Dómur HR á vef ríkissaksóknara
Miđvikudagur, 19. október 2011
Ţann 7. Október 2011 tilkynnti Ögmundur Jónasson ađ skipađur hefđi veriđ starfshópur til ađ fara yfir rannsókn Hćstaréttarmálsins nr. 214/1978 Guđmundar og Geirfinnsmáls. Almennt virđist ţessi ákvörđun Ögmundar njóta stuđnings, t.d. sýndi könnun Fréttablađsins í okt. 2011 ađ u.ţ.b. 80% landsmanna fagna ţessari ákvörđun ráđherrans. Könnun MMA, viku síđar sýnir ađ 82%eru fylgjandi endurupptöku málsins. Í framhaldinu gerđist ţađ síđan ađ Ríkissaksóknari birti dóminn í málinu á heimasíđu embćttisins. Er ţađ vissulega alltaf fagnađarefni ađ ađgengi almennings ađ gögnum málsins aukist. Reyndar hefur ţessi dómur veriđ ađgengilegur á vefsíđunni www.mal214.com allar götur síđan 1997. Var hann ţá rćkilega kynntur í fjölmiđlum, međ sjónvarpsviđtölum og pomp og prakt og hefur fengiđ mikla ađsókn ţar. Einnig má nefna ađ lögregluskýrslur og önnur gögn úr málinu hafa veriđ ađgengileg í nokkur ár á sama vef. Ţannig ađ áhugamenn um máliđ geta nú lesiđ dóm Hćstaréttar og einnig ţau gögn sem hann byggir á. Dómurinn er um 670 bls. ađ lengd. Eđli málsins samkvćmt er ţarna samankominn sá rökstuđningur sem dómarar finna í gögnum málsins fyrir niđurstöđu sinni, sem var ađ sakfella. Ađ mati dómaranna liggur sönnunin í ţví samrćmi sem myndast um málavöxtu hjá hinum sökuđu. Hins vegar eru engin engin efnisleg sönnunargögn. Ađ sjálfsögđu er ţar ekkert um ţađ ađ framburđir voru teknir til baka, nema í ţeim tilfellum sem ţađ gerđist fyrir dómi. Engin umfjöllun er ţannig um ţađ ađ Guđjón Skarphéđinsson dró sinn framburđ til baka, einnig Gunnar Jónsson, Albert o.s.frv. Ágćtt er ađ hafa í huga viđ lestur dómsins ađ verulegt magn upplýsinga átti eftir ađ koma fram síđar, bćđi frá sakborningum, vitnum og fangavörđum, afrit fangelsisdagbókar sem dómurinn notađi var falsađ o.s.frv. Í greinargerđ Ragnars Ađalsteinssonar sem var lögđ fram 1997, eru hundruđ atriđa tekin fyrir ţar sem niđurstađan er véfengd. Ţannig ađ jafnframt ţví ađ allir eru hvattir til ađ kynna sér dóminn, sem er sannarlega engin skemmtilesning, heldur fullur af óhugnanlegum ofbeldislýsingum, eru lesendur hvattir til ađ spyrja sig :
Hvar er sönnunin ?
Og kynna sér einnig ţá gagnrýni sem fram hefur komiđ á dóminn.
T.H.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.