Bréf Sævars til Sakadóms, sept. 1977
Miðvikudagur, 3. ágúst 2016
Í fréttum RÚV 2. ágúst 2016 var nokkuð fjallað um bréf sem Sævar Marinó Ciesielski ritaði dómurum Sakadóms, þar sem hann lýsir eftir minni, helstu atburðum daganna 16.22. nóvember 1974. Eins og kunnugt er hvarf Geirfinnur Einarsson þann 19. nóvember 1974 og Sævar ásamt öðrum var síðar dæmdur sekur um aðild að hvarfi hans. Í bréfi þessu, sem Sævar skrifaði í byrjun sept. 1977, lýsir hann m.a. atriðum úr sjónvarpsdagskrá þriðjudagsins 19.nóv. Lýsingin er ekki 100% nákvæm, enda eru því sem næst 34 mánuðir liðnir. Þeir sem hafa kynnt sér dagskrána þetta kvöld eru þó í engum vafa um það að lýsing Sævars er það nákvæm að útilokað er að um tilviljun sé að ræða. Þegar Sævar skrifar lýsinguna hafði hann verið í hámarks einangrun í Síðumúlafangelsi frá því í desember 1975. Athygli vekur að amk. einn fjórmenninganna sem hnepptir voru gæsluvarðhald en var síðan sleppt, hefur lýst því í bók að hann hafi munað glefsur úr sjónvarpsdagskrá kvöldsins. Þeim sakborningi var sleppt, þó ekki fyrr en í maí 1976, eftir 105 daga gæsluvarðhald.
Sævari var aldrei gefinn kostur á að fjallað væri um þetta atriði. Bréfið barst dómurum.
Það fékk þá umsögn að ekki sé neitt mark á því takandi þar sem það stangast á við áður fram komnar játningar Sævars.
Bréfið er í málsskjölum, bls. 189 - 198 í möppu nr. 20. (XX.
Þarna fjallar Sævar um ýmislegt sem bar á daga hans, á bls. 196 lýsir hann efni sjónvarpsþáttar. Útilokað er að Sævar hafi verið í Dráttarbraut Keflavíkur á sama tíma, hafi hann séð þáttinn.
Þeir sem vilja kynna sér efni bréfsins geta skoðað það hér:
(Smellið á síðurnar til að fá stærri mynd)
Athugasemdir
http://youtu.be/AncAqzla8PE
Mál 214, 3.8.2016 kl. 18:21
Fjallað hafði verið um vínhneykslið bæði í blöðum og sjónvarpsfréttum. Og efni þáttarins kom fram í Vísi þennan dag. Hafi einhver horft á sjónvarpsfréttir og lesið blöðin hefði hann vel getað lýst innihaldi þáttarins án þess að hafa séð hann. Að horfa framhjá því bendir til þess að fréttamaðurinn sé að stunda eitthvað annað en fréttamennsku.
Davíð12 (IP-tala skráð) 4.8.2016 kl. 02:13
Já satt er það Davíð12, sjónvarpsdagskráin 19. nóv. 1974 vvar kynnt í dagblöðum þann dag eins og aðra daga. En Sævar var í Síðumúla frá des. 1975 og í samtals 106 vikur í hörku yfirheyrslum og hámarkseinangrun. Bréfið er skrifað í sept. 1977. Ég held að við getum spurt okkur sjálfa að því hvort við myndum luma á þessum upplýsingum í 15 mánuði við þessar aðstæður...
Hvað heldur þú?
Mál 214, 7.8.2016 kl. 22:06
Sjónvarpsdagskráin var ekki það eina sem var kynnt í Vísi þann dag.
En Sævar segist í bréfinu hafa séð tvær sýningar, kl.20:05 og 20:55 þó Vísir segi fyrstu sýningu verða kl.21:00.
Tímasetningar hans passa því ekki. Segist vera kominn heim til móður sinnar áður en seinni sýningu lauk. Ég held að bréfið sanni ekkert umfram það að Sævar hafi lesið Vísi.
Davíð12 (IP-tala skráð) 27.8.2016 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning