Hugmynd Hæstaréttar

Asimov

27.september 2018:

5 menn voru í Hæstarétti sýknaðir af aðild að svokölluðu Guðmundar-og Geirfinnsmáli.

Beiðni um endurupptöku á dómum vegna rangra sakargifta er hafnað.

Hugmynd Hæstaréttar Íslands um málið virðist því vera eftirfarandi: 

Maður hverfur í Keflavík. 19 ára gamlir krakkar lesa um mannshvarfið í fjölmiðlum eins og aðrir. En sinna  að öðru leyti  sínum daglegu hugðarefnum og hversdagslegu heimilishaldi eins og gengur og gerist. Fylgjast af áhuga með íslenskri kvikmyndagerð, fara í bíltúr og skreppa í bíó einstaka sinnum, taka mömmu stundum með. En samkvæmt sýknudómi Hæstaréttar, sem nú er komin fram, héldu þau engu að síður fund með manni, jafnaldra sínum,á kaffihúsinu Mokka. Þar tóku þau saman ráð sín um að ef þau yrðu einhverntíma handtekin vegna þessa mannshvarfs sem þau komu hvergi nærri og höfðu engar hugmyndir um fremur en aðrir, þá skyldu þau bera sakir á fjóra menn en játa þó jafnframt sakir á sig sjálf. Einn fundargesta skyldi þó í byrjun aðeins nefna einn af fjórmenningunum, og stúlkan í hópnum skyldi aðeins nefna þrjá. Þessi áætlun skyldi framkvæmd af þeim öllum í einu, 43 dögum eftir að þau yrðu handtekin og sett í einangrun.     

Annaðhvort trúum við þessu, eða við endurupptökum einnig dóm vegna rangra sakargifta og finnum haldbetri skýringar á tilurð þeirra.

TH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er sorglegt að ekki skuli hafa verið tekið á röngum sakargiftum, sem þvingaðar voru fram af sama offorsi og játningarnar á sínum tíma. Sennilega ráða þar einhverjar lagaflækjur ferðinni. Vonandi tekst að vinda ofan af því með sama hætti og sýknudómurinn fól í sér.  

 Vegferðinni er hvergi nærri lokið. Lög um Hæstarétt leyfa sennilega ekki að hann eigi frumkvæði að einu eða neinu, er kemur að innri rannsókn á sjálfum sér, en spurning hvort Ríkið geti ekki með einhverju móti séð til þess að þessu máli ljúki á mannlegum nótum og hafi um það eitthvað frumkvæði. Viðbrögð núverandi stjórnar við dómnum hafa í það minnsta verið auðmjúk, snörp og göfugmannleg, miðað við aðstæður. Vonandi fylgir hugur máli, til enda.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.9.2018 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband