Straumhvörf ?
Ţriđjudagur, 12. mars 2013
Í íslensku réttarfari er játning ígildi sönnunar.
Í GG málum byggjast sakfellingar alfariđ á játningum sakborninga.
Hvorki í dómi Hćstaréttar frá 1980 né í hinni 14 klst sóknarrćđu Ţórđar Björnssonar var ţví svo mikiđ sem haldiđ fram, ađ um efnisleg sönnunargögn vćri ađ rćđa.
Í hvorugu morđmálinu er lík. Ekki heldur morđvopn. Ekki spor, ekki hár né önnur efnisleg gögn, ţrátt fyrir ađ meintur vettvangur sé ţekktur í báđum málum.
Nú hefur Rannsóknarnefnd Innanríkisráđuneytisins lokiđ störfum. Samkvćmt fréttum er niđurstađan nokkuđ afgerandi:
Samkvćmt heimildum Pressunnar er álit Gísla Guđjónssonar afdráttarlaust; Um falskar játningar var ađ rćđa. (Pressan.is 12.03. 2013).
Sé ţetta rétt haft eftir, munu sjálfsagt einhverjir ţeirra sem hćst hafa talađ gegn endurupptöku HR máls 214/1978 hafa verulegar athugasemdir viđ ţessa niđurstöđu.
Enda vćri ţá um ađ rćđa straumhvörf í langri sögu ţessara mála.
TH
Athugasemdir
Mér skilst reyndar ađ játning sé ekki nóg, skv. sakamálalögum nr. 88/2008, heldur ţurfi hún ađ styđjast viđ önnur sönnunargögn.
Hitt er annađ ađ í ţessu máli virđist hafa veriđ sakfellt eingöngu á játningum sakborninga, ţ.e.a.s. á einni af ţeim útgáfum sem rannsakendum tókst ađ láta alla sakborninga játa, ţótt ţeir vćru allir í einangrun. Ţađ eitt ćtti ađ nćgja til ađ gera slíkar játningar einskis verđar.
Og, ég leyfi mér ađ efast um ađ sakfellt hefđi veriđ í nágrannalöndum okkar í máli međ engum sönnunargögnum, og ţar sem nákvćmlega ekkert bendir til ađ afbrot hafi veriđ framiđ.
Ţess vegna sýnist mér ţetta vera augljóst dómsmorđ.
Einar Steingrímsson (IP-tala skráđ) 12.3.2013 kl. 22:03
HR telur sönnunina liggja í ţví samrćmi í atburđalýsingu sem birtist í framburđum ákćrđu. En tekur hins vegar ekkert tillit til ţess hvernig ţetta samrćmi myndađist.
Tryggvi Hübner, 12.3.2013 kl. 23:45
Hins vegar finnst mér frétt Pressunnar vekja mun fleiri spurningar en hún svarar. Ég velti fyrir mér hver sé heimildarmađur fyrir ţessum stórtíđindum, ef sönn reynast.
Tryggvi Hübner, 12.3.2013 kl. 23:48
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ţú ert innskráđ(ur) sem .
Innskráning