Enn er frestað
Mánudagur, 2. mars 2015
Eins og fram hefur komið, hefur Davíð Þór Björgvinsson,settur saksóknari farið fram á frest til að skila niðurstöðu sinni til endurupptökunefndar. Beðið er um frest fram í miðjan apríl og telur Björn L. Bergsson talsmaður nefndarinnar líklegt að fresturinn verði veittur. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að fara lauslega yfir það hvað gerst hefur í málinu á undanförnum árum.
Starfshópur Innanríkisráðuneytisins (Irr nefndin) var skipaður 7.október 2011. Skv frétt mbl.is stóð til að hópurinn skilaði skýrslu sinni 1. nóvember 2012. Sá tími nægði ekki og fékk hópurinn frest fram í miðjan febrúar 2013:
Í febrúar 2013 fékk Irr nefndin mánaðar frest til viðbótar og skilaði greinargerð sinni 21.mars 2013. Meginniðurstaðan var sú að nefndin taldi framburði sakborninganna ýmist óáreiðanlega eða falska og lagði til þrjár leiðir að endurupptöku málsins:
- Að saksóknari hlutist að eigin frumkvæði til um endurupptöku.
- Að sakborningar fari fram á endurupptöku. (Sú leið sem nú er í ferli)
- Að Alþingi beiti sér með beinum hætti fyrir endurupptöku málsins.
Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson sendi Saksóknara Ríkisins, Sigríði Friðjónsdóttur erindi um málið í mars 2013. 26.mars 2013 er haft eftir Sigríði að málið sé komið inn á borð til hennar. 9. október sama ár er haft eftir henni að hún hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort málið verði tekið upp að frumkvæði embættisins. 4 janúar 2014 leitaði Mbl.is enn eftir upplýsingum og var staðan þá óbreytt að þessu leyti.
- júní var síðan lögð fram formleg beiðni Erlu og Guðjóns.
Haft var eftir Ragnari Aðalsteinssyni á mbl.is af því tilefni að næsta skref væri að senda málið ásamt gögnum til ríkissaksóknara til umsagnar. Það væri síðan embættisins að ákveða í kjölfarið hvort endurupptaka yrði veitt.
Um miðjan ágúst var málið enn í biðstöðu á borði endurupptökunefndar.
Ástæða þess var sú að gögnum vegna málsins hafði verið skilað inn rafrænt til nefndarinnar en hún farið fram á að þau væru útprentuð. Haft var eftir Ragnari á mbl.is að fyrir vikið hefði málið ekki enn verið sent ríkissaksóknara. Enn væri verið að útbúa skjöl sem nefndin heimtaði. Gagnrýndi hann að ekki teldist fullnægjandi að senda gögnin rafrænt. Það væri dýrt að prenta út tugi þúsunda síðna. Reiknaði hann með því að ljúka verkinu 20. ágúst.
Endurupptökubeiðnin var loks send til ríkissaksóknara 4. september.
Fékk embættið frest til 22. september til þess að taka afstöðu til málsins. Haft var eftir Ragnari að það væri afar naumur tími til að fara yfir öll gögn málsins. Þann 22. september greindi mbl.is frá því að ríkissaksóknari hefði óskað eftir framlengdum fresti til 1. október til þess að taka afstöðu til þess. Þegar sá frestur var liðinn greindi Sigríður frá því að hún teldi sig vanhæfa til þess að fjalla um málið vegna fjölskyldutengsla.
Þetta hefði mátt koma fram fyrir nokkuð löngu vegna þess að ríkissaksóknari hafði tiltekin afskipti af þessu máli fyrir einu eða tveimur árum, eftir að hafa fengið erindi frá þáverandi innanríkisráðherra, sagði Ragnar Aðalsteinsson af þessu tilefni.
Mbl.is birti grein 3. okt 2014 undir fyrirsögninni:
- október var síðan Davíð þór Björgvinsson settur sérstakur saksóknari í stað Sigríðar.
- nóvember 2014 kom fram á Mbl.is að Davíð Þór hafi beðið um frest fram í janúar til að skila niðurstöðu sinni.
RUV greinir frá því 19. janúar að Davíð hafi fengið frest til 1. Mars:
Skv. frétt mbl.is 27.febrúar hafði það staðið til að niðurstöðu yrði skilað í janúar en frestur hafi verið veittur til 1. Mars
Davíð Þór Björgvinsson. Ljósmynd:visir.is
Þann fyrsta mars 2015 óskaði síðan settur saksóknari eftir fresti til 15.apríl til að vinna frekar í málinu. RUV.is birtir grein af þessu tilefni.
Þar kemur fram að vinna sé í fullum gangi.
Þeir sem hafa óskað eftir endurupptöku málsins eru Erla Bolladóttir og séra Guðjón Skarphéðinsson. Lögmaður þeirra er Ragnar Aðalsteinsson Hrl.
Ritnefnd vefsíðunnar mal214.blog.is setti sig í samband við Erlu Bolladóttur.
Í spjalli við hana kom m.a. fram að aldrei hafi starfsmenn þeirra embætta sem í hlut eiga, haft samband við þá sem farið hafa fram á endurupptökuna, til að láta vita um frestanir. Hvorki við þá persónulega, né í gegnum lögmann þeirra. Endurupptökubeiðendur hafi frétt af þessum frestunum í fjölmiðlum eins og aðrir.
Alltént er ljóst að margir velta fyrir sér hvað muni gerast 15. apríl.
Stóra spurningin er þó enn þessi:
Hver skyldi verða niðurstaða saksóknarans ?
T.H.
Athugasemdir
Enn er frestað. Nú til fyrsta júní 2015.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/04/15/framlengja_frest_vegna_endurupptoku/
Tryggvi Hübner, 27.4.2015 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning