Var jarđađ eđa skírt ?

Um ţćr mundir sem endurupptökubeiđni SMC var tekin fyrir af Hćstarétti heyrđust fljótlega ţćr raddir ađ Hćstiréttur Íslands kćmi fram sem stjórnvald í ţessu máli. Um yrđi ađ rćđa stjórnvaldsákvörđun en ekki dómsathöfn. Engar raddir heyrđust mćla ţessu fyrirkomulagi bót, hins vegar fylgdi gagnrýni ţeirri sem fram kom á ţetta ţćr upplýsingar ađ ađeins tvö Evrópuríki: Ísland og Tyrkland byggju viđ slíkt fyrirkomulag. Minnst var á ţetta m.a. í umrćđuţćttinum "Undir sönnunarbyrđinni" í ríkissjónvarpinu og mátti ţar heyra á dómsmálaráđherra, Ţorsteini Pálssyni ađ hann áliti ađ ţetta ríkjandi fyrirkomulag ţarfnađist etv. endurskođunar. Lögfrćđingar tjáđu sig um ţetta í fjölmiđlum, t.d. skrifađi Baldvin Haraldsson grein í Mbl: "Réttindi ţegnanna og ćđri stjórnvöld"Ţađ sem allir virtust hinsvegar vissir um; lögfrćđingar, frćđimenn og Dómsmálaráđherra var: Ađ ţetta vćri stjórnvaldsákvörđun.Ţađ ţótti ţví óneitanlega nokkur tíđindi ţegar, í lok sept.1997, u.ţ.b. 3 mánuđum eftir ađ HR skilađi úrlausninni, barst talsmanni SMC bréf frá forseta Hćstaréttar, ţess efnis ađ um hefđi veriđ ađ rćđa dómsákvörđun en ekki stjórnsýsluákvörđun. Ţađ er vissulega utan ţekkingarsviđs ţess leikmanns sem hér ritar, ađ útskýra til neinnar hlítar mun á stjórnvaldsákvörđun og dómsákvörđun. Ţađ er ţó ljóst ađ gagnvart ţeim sem endurupptöku óskar er munurinn m.a. sá, ađ ákvörđun stjórnvalds má kćra til umbođsmanns Alţingis en dómsákvörđun Hćstaréttar er endanleg og verđur ekki áfrýjađ, amk. ekki innanlands. Grein Ragnars Halldórs Hall í Úlfljóti 3.tlbl. nefnist "Er ţörf á breytingu efnisreglna laga um heimildir til endurupptöku dćmdra opinberra mála" Í greininni kemst Ragnar ađ ţeirri niđurstöđu ađ svo geti veriđ og segir: "Ég er hins vegar ţeirrar skođunar ađ rétt sé ađ huga ađ ţví, hvort ástćđa sé til ađ breyta reglum um međferđ endurupptökubeiđna. Ţar á ég viđ, hvort rétt kunni ađ vera ađ leysa úr endurupptökukröfu međ dómi í stađ ţess ađ fjalla um hana sem stjórnsýsluákvörđun"Međ ţessum ummćlum Ragnars Hall virđist ljóst ađ hann álítur enn eftir ađ úrlausn HR liggur fyrir ađ um hafi veriđ ađ rćđa stjórnvaldsákvörđun. Ţar sem í ljós kom međ bréfi forseta Hćstaréttar til talsmanns SMC í septemberlok ađ svo var ekki vaknar í huga leikmanns spurningin: Var međferđ málsins fyrir Hćstarétti ekki í samrćmi viđ efnisreglur laga um heimildir til endurupptöku dćmdra opinberra mála? Skv. ummćlum Ragnars Hall virđist svo ekki vera. Eins og bent hefur veriđ á hafa ýmsir lögfróđir menn tjáđ sig um ţetta atriđi. Ţađ hafa einnig ýmsir leikmenn gert. Haft er eftir einum slíkum: "Biskup jarđsöng mann viđ hátíđlega athöfn. Á fremsta bekk í kirkjunni sátu ráđherra kirkjumála, prestar og sérfrćđingar í kirkjulegum athöfnum og fylgdust međ í andagt sem og almenningur á aftari bekkjum. Ţremur mánuđum síđar barst bréf frá biskupnum, ţess efnis ađ í raun hefđi ekki veriđ um ađ rćđa útför mannsins, heldur hafi í raun veriđ um skírnarathöfn ađ rćđa, mađurinn veriđ skírđur Jón. T.H.Í grein sinni í Úlfljóti segir Ragnar Ađalsteinsson m.a:"Um međferđ málsins fyrir Hćstarétti og niđurstöđu Hćstaréttar er ţađ ađ segja ađ augljóslega var ekki um dómsmeđferđ ađ rćđa í ţeim skilningi sem lagt er í ţađ hugtak nú. Sjö manna nefnd var faliđ ađ fara međ máliđ, skipuđ sex dómurum Hćstaréttar og einum hérađsdómara. Beiđni SMC var ađeins tekin fyrir á einum stuttum bókuđum fundi ţessara sjö nefndarmanna, er 250 blađsíđna löng úrlausnin var lögđ fram og samţykkt sem úrlausn en ekki dómur. Ţar af leiđandi er ekki vitađ hvernig haldiđ var á málinu fram ađ ţví og hverjir tóku ţátt í málsmeđferđinni á hverjum tíma. Hćstiréttur fjallađi ekki um ţađ sjónarmiđ, ađ SMC ćtti rétt á málsmeđferđ fyrir dómi, en ekki stjórnvaldi. Hćstiréttur fór međ máliđ sem stjórnvald, en braut jafnframt margar af meginreglum stjórnsýsluréttarins, svo sem rannsóknarregluna. Nefndarmennirnir sjö virđast ţví hvorki hafa gćtt sjónarmiđa réttarfars né stjórnsýslureglna. Hćstiréttur skipađi SMC talsmann en ekki verjanda viđ međferđ málsins. Dómsmálaráđherra fól settum ríkissaksóknara ađ fara međ máliđ af ákćruvaldsins hálfu. Sá meinađi talsmanni SMC um ađgang ađ ţeim gögnum sem voru í fórum ríkissaksóknara á ţeim forsendum m.a. ađ óljóst vćri hver stađa talsmannsins vćri í málinu. Settur ríkissaksóknari tók ekki ađ sér sjálfstćtt né í samvinnu viđ talsmann ađ afla gagna til ađ leiđa í ljós m.a. ţau atriđi sem horfđu SMC til sýknu eins og honum ber ađ gera viđ rannsókn máls og međferđ fyrir dómi skv. 31.gr. laga nr.19/1991 heldur skildi hlutverk sitt ţannig ađ hann ćtti ađ verja ţá međferđ og ţá úrlausn sem fyrir lá viđ upphaf endurupptökumeđferđar." 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband