1.533 dagar
Fimmtudagur, 6. september 2018
Settur saksóknari í Guđmundar- og Geirfinnsmálinu hefur fariđ fram á ađ sakborningar í ţessu máli sem skók íslensku ţjóđina árum saman, verđi sýknađir. Ég vona ađ ţađ verđi niđurstađan.
Ekki ađ ég geti talist neinn sérfrćđingur í ţessu máli. Ég var nýorđinn sjö ára ţegar Guđmundur Einarsson hvarf og rétt ađ verđa átta ára ţegar síđast sást til Geirfinns.
Ég var nýfermdur ţegar sexmenningarnir voru dćmdir í Hćstarétti og 28 ára ţegar Sćvar Ciesielski fór fram á endurupptöku málsins. Ég var 45 ára ţegar hann lést.
Alla ćvi hefur ţetta mál fylgt mér og alltaf hafa komiđ upp fréttir af ţví sem hafa hreyft viđ mér. Sjálfur hef ég, eins og flestir blađamenn, átt tímabil ţar sem ég hef orđiđ gagntekinn af ţessu máli. Ég hef lesiđ málskjölin og allt sem ég hef komist yfir um ţađ. Og alltaf hef ég fundiđ af ţví sömu ólyktina.
Mín kynslóđ og ţćr sem á eftir mér koma skilja ekki hvernig hćgt var ađ reka mál svona. Engar sannanir, ekkert lík, ekkert vopn og engin vitni. Harđrćđi, ómanneskjuleg einangrunarvist og ótrúlega langt gćsluvarđhald. Ţvingađar játningar.
Ég hitti Sćvar nokkrum sinnum og reyndar fleiri sakborninga. Ţau voru orđin ţreytt á ađ halda fram sakleysi sínu og ţreytt á ađ enginn vildi hlusta á ţau. Ţetta mál var eins og óţćgileg uppákoma sem átti bara ađ sópa undir teppiđ og gleyma.
Ég hef hitt fólk sem er sannfćrt um sekt sexmenninganna. Sannfćrt á ţeim forsendum ađ ţetta hafi nú ekki veriđ merkilegir pappírar. En fyrst og fremst blindađ af ţörfinni í íslensku ţjóđfélagi fyrir ađ finna sakborninga. Blindađ af rannsókn sem var rekin áfram međ fyrirfram gefinni niđurstöđu á ógeđslegan hátt. Og knúin áfram af síđdegisblöđunum sem tóku öllu fegins hendi frá lögreglunni og rannsakendum.
Ţađ sést vel ţegar mađur rennir í gegnum blöđin á ţessum tíma og sér tóninn í umfjöllun um sakborninga. Sannfćringuna um ađ ţeir hafi gert ţetta og gleđina ţegar ţeir voru loks dćmdir. Ţađ er erfitt ađ finna í ţessum fréttum gagnrýni á rannsóknina eđa óţarflega og ómannúđlega langt gćsluvarđhald. Hún átti ekki hljómgrunn á ţessum tíma.
Sćvar Marinó Ciesielski sat í gćsluvarđhaldi í 1.533 daga. Ţar af í einangrun í tćp tvö ár. Honum var haldiđ vakandi, hann hrćddur og pyntađur. Tryggvi Rúnar sat degi skemur í gćsluvarđhaldi og Kristján Viđar í 1.522 daga. Ţađ er nánast ómögulegt ađ setja ţetta í samhengi. Tími Sćvars er vel á fimmta ár. Hann var heil framhaldsskólaganga og rúmlega ţađ. Hann var tíminn frá fyrstu koppaferđ barns ţar til ţađ byrjar í skóla. Ţađ er engin leiđ ađ ná utan um hvernig svona gat gerst. Og gleymum ţví ekki ađ ţetta voru krakkar um tvítugt ţegar ţetta byrjađi sem máttu sćta harđrćđi í mörg ár.
Samtals sátu sexmenningarnir í gćsluvarđhaldi í tćp sautján ár. Ţá tók viđ fangelsisvistin eftir dóm og svo baráttan utan múranna sem dćmdir morđingar. Ţađ hefur veriđ ţungur kross ađ bera.
Ég veit ekki hver myrti Guđmund og Geirfinn. Ég veit ekki einu sinni hvort ţeir voru myrtir og líklega munum viđ aldrei komast ađ ţví sanna. En ţetta mál hefur nógu lengi veriđ til skammar fyrir okkur sem ţjóđ og legiđ á okkur í 44 ár. Ţađ er kominn tími til ađ ljúka ţví.
Logi Bergmann
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ţú ert innskráđ(ur) sem .
Innskráning