1.533 dagar

„Sett­ur sak­sókn­ari í Guđmund­ar- og Geirfinns­mál­inu hef­ur fariđ fram á ađ sak­born­ing­ar í ţessu máli sem skók ís­lensku ţjóđina árum sam­an, verđi sýknađir. Ég vona ađ ţađ verđi niđurstađan.

Ekki ađ ég geti tal­ist neinn sér­frćđing­ur í ţessu máli. Ég var nýorđinn sjö ára ţegar Guđmund­ur Ein­ars­son hvarf og rétt ađ verđa átta ára ţegar síđast sást til Geirfinns.

Ég var ný­fermd­ur ţegar sex­menn­ing­arn­ir voru dćmd­ir í Hćsta­rétti og 28 ára ţegar Sćv­ar Ciesi­elski fór fram á end­urupp­töku máls­ins. Ég var 45 ára ţegar hann lést.

Alla ćvi hef­ur ţetta mál fylgt mér og alltaf hafa komiđ upp frétt­ir af ţví sem hafa hreyft viđ mér. Sjálf­ur hef ég, eins og flest­ir blađamenn, átt tíma­bil ţar sem ég hef orđiđ gagn­tek­inn af ţessu máli. Ég hef lesiđ málskjöl­in og allt sem ég hef kom­ist yfir um ţađ. Og alltaf hef ég fundiđ af ţví sömu ólykt­ina.

Mín kyn­slóđ og ţćr sem á eft­ir mér koma skilja ekki hvernig hćgt var ađ reka mál svona. Eng­ar sann­an­ir, ekk­ert lík, ekk­ert vopn og eng­in vitni. Harđrćđi, ómann­eskju­leg ein­angr­un­ar­vist og ótrú­lega langt gćslu­v­arđhald. Ţvingađar játn­ing­ar.

Ég hitti Sćv­ar nokkr­um sinn­um og reynd­ar fleiri sak­born­inga. Ţau voru orđin ţreytt á ađ halda fram sak­leysi sínu og ţreytt á ađ eng­inn vildi hlusta á ţau. Ţetta mál var eins og óţćgi­leg uppá­koma sem átti bara ađ sópa und­ir teppiđ og gleyma.

Ég hef hitt fólk sem er sann­fćrt um sekt sex­menn­ing­anna. Sann­fćrt á ţeim for­send­um ađ ţetta „hafi nú ekki veriđ merki­leg­ir papp­ír­ar“. En fyrst og fremst blindađ af ţörf­inni í ís­lensku ţjóđfé­lagi fyr­ir ađ finna sak­born­inga. Blindađ af rann­sókn sem var rek­in áfram međ fyr­ir­fram gef­inni niđur­stöđu á ógeđsleg­an hátt. Og knú­in áfram af síđdeg­is­blöđunum sem tóku öllu feg­ins hendi frá lög­regl­unni og rann­sak­end­um.

Ţađ sést vel ţegar mađur renn­ir í gegn­um blöđin á ţess­um tíma og sér tón­inn í um­fjöll­un um sak­born­inga. Sann­fćr­ing­una um ađ ţeir hafi gert ţetta og gleđina ţegar ţeir voru loks dćmd­ir. Ţađ er erfitt ađ finna í ţess­um frétt­um gagn­rýni á rann­sókn­ina eđa óţarf­lega og ómannúđlega langt gćslu­v­arđhald. Hún átti ekki hljóm­grunn á ţess­um tíma.

Sćv­ar Marinó Ciesi­elski sat í gćslu­v­arđhaldi í 1.533 daga. Ţar af í ein­angr­un í tćp tvö ár. Hon­um var haldiđ vak­andi, hann hrćdd­ur og pyntađur. Tryggvi Rún­ar sat degi skem­ur í gćslu­v­arđhaldi og Kristján Viđar í 1.522 daga. Ţađ er nán­ast ómögu­legt ađ setja ţetta í sam­hengi. Tími Sćv­ars er vel á fimmta ár. Hann var heil fram­halds­skóla­ganga og rúm­lega ţađ. Hann var tím­inn frá fyrstu koppa­ferđ barns ţar til ţađ byrj­ar í skóla. Ţađ er eng­in leiđ ađ ná utan um hvernig svona gat gerst. Og gleym­um ţví ekki ađ ţetta voru krakk­ar um tví­tugt ţegar ţetta byrjađi sem máttu sćta harđrćđi í mörg ár.

Sam­tals sátu sex­menn­ing­arn­ir í gćslu­v­arđhaldi í tćp sautján ár. Ţá tók viđ fang­elsis­vist­in eft­ir dóm og svo bar­átt­an utan múr­anna sem dćmd­ir morđing­ar. Ţađ hef­ur veriđ ţung­ur kross ađ bera.

Ég veit ekki hver myrti Guđmund og Geirfinn. Ég veit ekki einu sinni hvort ţeir voru myrt­ir og lík­lega mun­um viđ aldrei kom­ast ađ ţví sanna. En ţetta mál hef­ur nógu lengi veriđ til skamm­ar fyr­ir okk­ur sem ţjóđ og legiđ á okk­ur í 44 ár. Ţađ er kom­inn tími til ađ ljúka ţví.“

Logi Bergmann


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af sex og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband