Útvarp Saga

Í útvarpsþætti á Útvarp sögu 22. Ágúst 2011

varpaði Brynjar Níelsson fram þeirri spurningu hvort  rannsóknarmenn hafi átt sjálfir hugmynd að því að bendla Einar Bollason við málið. Svar undirritaðs, að það hafi verið að frumkvæði Erlu Bolladóttur þarf að skoðast í eftirfarandi samhengi:

Eftir að hún minntist á að hafa heyrt talað um Einar Bollason, Sigurbjörn Eiríksson og Magnús Leópoldsson í samkvæmum hjá bróður vinkonu sinnar, virðist hafa kviknað hugmynd meðal rannsóknarmanna:

„Rannsóknartilgátan sem þá þegar innihélt Klúbbmenn teygði sig þar með einnig yfir Einar og  þótti með því sýna meint tengsl klúbbmanna við Sævar og aðra sakborninga í málinu.  Af þessu er ljóst að innkoma hans í málið gerði löngu fram komna rannsóknartilgátu þeirra um aðild Klúbbmanna mun sennilegri en ella.“

Þar með var rannsóknin komin í sama farveg og í upphafi, þegar rannsóknarlögreglan í Keflavík fól Magnúsi Gíslasyni teiknara að teikna mynd eftir ljósmynd af Magnúsi Leopoldssyni þegar leitin að "Leirfinni" stóð sem hæst.

 

Unnið er að því að fá útvarpsþættina birta á þessum vef.

TH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband