Sćvar Ciesielski látinn.

Sćvar Ciesielski lést af slysförum í Kaupmannhöfn 13. júlí.

Umsjónarmenn síđunnar votta ađstandendum Sćvars innilega samúđ.

Rithöfundurinn Illugi Jökulsson skrifađi eftirfarandi grein af ţessu tilefni:

Hann hefđi átt ađ vinna

14.7 2011

Sćvar Ciesielski er dáinn. Hann lést af slysförum í Kaupmannahöfn ađfararnótt miđvikudags, en ţar hafđi hann veriđ búsettur undanfarin ár.

Ţetta er sorglegur dagur, ekki ađeins fyrir ćttingja Sćvars, vini og kunningja, heldur og fyrir ţá sem reyna ađ halda í trú á réttlćti í ţessu landi.

Saga Sćvars var í örstuttu máli svona:

Hann ólst upp viđ heldur erfiđar ađstćđur og var um tíma vistađur á ţví alrćmda barnahćli Breiđuvík.

Um tvítugt var hann smákrimmi í Reykjavík.

Ţá blönduđust hann og nokkrir kunningjar hans á einhvern furđulegan hátt inn í rannsókn á tveim mannshvörfum, og lögreglan ákvađ ađ Sćvar og félagar hefđu drepiđ báđa mennina.

Í reynd var nákvćmlega ekkert sem benti til ţess, auk ţess sem ekki er einu sinni víst ađ mennirnir tveir – Geirfinnur og Guđmundur – hafi endilega veriđ drepnir.

Einu „sönnunargögnin“ voru mjög mótsagnakenndar „játningar“ sem tókst ađ fá upp úr ýmsum sakborningum á ýmsum tímum, yfirleitt eftir mjög langa einangrun í fangelsi eđa alls konar ţvinganir ađrar.

Málatilbúnađurinn var í raun fullkomlega fráleitur en af ýmsum ástćđum hentađi ţađ yfirvöldunum ađ afgreiđa málin međ ţví ađ koma sök á Sćvar og félaga.

Sćvar var útmálađur sem eitthvert versta fól Íslandssögunnar, ígildi Axlar-Bjarnar.

Ţegar Sćvar var kominn í fangelsi, um 1980, sagđi hann sögu sína í bókinni Stattu ţig strákur.

Ţar má nefna ađ hann sagđi sannleikann um „heimiliđ“ ađ Breiđuvík og ef einhver hefđi veriđ reiđubúinn ađ hlusta, ţá hefđu ţeir drengir sem ţar liđu ţjáningar ekki ţurft ađ bíđa í 30 ár eftir ţví ađ fá ađ segja sögu sína, og fá einhvers konar úrlausn sinna mála.

En enginn hlustađi náttúrlega á Sćvar Ciesielski, hinn forherta glćpamann!

Eftir ađ Sćvar losnađi úr fangelsi hóf hann, flestum á óvart, mikla baráttu fyrir ţví ađ mál hans og félaga yrđu endurupptekin.

Hann stóđ einn – tugthúslimur, fyrrverandi smáglćpamađur, dćmdur morđingi, úthrópađ illmenni! – gegn gervöllu íslenska kerfinu sem ćtlađi sko ekki ađ viđurkenna mistök!

Međ hjálp frá nokkrum góđum manneskjum tókst Sćvar ađ koma endurupptökubeiđni fyrir Hćstarétt.

Ţá var orđiđ deginum ljósara ađ á Sćvari og félögum höfđu veriđ framin skelfileg réttarmorđ.

Meira ađ segja Davíđ Oddsson ţáverandi forsćtisráđherra viđurkenndi ţađ í rćđustól á Alţingi.

En enginn var samt til í ađ GERA neitt. Hćstiréttur hafnađi beiđni um endurupptöku.

Ţađ dugđi ekki ađ sýna fram á ađ rannsókn málsins var rugl, međferđ ţess hraksmánarleg og niđurstađan augljós og svívirđileg skopstćling á réttlćti.

Lesiđ bara málsskjölin.

Í bókinni Ísland í aldanna rás 1900-2000 skrifađi ég nokkrar samantektir um máliđ – ţađ gćti dugađ sem inngangur fyrir ţá sem ekki ţekkja til.

Margar ađrar heimildir eru til, og ţćr sýna allar sömu niđurstöđu.

En Hćstiréttur blés á ţetta allt saman, og hafi hann ćvarandi skömm fyrir.

Hiđ ofurmannlega átak Sćvars Ciesielski mátti sín einskis.

Kerfiđ hugsađi um sína – ađ ekki skyldi falla blettur á orđstír ţeirra sem um máliđ véluđu.

Ţađ skipti engu máli ţótt líf Sćvars og félaga hefđi veriđ eyđilagt.

Ţađ skipti engu máli ţótt réttlćtisgyđjan hefđi fengiđ á sig risastóran drullublett.

Ţađ skipti engu ţótt réttarfariđ í landinu vćri stórlega flekkađ.

Bara ef ekki yrđu viđurkennd mistök kerfiskalla og klíkubrćđra.

Bara ef nokkrir fauskar fengju ađ hverfa til feđra sinna án ţess ađ horfast í augu viđ réttarmorđiđ sem ţeir tóku ţátt í fremja á nokkrum ungmennum.

Svei, osvei.

Sćvar íhugađi um tíma ađ reyna ađ halda baráttunni áfram, en hafđi ekki ţrek til ţess – og skyldi engan undra.

Menn reyndu ađ halda málinu gangandi eftir ţađ, en međ litlum árangri.

Kerfiđ virtist stađráđiđ í ađ hreyfa ekki málinu – kannski ekki fyrr en allir málsađilar vćru dánir.

Og máliđ vćri bara orđ á gömlu blađi, en engar manneskjur kćmu viđ sögu.

Eftir ríkisstjórnarskipti 2009 vonađi ég satt ađ segja ađ eitthvađ myndi gerast.

Međ nýjum dómsmálaráđherrum sem komu úr öđru umhverfi en flestir hinir fyrri, fyrst Ragna Árnadóttir, svo Ögmundur Jónasson.

En ţađ gerđist ekkert.

Og nú er Sćvar dáinn.

Ég ţekkti Sćvar svolítiđ og auđvitađ var hann alls ekki heilagur mađur. Langt frá ţví.

En hinar betri hliđar hans sýndu opinn og glađlyndan persónuleika. Hann var gáfađur, forvitinn og naskur og vildi fólki vel.

Hann reyndi ađ standa sig sem manneskja ţótt stundum vćri viđ ofurefli ađ etja.

Og í honum bjó meiri vilji til réttlćtis en í mörgum samanlögđum íslenskum réttarkerfisfauskum.

Nú hafa ţeir stađiđ Sćvar Ciesielski af sér, og anda sjálfsagt léttar.

Ég votta ađstandendum hans innilega samúđ.

Hann hefđi átt ađ vinna.

Illugi Jökulsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband