Erla Bolladóttir

 

Erla, góđa Erla - ráđvillt stelpa eđa kaldrifjađ glćpakvendi?

 

EB

Nafn Erlu Bolladóttur tengist umdeildasta sakamáli Íslandssögunnar sem hefur heltekiđ ţjóđina áratugum saman. Ýmsar sögusagnir hafa gengiđ um hver vćri hinn raunverulegi sannleikur í Guđmundar- og Geirfinnsmálinu en enginn virđist hafa komiđ til botns í ţví. Sögusagnirnar ganga enn.

Erla var bendluđ viđ ţetta flókna og dularfulla mál en henni var haldiđ heillengi í yfirheyrslum, ţar til hún vissi ekki sjálf muninn á sínum vitnisburđi og ţess sem hún var sökuđ um. Var hún ţjófur, dópisti, Júdas, morđingi? Eđa var hún ráđvillt stelpa sem leiđst hafđi á glapstigu, og sagđi hvađ sem var til ađ fá aftur ađ vera međ barninu sínu?

Erla, góđa Erla er sjálfsćvisaga og uppgjör Erlu Bolladóttur en tvítug ađ aldri var hún umtalađasta og fyrirlitnasta kona landsins. Óli blađasali kallađi nafn hennar í Austurstrćti og mynd af henni birtist á forsíđum dagblađanna. Dimmur skuggi Guđmundar- og Geirfinnsmálsins vofđi yfir henni hvar sem hún fór og dró hana ađ lokum niđur í hyldýpi eymdarinnar hinum megin á hnettinum.

En hver er ţessi umtalađa kona? Í bókinni kynnast lesendur bakgrunni Erlu og uppvexti, ađdraganda sakamálsins og eftirköstum; um ćsku, afbrot og móđurhlutverk. Saga hennar spannar ţrjár heimsálfur – Erla gat ekki hafst viđ hér á landi. Henni tókst ađ gera upp viđ sjálfa sig, horfast í augu viđ eigin bresti og snúa viđ blađinu en ţađ er ekki fyrr en nú sem hún er tilbúin ađ hrista af sér skugga fortíđarinnar og segja sögu sína.

Ţetta er saga um örvćntingu og vonir. Von til ţess ađ ţekkja sjálfan sig og lifa farsćlu lífi. Ennfremur er ţetta saga um leit ađ réttlćti. Bókina tileinkar Erla dćtrum sínum ţremur ţar sem hún segir: „Ég á mér ţá ósk ađ ţeirra bíđi samfélag sem beri gćfu til ađ ţroska međ sér skilning á merkingu hugtaksins réttlćti.“


 Vaka-Helgafell gefur út.

Viđtal viđ EB í Kastljósi 02.11.08:

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?date-from=2008-11-02


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđni Már Henningsson

Ţessa bók ćtla ég ađ lesa...

Guđni Már Henningsson, 9.11.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Les ţessa, auđvitađ.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 14:38

3 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Erla Bolladóttir er kjarnakona. Einn svartasti blettur á annars vel blettóttri réttarfarssögu lýđveldisins eru rannsóknin, réttarhöldin og dómarnir í hinum svokölluđu Geirfinns og Guđmundar málum. Ekkert afsakar ţann réttarglćp, ekkert annađ en endurupptaka málsins og í framhaldi sakaruppgjöf blásaklauss fólks bćtir ađ einhverju leyti fyrir ţann glćp.

Pálmi Gunnarsson

Pálmi Gunnarsson, 9.11.2008 kl. 23:20

4 identicon

Ég las ţessa bók í vikunni og var algerlega gáttuđ á ađferđum rannsóknarmanna í öllu ferlinu. Ţađ var ekki ađeins brotiđ á henni og hinum á allan mögulegan hátt heldur var hún leidd áfram í yfirheyrslum međ lygum og vísbendingum sem síđan var spunniđ úr ţar til hún trúđi sjálf ađ hún hefđi framiđ ţessa glćpi. Ţađ er margt sem kemur ţarna fram sem ég vissi ekki. Erla skýrir vel frá ţessu og dregur heldur ekkert undan sinn hlut. Ţetta er ţörf lesning.

Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráđ) 10.11.2008 kl. 07:07

5 Smámynd: Guđrún Magnea Helgadóttir

Og verdur eitthvad framhald a rannsoknum vardandi Geirfinnsmalid nuna eftir uppljostrun Erlu?  Eda verdur jatning hennar latin naegja til ad folk sjai ad ofbeldi logreglu a hendur Saevars Cicielski var mannrettindabrot af grofustu gerd og ta i framhaldinu, ad domur Haestarettar 22. 02.1980 var ut ur ollu korti?

Verdur eitthvad frammhald a malinu og tad a endanum, upplyst?

Guđrún Magnea Helgadóttir, 2.1.2009 kl. 12:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband