Nokkrar tilvitnanir

"Ég segi ţađ fyrir mig persónulega ađ mér urđu mikil vonbrigđi ađ Hćstiréttur skyldi ekki séđ sig geta haft lagaskilyrđi til ađ taka Geirfinnsmáliđ upp á nýjan leik. Ég hef fyrir mitt leyti kynnt mér ţetta mál rćkilega í gegnum tíđina og tel ađ ţar hafi mönnum orđiđ á í messu í stórkostlegum mćli á nánast öllum stigum málsins. Reyndar tek ég undir međ hćstv. dómsmrh. ađ slíkir hlutir gćtu ekki gerst í dag eins og ţarna gerđust. En ţeir gerđust. Ég held ađ ţó ađ ţađ hefđi veriđ mjög sársaukafullt fyrir íslenska dómstólakerfiđ, ţá hefđi ţađ veriđ gott og nauđsynlegt, hundahreinsun fyrir okkur ef nota má ţađ óvirđulegt orđ, ađ fara í gegnum ţađ mál allt og međ hvađa hćtti ţađ var unniđ. Ţeir sem hafa kynnt sér ţađ mál rćkilega geta ekki annađ en sagt ađ ţar var víđa pottur brotinn."

Davíđ Oddsson 

 

"mér hefur veriđ faliđ
ađ flytja yđur ţessi tíđindi
án ţess ég ćtli sjálfum mér
ađ uppskeru nein fríđindi
ég hef veriđ hér ég hef villst ţar
og jafnvel víđar
ţađ var enginn ekki neinn
ţessa nótt á dráttarbrautinni
né heldur síđar"

Megas

 

"Ţađ er hagsmunamál okkar allra ađ ađ hreinsađ verđi til í ţví réttarkerfi sem nú hefur reynst vera í senn svo feyskiđ og ţó svo rammlega víggirt, og kórdrengjunum verđi úthýst úr ţeirri fermingarveislu sem er í raun lokiđ í hugum allra annara en ţeirra sjálfra. En hvort heldur formlegt réttlćti nćst fram eđur ei, ţá mun framtíđin fella sinn dóm og sá verđur harđur."

Illugi Jökulsson

 

"Í raun og veru hefur aldrei veriđ sannađ međ óyggjandi hćtti ađ nein glćpaverk hafi veriđ unnin viđ hvarf ţessara tveggja manna. Fjöldi fólks hefur horfiđ á undanförnum áratugum á Íslandi án ţess ađ skýringar hafi fundist. Mér finnst eins standa á um ţessa tvo menn."

Jón Steinar Gunnlaugsson

 

"Ţegar háttsettir embćttismenn bregđast svo hrapalega sem Hćstiréttur gerđi í ţessu máli og er síđan umbunađ af vinum sínum í lögmannafélaginu međ tuttugu prósenta launahćkkun, ţá ber íslenskum almenningi ađ láta í sér heyra."

Sigursteinn Másson

 

"Gallinn viđ Geirfinns- og Guđmundarmálin er sá, ađ ţau eru enn óupplýst. Ég er áreiđanlega ekki einn um ţá skođun, ađ ţađ nćgi varla til sakfella menn fyrir morđ, ađ fyrir liggi játning ţeirra, sem ţeir hafa síđan tekiđ aftur, en hvort tveggja vantar, líkiđ af hinum myrta og einhver skiljanleg ástćđa til verknađarins. Ţađ hefur aldrei tekist ađ sanna, ađ ţeir Geirfinnur og Guđmundur hafi í raun veriđ myrtir. Fólk hverfur, án ţess ađ ţađ hafi veriđ myrt."

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

 

"Endurupptökumáliđ snýst ekki bara um endurupptöku. Ţađ snýst ekki bara um ţađ hvort saklaust fólk hafi veriđ dćmt. Ef horft er ađeins lengra fram kemur í ljós ađ ţetta mál snýst jafnframt um "starfsheiđur" ţeirra manna sem unnu ađ rannsókninni og dćmdu í málinu."

Jón Daníelsson

 

"Einangrun óráđleg lengur en 3 - 4 vikur"

Ólafur Ólafsson  Landlćknir

 

"Hann var hafđur í hámarkseinangrun í tvö ár. Ljós var látiđ loga í klefanum allan sólarhringinn, vikum saman. Haldiđ var vöku fyrir honum međ háreysti og ryskingum. Honum var meinađ um útivist og sviptur tóbaki, lesefni og skriffćrum mánuđum saman. Tvívegis var hann hafđur í fótjárnum í sex vikur alls og í níu mánuđi ţurfti hann ađ vera án sćngurfatnađar. Hann var hafđur á sterkum lyfjum, ţunglyndis- og vöđvaslakandi án ţess ađ gangast undir lćknisskođun sérfrćđings. Ţegar hann losnađi úr einangruninni var hann ţví sem nćst mállaus sökum fásinnis. (-) Hćstiréttur Íslands lét hafa sig í ţađ ađ flokka slíka međhöndlun ekki undir harđrćđi."

Guđmundur Jónasson

 

"Kom sannleikur málsins nokkurn tíma í ljós?
Ein leiđin til ađ svara ţeirri spurningu er ađ setja sig í spor dómaranna og líta á
málsgögnin hlutlausum augum."

Guđmundur Einarsson

 

 

"Ţótt snćrisţjófur frá Akranesi hafi ađ lokum veriđ sýknađur af gamalli ákćru yfirvalds um ađ myrđa böđul Sívert Snorresen, kallađur frjáls mađur og sendur aftur til Íslands, eru ekki allir sýknađir í Hćstarétti. Og ţađ er eđlilegt. Hitt er jafneđlilegt og hlýtur ađ vera hluti af réttindum ţegnanna, ađ óháđur ađili kveđi upp dóm, ef um dómstól er ađ rćđa, eđa taki stjórnvaldsákvörđun ef um stjórnvald er ađ rćđa, um ţađ hvort efni séu til ađ endurupptaka mál eđur ei, og ekki síst ađ dómendur séu alltaf dómendur en ekki stundum stjórnvald."

Baldvin Björn Haraldsson

 

 

"Ţegar máliđ kom fyrir Sakadóm og síđar Hćstarétt vađ ţađ löngu hćtt ađ vera venjulegt sakamál sem snerist um sannanlega sekt sakborninga. Ef sakborningar hefđu fengiđ ađ njóta ţess mikla vafa sem leikur á sekt ţeirra og skort á sönnunum hefđu dómarnir í raun fellt ćgi ţungan dóm yfir íslensku réttarkerfi."


Gunnar Smári Egilsson

 

 

"Mađur líttu ţér nćr... Og skammist ykkar svo til ađ taka mál 214 upp aftur svo hreinsa megi ţá einstaklinga sem ţar voru bornir röngum sökum og ţjóđina alla af ţeirri svívirđu sem Guđmundar-og Geirfinnsmálin voru í heild sinni."

Hjörtur Howser

 

 

"Dćmt af fullkomnum vanefnum"

Ţorsteinn Antonsson

 

 

"Menn hafa játađ til ađ komast úr gćsluvarđhaldi"

 Gísli Guđjónsson réttarsálfrćđingur

 

 

"Dómur féll í Geirfinnsmáli 22. Febrúar 1980. Ţó einstaka "kverúlanti" ţćtti á ţeim tíma ađ seilst vćri um skör fram í ađ dćma menn seka án fullnćgjandi gagna, ríkti einhugur međ ţjóđinni um ađ dćma skyldi. Hvatinn ađ ţessari samstöđu íslendinga var ţó fremur sá ađ ţjóđin var langţreytt á ţessu vafstri, en ađ fólk hefđi raunverulega skilning á málatilbúnađinum. Hafi venjulegir íslendingar dottađ yfir hinni 15 klst. löngu sóknarrćđu ríkissaksóknara gátu ţeir varla efast um ađ öllum spurningum hafi ţar veriđ svarađ.  Almenningur treysti einfaldlega fagmönnum til verksins."

Tryggvi Hübner


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ásbjörnsson

Ţorgeir heitinn Ţorgeirson rithöfundur orđađi ţetta ţannig.  Ţessir krakkar voru dćmdir á líkum, - sem aldrei fundust.

Sigurđur Ásbjörnsson, 24.9.2008 kl. 08:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband