Þrjátíu og níu

39

Þrjátíu og níu
Reykjavíkur-kapall í 39 þrepum.
Klúbburinn, hvörf Guðmundar og Geirfinns, valdaránstilraun.
30nine.net - janúar 2022
Kilja, væntanleg sem rafbók.

39 edit front

Formáli bókarinnar hefst á eftirfarandi setningu:

,,Höfundarnir Sigurþór Stefánsson og Erlendur Jónsson eru áhugasagnfræðingar".

Orðið Amateur hefur oft verið þýtt á íslensku sem áhugamaður. Í seinni tíð er það stundum notað í niðrandi merkingu en amateur, áhugamaður er franskt orð, sem upprunalega þýðir ,,sá sem elskar viðfangsefni sitt" dregið af latneska orðinu orðinu ,,Amor“ - ást.

Í þessu tilfelli á þessi skilgreining vel við, því sú rannsóknar, heimildar og hugmyndavinna sem þarna liggur að baki er álíka risavaxin og bókin er smá og lætur lítið yfir sér. Augljóst er að þarna liggur áratuga rannsóknarvinna að baki.

Bókin er 92 bls. Skiptist í 39 kafla, eða þrep. Frá bæjardyrum undirritaðs er bókin sérlega vel heppnuð og kemur þar ýmislegt til. Á saurblaði framan við formála er ritað:

Hvað gerðist? Tilraun til valdaráns.

Hvenær? 1972 – 1976.

Hver? Aðilar í mjög leynilegri íslenskri leyniþjónustu án formlegs heitis. Í þessu tilfelli stjórnað af bandarískum útsendurum.
Hvers vegna? Til að koma í veg fyrir uppsögn samnings og brotthvarf bandarískra herstöðva á Íslandi.

Þannig er lesandanum ljóst frá byrjun hver er niðurstaða höfundanna af sínum athugunum. Gengið er hreint til verks og rök færð fyrir niðurstöðunni.

Stíllinn er knappur, ekki orði ofaukið, nánast símskeytastíll. Hinsvegar er deginum ljósara að höfundar hafa algjöra yfirburðaþekkingu á viðfangsefninu. Þeir sem þekkja til í málsskjölum og umfjöllun um MÁL 214 kannast sjálfsagt við mörg þeirra atriða sem dregin eru fram, önnur eru ný, eða sett í nýtt samhengi og skoðuð í ljósi sögunnar. Hvað sem lesendum kann að þykja um niðurstöður höfunda er klárt að hér er engu haldið fram sem ekki á sér rætur í hinum ýmsu gögnum málsins.

Óhjákvæmilegt er að nefna samvinnu höfundanna við Sigurð B. Sigurðsson sem sá um umbrot og myndöflun. Grafísk hönnun bókarinnar er einfaldlega listaverk og nýtur sín sérlega vel í samspili við þann knappa stíl sem höfundar beita.

39 dentro

Þessi bók er kröftugt innlegg sem boðar nýtt upphaf í allri nálgun og umfjöllun um þessa illræmdustu réttarfarsglæpi aldarinnar sem leið.

 

Það væri vítavert gáleysi að láta þessa bók fram hjá sér fara.

TH

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Liggur www.30nine.net niðri?

Gudmundur Einarsson (IP-tala skráð) 11.9.2022 kl. 23:14

2 identicon

Hvernig eignast ég eintak af þessari bók?

Páll Þórsson (IP-tala skráð) 15.10.2022 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband