1978 var sett á stofn 1995.

Í kringum vefsíðuna (og síðar þessa bloggsíðu) hefur í tímans rás myndast þó nokkurt tengslanet áhugafólks um þetta stærsta íslenska sakamál 20. aldarinnar. Óhætt er að orða það svo að í þeim hópi, sem inniheldur bæði leika sem löglærða, sé ákveðinn mannauður fólginn og nokkrir sannkallaðir Njerðir þar á meðal.

Frá bæjardyrum okkar verður að segja það að ekki kemur þessi niðurstaða Saksóknarans á óvart.*

Fáránleiki þessa málatilbúnaðar hefur lengi verið okkur ljós.

Sem dæmi um nefndan fáránleika má nefna, hvernig atvik gerðust, skv. dómi Hæstaréttar Íslands frá 1980: 

Janúar 1976.

Ungt par er í gæsluvarðhaldi vegna fjársvikamáls.

Lausn þess máls hafði þá legið fyrir í rúmt ár.

Hins vegar eru þau yfirheyrð af hörku um mannshvarf sem átti sér stað rúmu ári áður.

Hvergi í gögnum málsins kemur fram tilefni þess að það er gert: 

Ekkert lík er til staðar.

Ekkert morðvopn.

Engin vitni.

Ekki spor, fingrafar, hár, blóð eða nein efnisleg gögn, þrátt fyrir að meintur vettvangur sé þekktur.

Engin tengsl eru þekkt milli sakborninga og þess horfna.

Ekki hefur verið sýnt fram á að saknæmt athæfi hafi átt sér stað.

Engin ástæða kemur fram um hversvegna grunur beinist að sakborningum. Einungis segir í fyrstu skýrslu:

“Ástæða þessarar rannsóknar er sú að lögreglu hefur borist til eyrna að” o.s.frv.

Í framhaldinu eru þrír til viðbótar handteknir en stúlkunni leyft að fara heim til dóttur sinnar, sem þá var þriggja mánaða gömul.

Fjórir menn eru þarmeð komnir í hámarkseinangrun í Síðumúlafangelsi. Eftir harðar yfirheyrslur lýsa þeir atvikum á þann veg að rúmu ári áður hafi þrír þeirra sennilega brotist inn í íbúð á neðri hæð í gömlu húsi í Hafnarfirði og orðið þar manni að bana í miklum slagsmálum. Að svo komnu sátu þessir 3 menn uppi með lík. Hringdu þeir þá í þann fjórða og fengu hann til að koma á Toyota skutbifreið sinni og skutla líkinu út í hraun. Bílnum var bakkað upp að húsinu og líkið sett í skutinn á bifreiðinni. Margt er óljóst í framburðum þeirra, þeir þræta inn á milli en gefast upp að lokum. Einn reyndi að draga framburði sína til baka fyrir dómi en dómarinn hefur staðfest að hann bókaði það ekki því hann "vissi betur". Lýsingar mannanna á þessum atvikum varðandi bifreiðina eru þó hárnákvæmar og samræmið er fullkomið í skýrslum þeirra, jafnvel orðalag er nánast eins hjá þeim öllum. Þegar fram liðu stundir kom þó babb í bátinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Pósti og Síma var síminn lokaður um þetta leyti. 

LM ERICSSON

 ( N.b. þetta var fyrir daga GSM síma.)

 Í framhaldi af þessu kom fram ný samhljóða  atvikalýsing hjá öllum.

 Samkæmt nýju sögunni hafði sá fjórði verið  á rúntinum víða um bæinn með hinum allt  kvöldið.

 

 En þá bárust nýjar upplýsingar frá  Bifreiðaeftirliti Ríkisins: 

Toyota bifreiðin hafði ekki verið keypt fyrr en tæpu ári eftir að meintir atburðir hefðu gerst. Hinsvegar hafði bílstjórinn á þessum tíma haft til umráða Volkswagen bifreið “Bjöllu” Sú var nokkuð komin til ára sinna, af árgerð 1958.

17 ára gamall bíll, orðinn nokkuð veðraður, ryðgaður og siginn.

BEETLE

Greiðlega gekk að fá alla sakborningana  til að skipta Toyotunni út fyrir  “Bjölluna” og var samræmið þá fullkomnað  hjá þeim og er þetta sú útgáfa sögunnar  sem miðað er við í dómi Hæstaréttar, sem  enn stendur 2015.  

 

Volkswagen "bjalla" ásamt pallbíl. 

 

Engin efnisgögn, eða vitni studdu þessa  frásögn. Fólkið á efri hæð var heima en  enginn heyrði neitt. Einfalt timburgólf er  milli hæða í gamla húsinu og að sögn íbúa  á efri hæð heyrist umgangur og mannamál greinilega milli hæða þó lágt sé talað. Nágrannar gegnt húsinu voru vakandi, voru við vinnu og horfðu yfir húsið en urðu ekki varir við neitt þrátt fyrir meinta bílaumferð, innbrot, fyllerí og hópslagsmál.

Hinsvegar heldur sagan áfram: Þremenningarnir fóru nú í bílnum ásamt líkinu og bílstjóranum og óku sem leið liggur út í hraunið sunnan Hafnarfjarðar

HF hraun

og földu líkið þar. Allt er þetta staðfest í nákvæmum skýrslum sem hver um sig mun hafa gefið að eigin frumkvæði og án þess að fá að vita neitt hvað hinir hefðu sagt. Það átti þó eftir að líða nokkur tími áður en menn áttuðu sig á því að um þetta leyti var uppsafnað fannfergi mikið í Hafnarfirði og hafði snjóað mjög þetta kvöld og dagana á undan. Þrátt fyrir að helstu umferðargötur hafi verið ruddar kvað svo grimmt að snjókomunni að leigubílar voru hættir akstri og höfðu haldið heim. Leitarsveitir sem eftir helgina leituðu unga mannsins sem týndist þetta kvöld höfðu frestað leit vegna fannfergisins. Samkvæmt skýrslu frá Veðurstofu Íslands var 60 cm. fannfergi yfir hrauninu. Fjórmenningarnir ásamt líkinu létu það þó ekki stöðva sig, heldur þeystu fram og aftur um troðninga og vegleysur í hrauninu á sinni 17 ára gömlu “Bjöllu” meðan atvinnubílstjórar á betur búnum bílum höfðu gefist upp á akstri inni í bænum. 

Bílstjórar á nútíma torfærujeppum ferðast stundum yfir 60 cm. djúpan snjó. Þeim er þó meinilla við að aka í hrauni í slíkum skilyrðum enda er slíkt mikið glæfraspil að sögn fagmanna í þeim fræðum.

Þrátt fyrir að nákvæmt samræmi næðist um síðir í frásögn sakborninganna,

hefur lík hins týnda manns ekki fundist.

Annað dæmi má nefna: 

Maður hvarf í Keflavík í nóvember 1974.

Hann var boðaður með símtali á stefnumót í Hafnarbúðinni, síðan hefur ekkert spurst til hans. Sporhundar sem leituðu hans snuðruðu niður á Vatnsnes, sem er þar skammt frá. 

Vatnsnes ljosmynd  EP

 

 

 

 

 

Vatnsnes. Ljósmynd: Emil Páll

Í janúar 1976 var fyrrnefnt par yfirheyrt einnig um þetta í Síðumúlafangelsi.

Hvergi í gögnum málsins kemur fram tilefni þess að það er gert.

Ekkert lík er til staðar.

Ekkert morðvopn.

Engin vitni.

Ekki spor, fingrafar, hár, blóð eða nein efnisleg gögn, þrátt fyrir að meintur vettvangur sé þekktur.

Engin tengsl eru þekkt milli sakborninga og þess horfna.

Ekki hefur verið sýnt fram á að saknæmt athæfi hafi átt sér stað.

Vitni hafa við sakbendingar beinlínis staðfest að ekki var um neinn sakborninga að ræða.

Samkvæmt gögnum málsins, bar svo til þá í október 1975, ellefu mánuðum eftir hvarfið, að maður nokkur í Reykjavík kvaðst í lögregluyfirheyrslu hafa sagt frá því að hann hafi tekið þátt í spírasmygli í Dráttarbrautinni Keflavík

Drattarbraut

ásamt nokkrum öðrum, þar á meðal 2 stjórnendum vínveitingahúss í Reykjavík og einnig hafi þar verið maður sem týnst hafði í hinum enda bæjarins 19. nóvember 1974 og ekkert spurst til síðan. Saga Októbermannsins var nokkuð nákvæm, hann lýsir staðháttum á vettvangi, bifreiðum sem voru í fjörunni og segist hafa hjálpað til og þegið fyrir það 70.000 kr. frá veitingamönnunum. Hinn horfni maður hafi drukknað við að kafa eftir smygli. Samkvæmt dómi HR er ekkert hæft í þessari sögu mannsins. Verður það að teljast skynsamlega ályktað, því ekkert er finnanlegt sem styður sögu mannsins eða bendir til neinnar sektar hans. Um var að ræða tilhæfulaust ölvunarraus. Var honum því sleppt og fór hann heim.

Samkvæmt niðurstöðu HR voru hinir raunverulegu glæpamenn hinsvegar tveir af þremenningum úr fyrrnefndu Hafnarfjarðarmáli, ásamt einum til viðbótar og stúlkunni úr sama máli. Snemma í janúarmánuði 1976 eða fyrr, var farið að ræða þetta mannshvarf við stúlkuna, á heimili hennar, meðan sögurnar af ökuferðinni í Hafnarfjarðarhrauni svifu yfir vatnsfylltum  skúringavöskum  í Síðumúlafangelsi. Fóru leikar svo að sakborningarnir í þessu nýja máli játuðu á sig morð á hinum horfna og játuðu 2 þeirra ásamt stúlkunni um síðir einnig að hafa tekið saman ráð sín og logið sök á fjóra menn sem þau kváðu hafa verið að verki með sér. Þar hafi verið um að ræða vínveitingamennina sem áður höfðu verið nefndir af “Októbermanninum”, auk tveggja annarra. Ekki verður séð hvaða tilgangi það átti að gegna að blanda fjórmenningunum inn í málið þar sem sagan innihélt eftir sem áður þau ungmenni sem um síðir voru dæmd fyrir rangar sakargiftir gegn fjórmenningunum.

HR gerir engar athugasemdir við það að nánast allt í sögu Októbermannsins hafi verið rétt. Nánast allt í sögu hans er eins og saga dómþolanna, sem þau sögðu þó ekki fyrr en 22. janúar 1976. Staðhátta og atvikalýsing er í stóru sem smáu nánast sú sama: Tveir bílar, fólksbifreið og sendibifreið, ferð úr Reykjavík til Keflavíkur, sami fjöldi manna, þar á meðal sömu veitingamennirnir tveir, smygl, köfun, maður drukknar. Upphæðin sem maðurinn kvaðst hafa fengið fyrir viðvikið er sama krónutala og notuð var í niðurstöðu HR sem greiðsla fyrir spíra. Stóra atriðið er þó að sami vettvangur er notaður í báðum sögum. Eins og áður sagði hvarf maðurinn í hinum enda bæjarins og sporhundar leituðu niður á Vatnsnes, sem er enn lengra frá Dráttarbrautinni. Hlýtur þá að vakna spurningin hvernig gat Októbermaðurinn vitað “réttan” vettvang glæpsins og sagt hina “réttu” sögu fyrirfram með slíkri nákvæmni? Hvernig sem á það er litið er ljóst að sagan var tilbúin í stóru sem smáu, áður en sakborningar voru handteknir.

Ástæða þess að hvarf hins horfna manns var rannsakað sem sakamál var sú að hann virtist hafa fengið símtal og verið boðaður á stefnumót í hinum enda bæjarins, við Hafnarbúðina.

Fjögur vitni sáu þann sem talinn er hafa hringt í hinn horfna. Öllum ber þeim saman um að sá maður sé enginn af dómþolum. Með framburði aðalvitnisins við sakbendingu í þessum þætti málsins er hinsvegar sannað skv. öllu viðteknu mati að ekki var um þann mann að ræða. Við sakbendinguna kom í ljós að aðal vitnið þekkti í sjón þann sem var hinn grunaði. Þannig að ef um þann mann hefði verið að ræða hefði málið raknað upp strax. Vitnið staðfesti að sá maður sem var hinn grunaði í sakbendingunni hefði ekki komið í Hafnarbúðina 19. nóvember. Þvert gegn framburði þessa vitnis og einnig gegn framburði allra hinna þriggja, miðar HR við að þessi maður hafi verið sá sem hringdi.

En hvað um það, þetta er niðurstaða Hæstaréttar. 

Eftir að hinum horfna manni hafði verið ráðinn bani ók flokkurinn af stað með líkið í sendiferðabíl í átt til Reykjavíkur en stúlkan varð eftir. Ekki kemur fram nein skýring á því í dóminum hversvegna ekki var notast við sama felustað og í fyrra málinu; Hafnarfjarðarhraun. Sá staður hafði jú reynst nokkuð vel og auk þess var færðin betri. Þess í stað var farið með líkið til Reykjavíkur og ekið í kvöldkyrrðinni inn í mjótt port milli Grettisgötu og Njálsgötu þar sem gluggar fjölbýlishúsa eru á alla kanta. Um hundruð glugga er að ræða sem vísa inn í portið. Þar var líkinu skutlað út og borið fyrir allra augum inn í opna geymslu í fjölbýlishúsi og geymt þar í opinni sameign í þrjá daga. Þá var það sótt og ekið með það upp í Rauðhóla, grafið þar niður í 10- 12 stiga frosti og síðan hellt yfir bensíni og kveikt í því, svo lítið bar á, á þessu kyrrláta nóvemberkveldi.  Og eins og hinn þýzki rannsóknarmaður sagði svo oft á löngum blaðamannafundi 2. febrúar 1977 þegar hann upplýsti bæði menn og þjóð um ótvíræð afdrif hinna horfnu manna:

Schütz 

“Þetta er eins og við glæparannsóknarmenn  segjum: Algerlega öruggt.” 

 Martröð var létt af þjóðinni.

Eftir að samhljóða framburðir dómþola lágu  fyrir um þetta, fór fram víðtæk leit að  líkinu í Rauðhólum. Víða var reynt að  grafa, með stórvirkum jarðvinnuvélum.  Ómögulegt reyndist hinsvegar að grafa í  Rauðhólum vegna frosts í jörðu og báðu  skurðgröfumenn um frest, vegna þess. Það  frost var þó allmörgum gráðum minna en  þegar dómþolar fóru með múrskóflur sínar  og dysjuðu líkið, samkvæmt dómi þeim sem  nú 2015 stefnir loks í að verði  endurupptekinn. 

Í þessu máli eru fjölmörg slík dæmi til viðbótar um það að framburður sakborninga sé samhljóða um atriði sem við nánari athugun geta alls ekki staðist. EF gengið er út frá því að tilgangur rannsóknarmanna hafi í raun verið sá að rannsaka málið hljóta að vakna spurningar um hæfni þeirra. Af gögnum málsins verður t.d. ekki annað ráðið en að þeir hafi hiklaust vaðið út í það fúafen að handtaka svonefnda fjórmenninga, sem voru allir valinkunnir sómamenn, um leið og óljós og ósamstæður framburður kom fram.

Ágætis umhugsunarefni gæti einnig verið fyrir hugsandi fólk hér á 21. öld að hugsa um hver yrðu viðbrögð lögreglu og dómskerfis ef fjórir virðulegir borgarar yrðu handteknir vegna glæps sem enginn gæti þó verið viss um að hefði verið framinn. En síðan sleppt, eftir allt að 105 daga gæsluvarðhaldsvist. 

Þröngur hópur rannsóknarmanna bæri ábyrgð á að hafa látið blekkjast svo hrapalega... Ef slíkt myndi henda við rannsókn máls í nútíma réttarkerfi yrði óhjákvæmilegt að utanaðkomandi aðilar kæmu inn og sérstök rannsókn færi fram á uppruna mistakanna. Ekkert slíkt gerðist þarna. Rannsóknarmenn héldu einfaldlega áfram aðgerðinni, eins og ekkert hefði í skorist. 

"Rannsóknarblaðamenn" spurðu einskis.

Löngu seinna, um haustið 1976 var loks gengið í það einfalda en mikilvæga verkefni að fá fram játningar sakborninganna um að þessi ótrúlegu mistök væru þeim að kenna, rannsóknarmenn bæru enga ábyrgð. Samkvæmt þeim játningum var um samantekin ráð að ræða. Fundur hafi farið fram, og ákvörðun tekin um að blanda fjórmenningunum í málið. Niðurstaða rannsóknarmanna var sú að þeir væru sjálfir alveg ábyrgðarlausir af þessu.

Margt er ólíkt með þessum þætti málsins og mannshvörfunum. T.d. það að ekki er deilt um málsatvik: 3 sakborningar skrifuðu undir skýrslur þar sem sakir voru bornar á saklausa menn. Hins vegar hafa sakborningar haldið því fram að nöfn veitingamannanna hafi verið nefnd við þau, nöfn hinna tveggja hafi verið nefnd í allt öðru samhengi en rannsóknarmönnum hafi þótt innkoma þeirra mikil styrking við rannsóknartilgátu sem lengi hafði verið að gerjast.

Veitingamennirnir tveir höfðu lengi verið hluti af rannsóknartilgátunni. Innkoma nýju tvímenninganna var hið mikla “Eureka! moment” í rannsókn Keflavíkurmálsins. Þeir þóttu  nauðsynlegir sem tengiliðir milli sakborninganna og veitingamannanna. 

Það liggur fyrir að hinar röngu sakargiftir fóru fram meðan sakborningar voru í gæsluvarðhaldi, þannig að í öllu falli var sá glæpur framinn undir umsjón rannsóknarmanna í Síðumúla. Niðurstaða rannsóknarmanna er sú að þeir sjálfir beri enga ábyrgð vegna handtöku fjórmenninganna, hinir bíræfnu unglingar hafi prettað þá. Það verður að teljast heppileg niðurstaða, en varla getur trúverðugleiki þeirra játninga sem fram komu verið mikill þegar haft er í huga að ábyrgðin lá hjá þeim, ef ekki hjá krökkunum. Umhugsunarefni er einnig hver hafi verið mótspyrnuþróttur sakborninganna, þegar þarna var komið sögu. 

Og þar komum við að því fúafeni sem þessi mál standa frammi fyrir í dag, 2015.

Nú hefur settur saksóknari, eftir nákvæma athugun mælt með endurupptöku dóma yfir fjórum aðilum sem eru dómþolar í þessu máli. Samtals voru þessir fjórir menn dæmdir í yfir 40 ára fangelsi. Sakarefnið að baki dómunum yfir þeim er í þrennu lagi: Aðild að mannshvarfi í Keflavík, aðild að öðru mannhvarfi í Hafnarfirði og í þriðja lagi rangar sakargiftir gegn fjórum saklausum mönnum. Með þeirri rökstuddu gagnrýni og nýju gögnum sem fram hefur komið á undanförnum áratugum verður að teljast óhjákvæmilegt að endurupptaka allt málið. Miðað við stöðu málsins í dag er líklegt að þessir fjórir dómþolar munu verða sýknaðir, sennilega á næstu misserum af tveimur mannsmorðum. Hins vegar mælir settur saksóknari hvorki með né gegn endurupptöku á máli stúlkunnar. Það er mjög athyglisvert þar sem sakarefnið að baki þriggja ára fangelsisdómi yfir henni, snýr eingöngu að þessum þætti, þ.e. röngum sakargiftum. Ákæruvaldið færði fram þau rök á sínum tíma að hinar röngu sakargiftir sönnuðu aðild sakborninga að mannshvörfunum, það væri “allt eða ekkert”. Þar sem Saksóknari mælir nú með endurupptöku á dómum yfir fjórum mönnum, er þá meiningin að dómar fyrir rangar sakargiftir standi einir og sér?

Hér í byrjun var fjallað um atvik málsins samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 1980, sem enn stendur óhaggaður. En með hliðsjón af framansögðu er athyglisvert að velta því fyrir sér hver verður staðan eftir að fyrrnefndir fjórir dómar hafa verið enduruppteknir og dómþolar sýknaðir en dómar vegna rangra sakargifta látnir standa. 

40 árum eftir dóm Hæstaréttar birtist okkur þá ný útgáfa sögunnar: 

Maður hverfur í Keflavík. 19 ára gamlir krakkar lesa um mannshvarfið í fjölmiðlum eins og aðrir. En sinna  að öðru leyti  sínum daglegu hugðarefnum og hversdagslegu heimilishaldi eins og gengur og gerist. Fylgjast af áhuga með íslenskri kvikmyndagerð, fara í bíltúr og skreppa í bíó einstaka sinnum, taka mömmu stundum með. En samkvæmt þeirri útgáfu sögunnar sem nú stefnir í, héldu þau engu að síður fund með manni, jafnaldra sínum, heima hjá honum á Grettisgötu. Þar tóku þau saman ráð sín um að ef þau yrðu einhverntíma handtekin vegna þessa mannshvarfs sem þau komu hvergi nærri,  þá skyldu þau bera sakir á fjóra menn en játa þó jafnframt sakir á sig sjálf. Gestgjafinn á fundinum skyldi þó í byrjun aðeins nefna einn af fjórmenningunum. Þessi áætlun skyldi framkvæmd af þeim öllum í einu, 43 dögum eftir að þau yrðu handtekin og sett í einangrun.     

Annaðhvort trúum við þessu, eða við endurupptökum einnig mál stúlkunnar og finnum haldbetri skýringar á tilurð hinna röngu sakargifta.

TH

 

 

*Það sem kom á óvart var það að málið skyldi ekki hafa verið opnað 1997 þegar SMC lagði fram kröfu sína til HR.

**2 Stúlkur voru á ferð í Hafnarfirði þetta kvöld. Önnur þeirra taldi sig hugsanlega hafa séð einn sakborninganna með hinum horfna. Samkvæmt yfirlýsingu lögreglumannsins GG sem sá um sakbendinguna var framkvæmd hennar stórlega gölluð. 

Stúlkan dró framburð sinn til baka.

 

 

 


Um tilurð rangra sakargifta í Geirfinnsmáli

 

Um tilurð rangra sakargifta

í Geirfinnsmáli

 

Þegar dómar féllu í Geirfinns og Guðmundarmálum 22.feb. 1980, voru sex ungmenni dæmd til samtals 60 ára fangelsisvistar. Núorðið er öllum sem vita vilja orðið ljóst að ýmis mistök áttu sér stað við rannsókn þessara umfangsmestu sakamála 20.aldarinnar. Augljósustu mistökin eru án efa þau, að í jan. 1976 voru fjórir menn hnepptir í gæsluvarðhald og þeim haldið í varðhaldinu um allt að 105 daga skeið en síðan sleppt eftir að í ljós kom að þeir voru saklausir. Þessi þáttur málsins var líklegast sá sem hvað mestan óhug vakti hjá almenningi á sínum tíma og í hugum margra sá þáttur sem sannfærði með óyggjandi hætti um sekt sakborninga í Geirfinnsmáli.

Í kjölfar þess að Hæstiréttur Íslands birti úrlausn sína varðandi endurupptökubeiðni eins af dómþolum í Guðmundar og Geirfinnsmáli voru fjórir þekktir lögfræðingar fengnir til að viðra skoðanir sínar á úrlausninni í Úlfljóti, tímariti laganema við Háskóla Íslands. Greinarnar birtust í 3. tbl. 1997 og eru sérlega athyglisverðar, eins og búast mátti við frá slíkum mönnum. Af lestri greinanna er ljóst að skoðanir fræðimanna á málinu eru ekki síður skiptar en skoðanir óbreyttra leikmanna.

Í grein sinni fjallar Skúli E. Þórðarson um rangar sakargiftir gegn fjórum mönnum sem á rannsóknartímabilinu sættu einangrunarvist í Síðumúlafangelsi um allt að 105 daga skeið. Lítið hefur verið fjallað um þennan þátt málsins- rangar sakargiftir. Það er því sérstakt fagnaðarefni fyrir áhugamenn um málið að hinn mæti lögmaður Skúli Eggert Þórðarson skuli gera þetta að umfjöllunarefni.

Í grein Skúla segir m.a:

"Dómfelldi [Sævar Marinó Ciesielski] bar Einar Bollason röngum sökum í 6 skipti, 5 sinnum fyrir lögreglu og einu sinni fyrir dómi, hann bar Magnús Leopoldsson röngum sökum í 5 skipti, 4 sinnum fyrir lögreglu og einu sinni fyrir dómi, dómfelldi bar Sigurbjörn Eiríksson röngum sökum í 3 skipti, alltaf fyrir lögreglu og hann bar Valdimar Olsen röngum sökum í 6 skipti, 5 sinnum fyrir lögreglu og einu sinni fyrir dómi."

Þetta er að sjálfsögðu rétt. Enda er ekki um það deilt að dómþolar í þessu máli gáfu fjölmargar skýrslur þar sem umræddir menn voru ranglega bornir sökum. Það mun enginn þeirra geta þrætt fyrir. Það sem talið hefur verið orka tvímælis varðandi þennan þátt málsins er:

Hvort um samantekin ráð dómþola hafi verið að ræða og hvort dómþolar hafi af eigin frumkvæði nefnt (öll) nöfnin, eða hugsanlega fengið einhver þeirra eða öll nefnd hjá þeim sem að rannsókninni stóðu.
2. Eftir að fyrstu framburðir tveggja dómþola, Erlu og Sævars lágu fyrir, og "Klúbbmenn" höfðu verið handteknir, hafi rannsóknarmenn síðan þrýst á um að þau héldu við fyrri framburði um þátt hinna ranglega sökuðu manna.

Eins og öllum er kunnugt varð niðurstaða Hæstaréttar sú að dómþolar hefðu tekið saman ráð sín um að varpa sök á fjórmenningana. Er þetta til að mynda megin sakarefnið að baki fangelsisdómi Erlu Bolladóttur. Sé málið skoðað er þó ýmislegt sem bendir til að þessi þáttur málsins sé engu öruggari en aðrir þættir þess. Til mótvægis við grein Skúla E. Þórðarsonar, verður hér á eftir bent á nokkur slík atriði og þeim stillt upp til stuðnings þeim framburði dómþola að rannsóknarmenn beri ábyrgð á hinum röngu sakargiftum.

 

Rannsóknarmenn rannsökuðu eigin störf

Játning dómþola, annara en Kristjáns V.Viðarssonar varðandi samantekin ráð um rangar sakargiftir liggur fyrir og frá sjónarhóli lögfræðinnar metin sem "lögfull sönnun". Þeir dómþola sem eitthvað hafa tjáð sig um þetta atriði eftir að Hæstiréttur felldi dóm sinn hafa haldið því fram að nöfn hafi fyrst verið nefnd af rannsóknarmönnum og hefur Erla Bolladóttir lýst þessu í yfirlýsingu sinni sem er fylgiskjal með greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar. Þar standa vissulega orð hennar gegn orði rannsóknarmanna og einnig gegn hennar eigin játningu um samantekin ráð dómþola. En etv. er einnig tilefni til að spyrja:
Hafi málavextir í raun þróast með þeim hætti sem dómþolar hafa haldið fram, hver var þá aðstaða þeirra til að koma frásögn sinni af atburðum áleiðis? Eftir að Erla bar að hún hefði sjálf skotið Geirfinn með riffli var fjórmenningunum loks sleppt. Þegar hin afdrifaríku mistök komu í ljós var einnig ljóst um var að ræða fleiri en einn möguleika á uppruna þessara mistaka. Og hver er þá trúverðugleiki þeirrar rannsóknar sem fram fór á uppruna mistakanna? Var það sanngjarnt gagnvart dómþolum, eða rannsóknarmönnum sjálfum, að þeir, sem skv. eigin niðurstöðum höfðu verið gabbaðir til að handtaka saklausa menn, væru sjálfir látnir rannsaka það sem gat aðeins verið þeirra eigin sök að öðrum kosti en með fenginni niðurstöðu?

 

Dómþolar voru ekki höfundar sögunnar um dráttarbrautina

Í okt. 1975, á þeim tíma sem rannsóknin á hvarfi Geirfinns Einarssonar lá að mestu niðri, barst rannsóknaraðilum til eyrna að maður nokkur hefði sagt frá því að hann hefði verið staddur í dráttarbraut Keflavíkur að kveldi 19. nóv 1974 ásamt Geirfinni og fleiri mönnum. Maður þessi verður ekki nafngreindur hér öðruvísi en G.A. Hann var tekinn til yfirheyrslu eftir að börn mannsins bentu lögreglunni á að hann hefði sagt þeim af þessari reynslu sinni. Í fyrstu skýrslu mannsins 23. okt 1975 kemur fram að G.A, sem hafði átt við áfengisvanda að stríða, hafði verið undir áhrifum áfengis er hann sagði tveimur börnum sínum sem bæði voru fullorðið fólk, frá atburðarás kvöldsins 19. nóv 1974. Um hafi verið að ræða ölvunarraus og enginn fótur fyrir frásögninni. Frásögnin var í stórum dráttum á þá leið að G.A. fór á sendibifreið frá Reykjavík til Keflavíkur, hitti þar Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og fleiri menn (ekki nafngreindir). Þeir ætluðu að hitta Geirfinn í Hafnarbúðinni en komu of seint og misstu af Geirfinni. Að sögn G.A. fór Magnús inn í Hafnarbúðina og hringdi í Geirfinn. Geirfinnur kom aftur og síðan var ekið á tveimur bifreiðum niður í dráttarbraut Keflavíkur. Þaðan fóru G.A. og Geirfinnur á bát út fyrir höfnina og Geirfinnur kafaði eftir áfengi sem þar hafði verið hent útbyrðis úr flutningaskipi. Þeir fóru tvær ferðir, sóttu smyglið en í þriðju ferðinni kom eitthvað fyrir og Geirfinnur kom ekki upp eftir köfunina. G.A. beið drykklanga stund en sneri síðan til lands einn. Smyglinu var hlaðið í sendiferðabifreiðina og aðra bifreið sem þar var einnig til taks. Smyglinu var síðan ekið til Reykjavíkur. G.A. tók fram að hann hefði tekið þátt í slíkum leiðangri áður og fengið greiddar kr. 70.000- fyrir.

Ekki verður því haldið fram hér að þessi saga G.A. eigi við rök að styðjast. En með tilliti til þess að þessi frásögn kemur fram 23.okt 1975 -þremur mánuðum áður en fyrsta skýrsla dómþola í Geirfinnsmáli kemur fram, verður að teljast einkennilegt samræmi sem þarna myndast. Hvergi fyrr í frumrannsókn málsins höfðu komið fram vísbendingar um að dráttarbrautin í Keflavík væri vettvangur meints glæps. Og auk staðsetningarinnar eru fjölmörg atriði stór og smá í frásögn G.A. sem koma heim og saman við hinar ýmsu skýrslur sem dómþolar skrifuðu undir á vormánuðum 1976 og héldust sum hver alla leið í gegn um dóm Hæstaréttar 1980. Helstu sameiginleg atriði með frásögn G.A. og dómi Hæstaréttar eru eftirfarandi:

1. Ferð úr Reykjavík til Keflavíkur

2. Tvær bifreiðar eru notaðar í báðum sögunum, sendiferðabifreið og fólksbifreið.

3. Spírasmygl – spíraviðskipti með þátttöku Geirfinns.

4. Klúbbmenn eru nefndir. (Fyrst nefndir af G.A. en ekki af dómþolum.)

5. Dráttarbraut Keflavíkur er sögð vettvangur atburðanna.

6. Jafn stór hópur manna er í dráttarbrautinni í báðum sögunum. Auk Geirfinns og klúbbmannanna Magnúsar og Sigurbjörns segir G.A. tvo aðra hafa verið með sér.

7. Upphæðin sem G.A. segist hafa fengið greidda: kr. 70.000.00- er sú sama og Sævar á að hafa boðið Geirfinni fyrir áfengi.

Sé saga G.A. hinsvegar borin saman við fyrstu framburði Sævars og Erlu aukast líkindin enn því þá er bátsferðin einnig inni í myndinni, og atburðarásin er að mestu leyti á sama veg. Að þessu athuguðu hljóta ýmsar spurningar að vakna. Til dæmis: Hvernig gátu frumrannsakendur málsins fundið umgjörð og vettvang glæpsins án þess að hafa aðgang að vitnum eða vísbendingum öðrum en ölóðum manni sem hvergi kom nærri ?

Möguleikarnir eru 3:

Tilviljun, sem er hin opinbera skýring þar til annað kemur í ljós.
Sakborningar hafi áður en þau voru handtekin komist yfir frumrannsóknargögn, kynnt sér þau og síðan vísvitandi hagað frásögn sinni til samræmis við frásögn G.A.
Rannsóknaraðilar hafi lagt sakborningum til vettvanginn. -Skýring dómfelldu.
Ennfremur mætti spyrja hver líkindin séu fyrir því að maður sem í ölæði nefnir fyrir tilviljun "réttan" vettvang glæpsins fyrstur manna, skuli einnig fyrir tilviljun nefna sömu upphæð og varð í niðurstöðu Hæstaréttar tilefni átakanna, auk annara atriða stórra og smárra. Hvernig svo sem þetta er túlkað er ljóst að sagan um Keflavíkurferðina og þátttöku "Klúbbmanna" í henni, var til áður en dómþolar, þau Erla, Sævar og Kristján höfðu sagt orð um Geirfinnsmál. Sé fótur fyrir sögunni verður það að teljast ein af hinum fjölmörgu furðulegu tilviljunum í þessu risavaxna sakamáli að G.A. skyldi geta sagt söguna "fyrirfram" með slíkri nákvæmni.

Þann 17.feb. 1976 tekur rannsóknarlögreglumaðurinn Eggert N. Bjarnason stutta skýrslu af G.A. Þar staðfestir G.A. að hann hafi sagt þessa sögu við yfirheyrslu í okt. 1975, 3 mánuðum áður en dómþolar segja söguna. Ætla mætti að rannsóknarlögreglumanninum hafi verið allnokkuð brugðið er hann gerir sér grein fyrir því að saga sú sem toguð hafði verið upp úr dómþolum í löngum og ströngum yfirheyrslum, var til, nánast í öllum smáatriðum í þá u.þ.b. 4 mánaða gamalli skýrslu frá manni sem einungis hafði rausað þetta í ölæði. Ekki varð þó þessi uppgötvun tilefni til neinna sérstakra aðgerða að hálfu rannsóknaraðila.

Dómþolar hafa allir, við ýmis tækifæri haldið því fram að þeim hafi verið lögð til sagan áður en þau gáfu fyrstu skýrslur í málinu. Hverjum og einum skal látið eftir að meta hvort af framansögðu megi finna stuðning við þann framburð dómþola.

 

Hvert var upphaf umræðna um Geirfinnsmál?

Skúli segir í grein sinni: "Ekki hafa komið fram neinar skýringar á því hver hafi verið ástæða þess að Erla blandaði saklausum mönnum í málið, aðrar en þær sem hún hefur sjálf gefið, þ.e. að leiða athyglina frá dómfellda og sjálfri sér. Meira að segja í þessari skýringu er mótsögn, þar sem ekki verður séð að grunur hafi vaknað um aðild dómfellda að hvarfi Geirfinns öðruvísi en eftir frásögn Erlu sjálfrar. Það vekur enn upp nýja spurningu, hvers vegna var Erla að blanda dómfellda inn í Geirfinnsmálið ef grunur rannsóknaraðila var ekki vaknaður um þátt hans? Var Erla þá e.t.v. í þeirri villu að grunur rannsóknaraðila um aðild dómfellda að málinu væri þegar vaknaður?"

Þarna eru settar fram mjög athyglisverðar spurningar sem hvergi er svarað í niðurstöðu málsins. Jafnvel mætti bæta einni við: Þar sem engin önnur gögn en framburður Erlu voru til að varpa grun á Sævar og hina ranglega sökuðu, hversvegna kemur fyrsta skýrsla Sævars í málinu

22. Jan.- degi á undan fyrstu formlegu skýrslu Erlu? Varla hefur Sævar rætt Geirfinnsmál að eigin frumkvæði. Þar sem hann hafði verið í einangrun í Síðumúla síðan 12. des. 1975, hefði sá viðauki þurft að fylgja áætlun dómþola um rangar sakargiftir að bíða skyldi með að framkvæma áætlunina þar til 43 dögum eftir að dómþolar yrðu handteknir vegna póstsvikamálsins. Innkoma Sævars (og hinna ranglega sökuðu) í málið er einvörðungu byggð á framburði Erlu. Og varla hefur Erla rætt málið að eigin frumkvæði heldur. Alltént er ljóst að hún hafði enga ástæðu til að ræða Geirfinnsmálið, væntanlega enn síður væri hún sjálf og Sævar viðriðin málið. Slíkt uppátæki væri varla í samræmi við þá undirferli og slægð sem hún er dæmd fyrir að hafa beitt til að pretta hina auðtrúa rannsóknarmenn. Engin gögn hafa fundist sem sýna að Erla hafi um þetta leyti talið Sævar liggja undir grun um aðild að hvarfi Geirfinns. Margt bendir hinsvegar til að eftir það sem á undan var gengið hefði hún getað lagt trúnað á slíka tilgátu. Niðurstaða rannsóknar á tilurð hinna röngu sakargifta er sú að Erla hafi án nokkurs sérstaks aðdraganda komið til rannsóknarmanna og tilkynnt að hún hefði orðið fyrir símahótunum og grunaði "klúbbmenn" um að standa fyrir því vegna Geirfinnsmálsins. Hvernig sem á það er litið bendir þó allt til þess að frumkvæðið að spjalli um málið sé ekki frá Erlu komið, heldur rannsóknaraðilum. Dagsetningar fyrstu skýrslna dómþola sýna svo ekki verður um villst að málið hafði verið rætt við Erlu fyrir þennan tíma og þá óformlega og engar skýrslur gerðar.

Í fyrstu formlegu skýrslu sinni segist hún hafa orðið fyrir símaónæði og segist gruna að það geti verið í tengslum við "Geirfinnsmálið". Að eigin sögn var henni í þessum símtölum hótað lífláti ef hún segði orð um það mál. Hafi rannsóknarmenn þá þegar spjallað um málið við Erlu, eins og allt bendir til, hafa símtöl þessi að líkindum valdið henni nokkrum óróa. Skýrslan er dagsett 23. jan.1976. Í yfirlýsingu sem er fylgiskjal með greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar lýsir Erla aðdraganda þessa vendipunktar í málinu. Erlu var sleppt úr einangrun 22. des. 1975 og flutti hún þá til móður sinnar í Stóragerði. Þegar Erla gaf skýrsluna höfðu rannsóknarmennirnir verið frá því um miðjan mánuðinn nánast daglegir gestir á heimili móður Erlu. Þeir komu oft í heimsókn og spjölluðu um ýmis mál, hvernig þeir gætu aðstoðað í sambandi við flutninga ofl. En það er eins með þessar óformlegu viðræður sem rannsóknaraðilar áttu við Erlu þessa janúardaga og margt annað í þessu einstaka sakamáli, að engar skráðar skýrslur eru til. Hvað það var sem rannsóknarmönnunum og Erlu fór á milli á þessum fundum er því útilokað að sanna, eða afsanna en afleiðingarnar urðu vissulega grimmúðlegar fyrir fjórmenningana sem síðar voru handteknir saklausir. Í einni slíkri heimsókn var í óformlegu spjalli minnst á Geirfinnsmálið og rætt um þær sögusagnir sem lengi höfðu verið á kreiki um aðild "klúbbmanna" að því. En Erla fann sig skyndilega í óvæntri stöðu. Eftir að hún minntist á að hafa heyrt talað um samkvæmi hjá bróður Huldu vinkonu sinnar (Valdimar Olsen), þar sem Einar Bollason, Sigurbjörn Eiríksson og Magnús Leopoldsson komu við sögu, virtist sú frásögn hafa vakið upp grun hjá þessum traustu og yfirveguðu mönnum um að einhverskonar mafía sem tengdist "Geirfinnsmálinu" hefði verið þar á ferð.

Allt bendir til að þetta innlegg hafi rannsóknarmönnum þótt mjög mikilvægt. Rannsóknartilgátan sem þá þegar innihélt Klúbbmenn, teygði sig nú einnig yfir Einar og Valdimar auk Sævars og þeirrar glæpaklíku sem hann var talinn standa fyrir. Sjálf hafði Erla engar forsendur til að draga þennan grun rannsóknarmanna í efa. Innkoma "nýju mannanna" í málið gerði löngu fram komna rannsóknartilgátu þeirra um aðild Klúbbmanna mun sennilegri en ella.

Alltént er ljóst að þarna vaknaði einhversstaðar vonarneisti um að rannsókn Geirfinnsmálsins væri loks að komast í réttan farveg. Reyndar sama farveg og stefnt hafði verið á í upphafi, þegar rannsóknarlögreglan í Keflavík fól Magnúsi Gíslasyni teiknara að teikna mynd eftir ljósmynd af Magnúsi Leopoldssyni þegar leitin að "Leirfinni" stóð sem hæst. E.t.v. var hvorki Erlu né fjórmenningunum neinnar undankomu auðið. Oft skömmu eftir að rannsóknarmennirnir voru farnir hringdi síminn…og örvæntingin tók við stjórninni. Erla taldi sig sannarlega hafa ástæðu til að óttast.  Enginn veit hver stóð á bak við hringingarnar. Rannsóknarmenn urðu aldrei vitni að þeim. En hverjum þeim sem um þessar mundir þekkti til sálarástands stúlkunnar og vissi að hún var oft ein heima, mun hafa verið ljóst að ef hún yrði hrædd myndi hún leita til rannsóknarmannanna, og til að bjarga eigin lífi myndu ungri móður engin meðul heilög. Jafnvel ekki að bera sakir á menn sem hún í framhaldi af viðtölum sínum við lögregluna, gerði sér nú grein fyrir að voru hvort eð er sekir og stórhættulegir. Hún treysti lögreglunni fullkomlega, engum öðrum.

Hversu hæfir voru rannsakendur Geirfinnsmáls?

Ýmsir hafa bent á að við þær kringumstæður sem um þetta leyti ríktu í lífi Erlu hafi verið ástæða til að taka orðum hennar með fyrirvara þegar kom að því að hún bar sakir á fjórmenningana. Þegar Erla var handtekin vegna póstsvikamálsins var dóttir hennar 3 mánaða gömul. Ætla má að vilji hafi verið mikill til að hjálpa rannsóknarmönnum að "klára málið" og komast heim. Aðskilnaður frá litla barninu og yfirþyrmandi ótti um að sá aðskilnaður yrði varanlegur hafði að líkindum einnig áhrif. Undir þessum kringumstæðum gaf hún skýrslu um að hún hafi tveimur árum fyrr séð nokkra menn í Hafnarfirði bogra yfir einhverju í poka. "Gæti hafa verið lík". Skýrslan markar upphaf Guðmundarmálsins. Vafi um að skýrslan sé rétt jók enn á angist hennar. Tilvera hennar var í raun hrunin og tilfinningalegt álag gríðarlegt. Slíkar kringumstæður myndu hafa áhrif á andlegt jafnvægi hvers sem væri. Skýrsla sálfræðings um Erlu er meðal efnis í dómi Hæstaréttar. Ekki verður farið nákvæmlega útí efni hennar hér. En skv. skýrslu sálfræðingsins var það ríkt persónueinkenni Erlu að hafa tilhneigingu til að stjórnast af öðrum. Og sérstaklega er útskýrt að varasamt sé að treysta á viðbrögð hennar sé hún undir tilfinningalegu álagi.

Jafnvel þó hin endanlega niðurstaða Hæstaréttar sé að öllu leyti tekin góð og gild eru rannsóknarmennirnir alltént ábyrgir fyrir því að láta segja sér:

Að fjöldi valinkunnra og landsþekktra heiðursmanna væri sekur um stórglæp, sem enginn gat þó verið viss um að hefði verið framinn.

Og trúað og treyst hverju orði svo fullkomlega að þeir "veðjuðu" öllu sem kallast gæti heiður og sómi á að þetta hlyti að vera rétt. Síðan reyndu rannsóknarmenn að fá frásögn Erlu staðfesta hjá Sævari.  Þegar Sævar tók undir að hluta, að eigin sögn eftir forsögn rannsóknaraðila og þá í þeim tilgangi að bjarga barnsmóður sinni úr klóm einhverskonar mafíu sem honum hafði verið sagt að bæri ábyrgð á "Geirfinnsmálinu", virðist svo sem dómgreind rannsóknaraðila hafi verið fullnægt og þeir létu til skarar skríða. Athygli skal vakin á því að Kristján Viðar þrætti fyrir hönd Magnúsar og Valdimars allt til 27.jan.- eftir að þremenningarnir höfðu verið handteknir.

Varla er hægt að ætla nokkrum rannsóknarlögreglumanni (sem jafnframt er dómari) að hann álíti þessa mjög svo misvísandi og óskýru framburði þessara tveggja afvegaleiddu ungmenna nægilega sönnun eina og sér til að taka sjálfur á sig ábyrgð á því að handtaka 3 þjóðkunna heiðursmenn, rétt uþb. 48 klst. eftir að fyrstu framburðir lágu fyrir. Mun líklegra verður að teljast að Örn Höskuldsson og samstarfsmenn hans hafi talið sig hafa eitthvað sem styddi þessar sögur. Ölluheldur haft einhverjar rannsóknartilgátur sem þessir framburðir væru í raun aðeins staðfesting á. Ýmis atriði í frumrannsókn Geirfinnsmáls benda til að rannsóknarmenn hafi frá upphafi talið hvarf Geirfinns lið í mun stærra máli- "spíramálinu mikla". Aldrei fannst þó neinn spíri. Ragnar Aðalsteinsson segir í greinargerð sinni:

" Minna verður hér á stórfellda gagnrýni Hallvarðs Einvarðssonar, þá aðalfulltrúa saksóknara ríkisins, í garð dómsmálaráðuneytis árið 1972, er svonefnd Klúbbmál komu uppá yfirborðið. Lögreglustjóri lokaði Klúbbnum eftir að aðalfulltrúinn hafði snúið sér til hans og byggðist lokunin á heimild í áfengislögum, en var ekki rannsóknarúrræði skv. lögum um meðferð opinberra mála. Taldi aðalfulltrúi að allsendis óviðeigandi væri að hafa veitingahúsið opið frá sjónarmiði almennrar réttarvörslu. Fáeinum dögum síðar var ákvörðun lögreglustjóra felld niður að tilhlutan dómsmálaráðherra og ritaði aðalfulltrúinn skýrslu og umsögn um málið 23. okt. 1972. Taldi hann, að niðurfelling dómsmálaráðuneytis á banni lögreglustjóra væri "allsendis ótímabær og ástæðulaus og ekki studd almennum opinberum réttarvörsluhagsmunum." Til þessara átaka er að rekja sífelldan grun rannsóknarmanna á svonefndum Klúbbmönnum á þessum árum og tilhneigingu þeirra til að tengja grunsamlega atburði við Klúbbinn.

Framburður Sævars fyrir dómi

 

Skúli nefnir, að Sævar hafi borið rangar sakir á Einar, Magnús og Valdimar í fjölmörgum lögregluskýrslum og einnig í eitt skipti fyrir dómi. Sævar kom fyrir dóm 1. apríl 1976 kl.10.09.

Framburður hans hefst á þessum orðum:

"Mættur kveðst vilja taka fram í upphafi, að skýrslur þær sem hann hefur gefið í þessu máli séu ekki byggðar á hans eigin vitneskju eða reynslu heldur hafi Erla Bolladóttir skýrt sér frá öllum atvikum sem hann sagði frá í eigin persónu hjá rannsóknarlögreglunni."

Með þessu orðalagi hlýtur þessi staðhæfing að teljast all furðuleg, og sem varnartaktík sæmir slík merkingarleysa engan vegin jafn slyngum manni og Sævar var sagður vera. Sævar hafði verið í hámarkseinangrun í 14 vikur. Sé reynt að fá einhverja merkingu út úr þessari fyrstu setningu í framburði Sævars getur hún ekki verið önnur en sú að Sævar sé að reyna að fá dómarann til að skrá niður að hann hafi enga vitneskju um málið aðra en þá sem rannsóknarlögreglan hafi eftir Erlu Bolladóttur. Þyki einhverjum það bíræfin staðhæfing að rannsóknardómarinn hafi hugsanlega sýnt af sér ónákvæmni í að skrá framburð manns fyrir dómi, má benda á að skv. frásögn dómarans sjálfs (Arnar Höskuldssonar) í bréfi til sakadómaranna (22. sept 1977) sleppti hann því jafnvel alveg að skrá framburð Sævars fyrir dóminum, ef hann "vissi betur."

Sævar nefnir síðan nöfn Magnúsar, Einars og Valdimars í því samhengi að Erla gæti hafa verið hrædd við þá. Hann nefnir ekki Sigurbjörn en bætir við tveimur þekktum mönnum úr viðskiptalífinu og segist hafa heyrt talað um að þeir viti allt um Geirfinnsmálið. Ennfremur stendur í dómsskjali: "Mættur kveðst hafa gefið skýrslur þessar til að hægt væri að rannsaka mál þetta, þar sem honum hefði verið sagt að Erla yrði fyrir ónæði og óttaðist um líf sitt."

Semsagt, þrátt fyrir að verulegt ósamræmi hafi verið í grundvallaratriðum í frásögn þeirra Sævars og Erlu um aðild annara en þeirra sjálfra að hvarfi Geirfinns, er nákvæmt samræmi um þetta atriði, þ.e. þeim hafi verið talin trú um að líf Erlu hafi legið við og nauðsynlegt væri að handtaka þá sem stæðu að líflátshótunum gegn Erlu áður en henni yrði gert mein og til að hægt yrði að leysa málið.

Hafi áætlun dómþola um meinsæri verið raunveruleg, verður að teljast furðulegt að frásagnir þeirra af ferðinni til Keflavíkur hafi verið svo ósamstæðar sem raun ber vitni. Fleiri nöfn voru nefnd til sögunnar, nöfn þjóðþekktra viðskipta og stjórnmálamanna. Augljóst er að rannsóknarmenn sáu fljótlega að þetta var "þunnur ís."

Þann 10. Febrúar er tekin skýrsla af Sævari og hefst hún á orðunum: "Mætta hafa verið sýndar myndir af 16 mönnum sem rannsóknarlögreglan telur hugsanlegt að hafi verið við dráttarbraut Keflavíkur og/eða í bátsferð þ. 19.nóv". Sami formáli var að skýrslu sem sama dag var tekin af Erlu. Þó hvorugu þeirra hafi tekist að þekkja alla þá menn sem þau sögðust hafa séð í dráttarbrautinni, er skýrsla Erlu athyglisverð annara hluta vegna. Af myndunum þekkir hún 9 þeirra 16 manna sem rannsóknarlögreglan kveðst telja "hugsanlegt að hafi verið í dráttarbraut Keflavíkur og/eða í bátsferð þ.19.nóv". Flestir eru þeir umsvifamiklir menn úr íslensku viðskiptalífi og stjórnmálum. Hvergi kemur fram hversvegna lögregla hafði þá undir grun.

 

Sævar var þvingaður til rangra sakargifta

Fræg er umræðan um hina óskráðu samprófun þar sem Sævar hlaut löðrung af hendi fangelsisstjóra Síðumúlafangelsis. Samprófun þessi fór fram þ. 5.maí 1976, degi eftir að Erla Bolladóttir "játaði" að hafa sjálf skotið Geirfinn með riffli. Í framburði séra Jóns Bjarmans fangelsisprests kemur fram að dómþolar höfðu allir skýrt honum frá nefndri samprófun og efni hennar, sem var að rannsóknarmenn vildu fá Sævar til að viðurkenna að hann hefði verið í dráttarbraut Keflavíkur 19.nóv.1974 ásamt Magnúsi, Einari, Sigurbirni og Valdimar. Sævar þrætti af bestu getu fyrir hönd þeirra allra og hlaut að launum einn löðrung í viðurvist fjölda háttsettra embættismanna, svo að sannað sé. Tilviljun ræður því að hann skyldi veittur frammi fyrir svo mörgum og virðulegum vitnum en ekki þar sem minna bar á. Harðræðisrannsóknin var í framhaldinu einskorðuð við þennan löðrung, þó upphaflega hafi staðið til að rannsaka meint harðræði almennt.

Séra Jón Bjarman, þáverandi fangaprestur, fór fram á það í bréfi til dómsmálaráðuneytis í maí 1978, að rannsókn færi fram á meintu harðræði við yfirheyrslur á sakborningum. Hann nefndi sérstaklega atvik, sem gerðist, þegar þeir voru leiddir til samprófunar, 5.maí árið 1976.

Í bréfinu segir Jón Bjarman m.a: ,,Tilefni beiðni minnar er ekki það, að ofangreindir sakborningar hafi farið þess á leit við mig, að ég hlutaðist til um eitt eða annað, sem að rannsókninni snýr, heldur hitt, að þau öll í sálgæsluviðtölum við mig hafa greint mér frá, hvað gerðist í þetta umrædda sinn, án þess að ég fitjaði upp á málinu eða legði fyrir spurningar." Séra Jón rekur síðan kjarnann í frásögn sakborninga og segir: ,,Í samprófuninni var lagt hart að Sævari að játa lýsingu Erlu á atvikum, en hann virtist ringlaður og miður sín og ekki vita, hvaðan á sig stóð veðrið. Meðan þessu fór fram, greip Eggert í hár Sævars, kippti honum og hrinti til og frá, svo hann var nærri fallinn á gólfið og ógnaði honum. Seinna, þegar Sævar mótmælti einhverju, gekk Gunnar yfirfangavörður að honum og löðrungaði hann. Samprófunin endaði í upplausn við það, að Erla fór að æpa í móðursýkiskasti. Var þá kallað á tvo fangaverði, sem drógu Sævar til klefa síns."

 

Hver valdi Magnús Leopoldsson?

Af einhverjum ástæðum virðist frumrannsóknarmönnum hafa verið mjög í mun að framkvæmdastjóri Klúbbsins yrði bendlaður við hvarf Geirfinns. Þannig hefur vitni úr frumrannsókninni, afgreiðslukona úr Hafnarbúðinni, greint frá því að strax við upphaf leitar að leðurklædda manninum hafi henni verið sýnd mynd af framkvæmdastjóranum, Magnúsi Leopoldssyni. Konan kvartar sérstaklega undan því fyrir dómi, að leirmyndin sem sögð var gerð eftir lýsingu sjónarvotta, hafi verið látin líkjast Magnúsi "of mikið". Afgreiðslukonan er sú sem afgreiddi manninn með símtal og sá hann best allra.

Í mynd Sigursteins Mássonar "Aðför að lögum" var m.a. stutt viðtal við Magnús Gíslason teiknara og fréttamann í Keflavík. Formleg yfirlýsing sama efnis er í greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar. Í yfirlýsingunni segir Magnús frá því að í nóv. 1975 hafi lögreglumaður afhent honum ljósmynd af Magnúsi Leopoldssyni, með þeim fyrirmælum að hann skyldi gera teikningu eftir ljósmyndinni. Teiknarinn vissi þá ekki hver maðurinn á ljósmyndinni var. Fylgdu aukreitis þau fyrirmæli að hársveipur skyldi ná fram á ennið og augabrúnir nokkuð dekktar. Teikninguna ætti síðan að birta í fjölmiðlum og lýsa eftir manninum á myndinni. Um væri að ræða þann sem talinn var hafa hringt úr Hafnarbúðinni og boðað Geirfinn á hið örlagaríka stefnumót. Áður en Magnús Gíslason lauk teikningunni hafði leirstyttan verið gerð og var teikningin því aldrei notuð. Þessi frásögn þótti mörgum engu að síður ótrúleg og sannarlega ný gögn í málinu ef rétt væri. Þeir fjölmörgu sem neituðu að trúa slíku atferli á íslenska lögreglumenn neyddust síðan til að sannfærast, þegar lögreglumaðurinn S.N. sem afhenti myndina staðfesti í útvarpsviðtali að rétt væri frá greint. Ekki hefur verið upplýst nánar hver átti þá hugmynd að beina grun að Magnúsi Leopoldssyni með þessum hætti. En með þeim gögnum sem fyrir liggja er ljóst að frumrannsóknarmenn í Keflavík urðu þarna fyrstir til bendla Magnús Leopoldsson við hvarf Geirfinns. Sjálfsögð krafa er að upplýst verði hversvegna framkvæmdastjóri Klúbbsins varð fyrir valinu og hver valdi hann. Hvað var það á þessu stigi málsins sem beindi grun að honum? Ekki var Erlu Bolladóttur til að dreifa... Fleiri spurningar hljóta einnig að vakna þegar þetta er athugað: Þar sem í raun var verið að lýsa eftir Magnúsi, hvers vegna var þá ekki ljósmyndin einfaldlega birt? Magnús Gíslason er vissulega frábær teiknari, og gat léttilega teiknað auðþekkjanlega mynd af framkvæmdastjóra Klúbbsins, en hversvegna þessi millileikur, að láta gera teikningu eftir ljósmynd? Engin skýring hefur verið gefin. Gæti skýringin verið sú að forstjóra Klúbbsins hafi aukist hárprýði eftir að myndin var tekin, og hann orðinn fullorðinslegri til augnanna? Vissulega hafði það gerst en einnig verður að teljast sennilegt að sá sem stóð fyrir aðgerðinni hafi ekki viljað láta bendla sig við hana og því viljað finna sér einskonar skjól í teikningunni sem pöntuð var í nóv 1974. Ekki gat hann skákað í skjóli hins ævintýralega framburðar sem Erla gaf 23. Jan 1976. Reyndir og vanir lögreglumenn hafa verið manna skeleggastir í gagnrýni sinni á þá "óhefðbundnu rannsóknaraðferð" sem þarna var beitt. Sunnudaginn 8. mars 1998 birtist í Morgunblaðinu viðtal við Gísla Guðmundsson fv. rannsóknarlögreglumann. Þar segir Gísli: "Ekki er með nokkru móti hægt að skilja hvað mönnum gengur til með slíkum vinnubrögðum og get ég ekki flokkað þetta undir neitt annað en stórfellt refsivert brot í opinberu starfi."

Bjarki Elíasson fv. yfirlögregluþjónn segir ennfremur í viðtali í heimildarmyndinni Aðför að lögum: "Þetta byrjaði sem rannsókn á hvarfi manns sem ekkert var óeðlilegt við að yrði rannsakað. En þegar ekki tókst að upplýsa það var það tengt alls óskyldum málum, forsendurnar fengnar fyrirfram og rannsakað út frá því. Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra".

Hafi einhver í raun og veru hug á að finna uppruna rangra sakargifta í Geirfinnsmáli þá liggur beinast við að athuga hver frumrannsóknarmanna í Keflavík var það sem stóð fyrir því að senda lögreglumanninn S.N. með myndina af forstjóra Klúbbsins til Magnúsar Gíslasonar teiknara. Og hvers vegna? Það verður vafalaust upplýst einn góðan veðurdag.

Var tilefni til samantekinna ráða?

Þær raddir hafa heyrst, jafnvel hjá málsmetandi mönnum að þó verulegur vafi liggi á um þátt dómfelldu hvað varðar mannshvörfin, sé eini öruggi þáttur málsins hinar röngu sakargiftir. Og hafi dómþolar staðið fyrir hinum röngu sakargiftum, sanni það þátt þeirra í hvarfi Geirfinns. En með þeirri athugun sem á liðnum áratugum hefur farið hefur fram á fyrirliggjandi gögnum úr Geirfinnsmáli hafa verið leidd sterk rök að því að Keflavíkurferðin hafi aldrei verið farin og dómþolar eigi engan þátt í hvarfi Geirfinns. Þar sem nánast öll umfjöllun um Geirfinnsmál hefur í u.þ.b. 20 ár verið um þetta, verður ekki farið útí það hér en vísað til greinargerðar Ragnars Aðalsteinssonar. Vegna þeirra sem lítið þekkja til skal þó nefnt eitt dæmi:

Það sem öðru fremur varð til þess að hvarf Geirfinns var rannsakað sem sakamál voru komur leðurklædda mannsins í Hafnarbúðina og símtöl hans. Allt bendir til að sá maður hafi boðað Geirfinn á stefnumót og það hafi orðið örlagaríkt. Þrátt fyrir gríðarlega leit fannst leðurklæddi maðurinn, sem fékk viðurnefnið "Leirfinnur", því miður ekki. Miklar rannsóknir sýndu hinsvegar fram á með óyggjandi hætti að maður þessi gat alls ekki hafa verið neinn dómþola. Engu að síður er í dómi Hæstaréttar augljóslega ranglega "miðað við" að Kristján V.Viðarsson sé "Leirfinnur". Það getur ekki talist annað en stórkostlegt hneyksli, því eins og fram kemur í greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar hlýtur öllum að hafa verið ljóst að hér var um rangan mann að ræða:

…Vitnið sem sá [afgreiddi] þann ókunna mann sem kom og hringdi er Guðlaug Konráðs Jónsdóttir og er haft eftir henni í forsendum héraðsdóms, að það telji sig ekki hafa séð Kristján Viðar og skjólst.m. í Hafnarbúðinni greint kvöld. Það þekkti þá í sjón. Vitnið Ásta Elín Grétarsdóttir taldi að ekki hefði verið um skjólst.m. eða Kristján Viðar að ræða. Sama gildir um vitnin Hrefnu Björgu Óskarsdóttur og Jóhann Guðfinnsson. Ekki er um fleiri vitni að ræða og samkvæmt viðteknu sönnunarmati í opinberum málum má nánast telja sannað að hvorki skjólst.m. eða Kristján Viðar komu á staðinn um kvöldið…

Framburður allra fjögurra vitnanna sem sáu "Leirfinn" er samhljóða um að Kristján Viðar sé ekki maðurinn. Það sem þó vekur e.t.v. mesta athygli er að aðalvitnið, afgreiðslukonan sem afgreiddi "Leirfinn" lýsir því yfir við sakbendingu að hún þekki Kristján Viðar í sjón og hafi þekkt hann fyrir umrætt kvöld. Af framburði hennar má helst skilja að ef um Kristján Viðar hefði verið að ræða hefði hún einfaldlega tilkynnt lögreglunni nafn mannsins. Vandséð er hvernig dómþolar gætu hafa fundið sér annað tilefni til samantekinna ráða um rangar sakargiftir en raunveruleg afskipti af hvarfi Geirfinns, og þar með einnig því atferli að boða hann á stefnumótið í Hafnarbúðinni. En með samhljóða framburði allra fjögurra vitnanna sem sáu manninn "Leirfinn", er sannað að sá sem raunveruleg ástæða var til að gruna um græsku var enginn dómþola. Með hliðsjón af framansögðu er ljóst að rétt gæti verið að leita með opnum huga haldbetri skýringa á þeim hörmulegu mistökum sem áttu sér stað er "klær réttvísinnar" læstust um Einar Bollason, Magnús Leopoldsson, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson.

 

Eftirmáli

Dómur féll í Geirfinnsmáli 22. Febrúar 1980. Þó einstaka "kverúlanti" þætti á þeim tíma að seilst væri um skör fram í að dæma menn seka án fullnægjandi gagna, ríkti einhugur með þjóðinni um að dæma skyldi. Hvatinn að þessari samstöðu íslendinga var þó fremur sá að þjóðin var langþreytt á þessu vafstri, en að fólk hefði raunverulega skilning á málatilbúnaðinum. Hafi venjulegir íslendingar dottað yfir hinni 15 klst. löngu sóknarræðu ríkissaksóknara gátu þeir varla efast um að öllum spurningum hafi þar verið svarað. Almenningur treysti einfaldlega fagmönnum til verksins. En í 20 ár hefur verið fjallað um málið í ótal blaðagreinum, bókum, útvarpsþáttum, sjónvarpsþáttum og einni heimildarmynd. Þó umfjöllun hafi á köflum verið grunn, hefur hún orðið til þess að sífellt fleirum hefur orðið ljóst að ekki var allt með felldu við afgreiðslu málsins. Ekkert nýtt hefur komið fram sem styður við niðurstöðurnar en atriðin sem varpa vafa á sekt dómþola í málinu virðast verða fleiri eftir því sem árin líða. Segja má að fæst af því séu ný gögn, fram komin eftir dóm Hæstaréttar 1980. Heldur er um að ræða atriði sem mönnum hafði yfirsést en koma í ljós við nánari athugun og samanburð á fyrirliggjandi málsskjölum. Í áranna rás hafa menn fengið tóm til að grúska í hinum fyrirliggjandi gögnum og afla nýrra. Þar sem um er að ræða yfir 10.000 bls. af skýrslum og skjölum, er "eðlilegt" að dómurum málsins hafi yfirsést eitt og annað, rétt eins og verjendum sakborninga og öðrum, enda registur málsins með afbrigðum lélegt. Einnig hafa komið fram ný gögn sem dómurum var ókunnugt um við dómsuppkvaðningu. Hið gríðarlega umfang málsins varð til þess að vankantar ríkjandi réttarkerfis nutu sín betur en nokkru sinni. Það sjá menn best eftirá, enda hafa verið gerðar verulegar breytingar síðan. Önnur afleiðing þessa ógnarlega umfangs var sú að handhægt svar við áleitnum spurningum var jafnan tiltækt: "Það er nú svo margt annað í þessu máli…"

En með gögnum á borð við greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar og úrlausn Hæstaréttar vegna endurupptökubeiðninnar er mun aðgengilegra nú en áður að öðlast heildaryfirsýn yfir málið. Á vefsíðu sem sett hefur verið upp á slóðinni er hægt að kynna sér málið. Þar er að finna nánast allt sem skrifað hefur verið um málið í íslenska prentfjölmiðla á undanförnum árum. Einnig Hæstaréttardóminn frá 1980, úrlausn Hæstaréttar frá 1997, auk málsskjala, greinargerða, og gagna af ýmsu tagi. Þannig hefur aðgengi að upplýsingum aukist, enda eru þeir ófáir, fagmenn jafnt og leikmenn sem í tímans rás hafa með aukinni þekkingu endurskoðað afstöðu sína.

Umfjöllun um Hæstaréttarmálið nr. 214/1978, Guðmundar-og Geirfinnsmál, hefur á undanförnum áratugum verið mikil og misjöfn. Þeir sem af ýmsum ástæðum virðast álíta niðurstöður málsins réttar, hafa einkum mætt gagnrýni með því að beina umræðunni að því hvort þær upplýsingar sem varpa rýrð á niðurstöður hafi legið fyrir við dómsuppkvaðningu eða ekki, fremur en að taka gagnrýnina málefnalegum tökum. Það sem vitnar best um þetta er að sjálfsögðu hin annars vandaða úrlausn Hæstaréttar frá 15. Júlí 1997.

Málflutningur "endurupptökusinna" hefur hinsvegar einkennst af óvæginni gagnrýni á störf lögreglunnar almennt. Slíkar "níhiliskar" alhæfingar eru alls ekki til þess fallnar að beina umræðunni á skynsamlegar brautir. Bent skal á að þrautreyndir og grandvarir lögreglumenn hafa ekki verið eftirbátar annara við að benda á vankanta málsins. Enda illt fyrir heila starfsstétt að liggja undir ámæli vegna afglapa örfárra manna. Við frumrannsóknina í Keflavík starfaði lítill hópur manna og sumir þeirra aldeilis engir kórdrengir. Stjórnandi frumrannsóknar Geirfinnsmáls hefur einn íslenskra lögreglumanna hlotið fangelsisdóm fyrir ólöglega handtöku og tilbúin sönnunargögn sem hann kom fyrir á vettvangi "glæpsins". Var það í máli leigubílstjóra sem sakaður var um vínsölu á suðurnesjum, eins og mörgum er í fersku minni. Menn hljóta að spyrja hvort eitthvað sé líkt með þeirri "rannsóknartækni" sem var beitt í máli leigubílstjórans og þeirri sem notuð var við teiknimyndargerðina af framkvæmdastjóranum hárprúða. Og hafi Erla fengið stuðning rannsóknarmanna til að bera sakir á þá teiknimyndarpersónu sem grunur beindist þegar að, má vera að skyldleiki sé greinanlegur með aðferðafræðinni?

Við upphaf framhaldsrannsóknar Geirfinns- og Guðmundarmáls voru aðalstarfskraftar tveir rannsóknarlögreglumenn og einn rannsóknardómari. Löngu áður en dæmt var í undirrétti höfðu komið fram verulegar athugasemdir við störf þeirra frá einum af dómurum málsins. Var dómurunum þó allt til ársins 1997 ókunnugt um að fölsuð opinber gögn höfðu verið fyrir þá lögð. Um er að ræða falsað "staðfest" endurrit úr dagbók Síðumúlafangelsis. Skv. hinu falsaða endurriti var ekkert bókað um að Sævar hafi fengið ómannúðlega meðferð. Ófölsuð staðfestir dagbókin hinsvegar að verulegu harðræði var beitt. Um þetta segir m.a. í úrlausn Hæstaréttar :

Þegar framangreind atriði eru virt í heild er ljóst að dómfelldi sætti ólögmætri meðferð í gæsluvarðhaldsvist í Síðumúlafangelsi, einkum í apríl og maí 1976, í nokkuð meiri mæli en kunnugt var um við úrlausn málsins…

Þó marga hafi rekið í rogastans við að lesa harðræðislýsingar þær sem sleppt var í endurriti úr dagbókinni, er hitt e.t.v. mikilvægara, að þetta atriði sannar að svo langt var gengið af opinberum embættismanni að falsa opinber gögn til að leyna því harðræði.

Á upphafsárum þessa máls kom fram á Íslandi nýyrðið "rannsóknarblaðamaður". Nokkrir slíkir voru mættir á blaðamannafund sem haldinn var 2. febrúar 1977. Þar kynnti þýski rannsóknarmaðurinn Karl Shütz niðurstöður rannsóknarinnar, þ.á.m. að maðurinn sem nefndur var "Leirfinnur", væri Kristján Viðar Viðarsson og að Sævar hefði einnig farið inn í Hafnarbúðina. Af því tilefni spurði rannsóknarblaðamaður nokkur hvers vegna ekkert vitni hefði þekkt þá við sakbendingar. Svar hins "pólitíska lögreglumanns", eins og Shütz kýs sjálfur að skilgreina sig í æviminningum sínum, verður lengi í minnum haft: "Þetta sýnir hve fólk gleymir miklu á stuttum tíma" var svarið. Einskis var frekar spurt af rannsóknarblaðamanninum við þetta tækifæri. En hvað skyldi hafa orðið um þennan hógværa fulltrúa íslenskrar blaðamannastéttar…?*

Tryggvi Hübner.

 

* Ritstjóri Vísis var Þorsteinn Pálsson, síðar Dóms og Kirkjumálaráðherra. 


Dómþolar voru ekki höfundar sögunnar um dráttarbrautina

Í okt. 1975, á þeim tíma sem rannsóknin á hvarfi Geirfinns Einarssonar lá að mestu niðri, barst rannsóknaraðilum til eyrna að maður nokkur hefði sagt frá því að hann hefði verið staddur í dráttarbraut Keflavíkur að kveldi 19. nóv 1974 ásamt Geirfinni og fleiri mönnum. Maður þessi verður ekki nafngreindur hér öðruvísi en G.A. Hann var tekinn til yfirheyrslu eftir að börn mannsins bentu lögreglunni á að hann hefði sagt þeim af þessari reynslu sinni. Í fyrstu skýrslu mannsins 23. okt 1975 kemur fram að G.A, sem hafði átt við áfengisvanda að stríða, hafði verið undir áhrifum áfengis er hann sagði tveimur börnum sínum sem bæði voru fullorðið fólk, frá atburðarás kvöldsins 19. nóv 1974. Um hafi verið að ræða ölvunarraus og enginn fótur fyrir frásögninni. Frásögnin var í stórum dráttum á þá leið að G.A. fór á sendibifreið frá Reykjavík til Keflavíkur, hitti þar Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og fleiri menn (ekki nafngreindir). Þeir ætluðu að hitta Geirfinn í Hafnarbúðinni en komu of seint og misstu af Geirfinni. Að sögn G.A. fór Magnús inn í Hafnarbúðina og hringdi í Geirfinn. Geirfinnur kom aftur og síðan var ekið á tveimur bifreiðum niður í dráttarbraut Keflavíkur. Þaðan fóru G.A. og Geirfinnur á bát út fyrir höfnina og Geirfinnur kafaði eftir áfengi sem þar hafði verið hent útbyrðis úr flutningaskipi. Þeir fóru tvær ferðir, sóttu smyglið en í þriðju ferðinni kom eitthvað fyrir og Geirfinnur kom ekki upp eftir köfunina. G.A. beið drykklanga stund en sneri síðan til lands einn. Smyglinu var hlaðið í sendiferðabifreiðina og aðra bifreið sem þar var einnig til taks. Smyglinu var síðan ekið til Reykjavíkur. G.A. tók fram að hann hefði tekið þátt í slíkum leiðangri áður og fengið greiddar kr. 70.000- fyrir.

Ekki verður því haldið fram hér að þessi saga G.A. eigi við rök að styðjast. En með tilliti til þess að þessi frásögn kemur fram 23.okt 1975 -þremur mánuðum áður en fyrsta skýrsla dómþola í Geirfinnsmáli kemur fram, verður að teljast einkennilegt samræmi sem þarna myndast. Hvergi fyrr í frumrannsókn málsins höfðu komið fram vísbendingar um að dráttarbrautin í Keflavík væri vettvangur meints glæps. Og auk staðsetningarinnar eru fjölmörg atriði stór og smá í frásögn G.A. sem koma heim og saman við hinar ýmsu skýrslur sem dómþolar skrifuðu undir á vormánuðum 1976 og héldust sum hver alla leið í gegn um dóm Hæstaréttar 1980. Helstu sameiginleg atriði með frásögn G.A. og dómi Hæstaréttar eru eftirfarandi:

1. Ferð úr Reykjavík til Keflavíkur

2. Tvær bifreiðar eru notaðar í báðum sögunum, sendiferðabifreið og fólksbifreið.

3. Spírasmygl – spíraviðskipti með þátttöku Geirfinns.

4. Klúbbmenn eru nefndir. (Fyrst nefndir af G.A. en ekki af dómþolum.)

5. Dráttarbraut Keflavíkur er sögð vettvangur atburðanna.

6. Jafn stór hópur manna er í dráttarbrautinni í báðum sögunum. Auk Geirfinns og klúbbmannanna Magnúsar og Sigurbjörns segir G.A. tvo aðra hafa verið með sér.

7. Upphæðin sem G.A. segist hafa fengið greidda: kr. 70.000.00- er sú sama og Sævar á að hafa boðið Geirfinni fyrir áfengi.

Sé saga G.A. hinsvegar borin saman við fyrstu framburði Sævars og Erlu aukast líkindin enn því þá er bátsferðin einnig inni í myndinni, og atburðarásin er að mestu leyti á sama veg. Að þessu athuguðu hljóta ýmsar spurningar að vakna. Til dæmis: Hvernig gátu frumrannsakendur málsins fundið umgjörð og vettvang glæpsins án þess að hafa aðgang að vitnum eða vísbendingum öðrum en ölóðum manni sem hvergi kom

nærri ? Möguleikarnir eru 3:

Tilviljun, sem er hin opinbera skýring þar til annað kemur í ljós.
Sakborningar hafi áður en þau voru handtekin komist yfir frumrannsóknargögn, kynnt sér þau og síðan vísvitandi hagað frásögn sinni til samræmis við frásögn G.A.
Rannsóknaraðilar hafi lagt sakborningum til vettvanginn. -Skýring dómfelldu.
Ennfremur mætti spyrja hver líkindin séu fyrir því að maður sem í ölæði nefnir fyrir tilviljun "réttan" vettvang glæpsins fyrstur manna, skuli einnig fyrir tilviljun nefna sömu upphæð og varð í niðurstöðu Hæstaréttar tilefni átakanna, auk annara atriða stórra og smárra. Hvernig svo sem þetta er túlkað er ljóst að sagan um Keflavíkurferðina og þátttöku "Klúbbmanna" í henni, var til áður en dómþolar, þau Erla, Sævar og Kristján höfðu sagt orð um Geirfinnsmál. Sé fótur fyrir sögunni verður það að teljast ein af hinum fjölmörgu furðulegu tilviljunum í þessu risavaxna sakamáli að G.A. skyldi geta sagt söguna "fyrirfram" með slíkri nákvæmni.

Þann 17.feb. 1976 tekur rannsóknarlögreglumaðurinn Eggert N. Bjarnason stutta skýrslu af G.A. Þar staðfestir G.A. að hann hafi sagt þessa sögu við yfirheyrslu í okt. 1975, 3 mánuðum áður en dómþolar segja söguna. Ætla mætti að rannsóknarlögreglumanninum hafi verið allnokkuð brugðið er hann gerir sér grein fyrir því að saga sú sem toguð hafði verið upp úr dómþolum í löngum og ströngum yfirheyrslum, var til, nánast í öllum smáatriðum í þá u.þ.b. 4 mánaða gamalli skýrslu frá manni sem einungis hafði rausað þetta í ölæði. Ekki varð þó þessi uppgötvun tilefni til neinna sérstakra aðgerða að hálfu rannsóknaraðila.

Dómþolar hafa allir, við ýmis tækifæri haldið því fram að þeim hafi verið lögð til sagan áður en þau gáfu fyrstu skýrslur í málinu. Hverjum og einum skal látið eftir að meta hvort af framansögðu megi finna stuðning við þann framburð dómþola.


23. okt 1972

Ragnar Aðalsteinsson segir í greinargerð sinni:

" Minna verður hér á stórfellda gagnrýni Hallvarðs Einvarðssonar, þá aðalfulltrúa saksóknara ríkisins, í garð dómsmálaráðuneytis árið 1972, er svonefnd Klúbbmál komu uppá yfirborðið. Lögreglustjóri lokaði Klúbbnum eftir að aðalfulltrúinn hafði snúið sér til hans og byggðist lokunin á heimild í áfengislögum, en var ekki rannsóknarúrræði skv. lögum um meðferð opinberra mála. Taldi aðalfulltrúi að allsendis óviðeigandi væri að hafa veitingahúsið opið frá sjónarmiði almennrar réttarvörslu. Fáeinum dögum síðar var ákvörðun lögreglustjóra felld niður að tilhlutan dómsmálaráðherra og ritaði aðalfulltrúinn skýrslu og umsögn um málið 23. okt. 1972. Taldi hann, að niðurfelling dómsmálaráðuneytis á banni lögreglustjóra væri "allsendis ótímabær og ástæðulaus og ekki studd almennum opinberum réttarvörsluhagsmunum."

Til þessara átaka er að rekja sífelldan grun rannsóknarmanna á svonefndum Klúbbmönnum á þessum árum og tilhneigingu þeirra til að tengja grunsamlega atburði við Klúbbinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband