Íslendingasaga Guđmundar og Geirfinnsmála III

 

III. Klúbburinn og Kiddi

Hafţór Sćvarsson skrifar 22.8.2018 11:33

Heildarmynd púsluđ úr mósaíksteinum

Á suđurhliđ tollgćsluhússins viđ Tryggvagötu er stórkostlegt mósaíkverk ađ finna eftir Gerđi Helgadóttur. Stađsetningin er hins vegar ţannig ađ ţađ fćr á engan hátt ađ njóta sín. Ţađ er í raun vanvirđing viđ verkiđ. Mósaíkmyndin er svo stór ađ gott sjónarhorn er vandfundiđ í götunni. Ţađ er í sjálfu sér listgrein ađ koma auga á slíkt fćri. Vestur-ţýskt fjölskyldufyrirtćki Oidtmans brćđra sá um uppsetninguna á sínum tíma í samráđi viđ Gerđi. 

Mósaíksteinarnir sem prýđa myndina voru fengnir frá Ítalíu og vógu samtals yfir ţrjú tonn. Allt ţetta efni varđ svo ađ vera tilbúiđ í mismunandi stórum völum og međ mismunandi formi, áđur en byrjađ var á myndinni. Ţessum heilu ţremur tonnum var svo rađađ niđur á sinn stađ í agnarsmáum völum. Ţar á međal fengu nokkrir gullmolar ađ njóta sín í sólargeislunum. Annar vestur-ţýsku brćđranna átti svo eftir ađ koma međ myndina samsetta í hlutum og međ fagmenn til ađ púsla saman heildarmynd Gerđar sem lauk ári síđar, í október áriđ 1973. Tollgćslumerkiđ má finna í hćgra horninu, sjáanlegir eru bátar, sjórinn, sólin, viđarbryggjan gamla - svipmynd af ţví landslagi sem mátti finna á bak viđ Tollgćsluhúsiđ á ţeim tíma. Hvađ var á bak viđ Tollgćsluhúsiđ? Fćstir leiđa hugann ađ verkinu ţegar fólk fer ţar hjá. Mósaíkverkiđ sýnir sólina setjast í hafiđ og báta í höfn.

Hátíđlegur fundur viđ lítiđ tilefni

Á sama tíma og verkiđ var undirbúiđ utan landsteinanna, fór fram fundur í tollgćsluhúsinu. Haustiđ 1972 bođađi Kristján Pétursson til fundar. Fundinn sátu Halldór V. Sigurđsson, ríkisendurskođandi, Ólafur Jónsson tollgćslustjóri, Ólafur Nilsson skattrannsóknarstjóri, Ţórir Oddson, ađalfulltrúi hjá sakadómi Reykjavíkur, Hallvarđur Einvarđsson ađalfulltrúi viđ embćtti saksóknara ríkisins og ónefndur fulltrúi lögreglustjóra. Ásamt ţeim var Kidda til halds og trausts Ásmundur Guđmundsson, óbreyttur rannsóknarlögreglumađur úr Kópavogi. Miđađ viđ stjórnskipulega tign fundargesta mćtti ćtla ađ eitthvađ mikiđ hafi veriđ um ađ vera, var kannski rússnesk mafía búin ađ taka yfir Eimskipafélagiđ? Eđa ólöglegt samráđ bílaumbođana í stórfelldum tollalagabrotum? Ef til vill lá rökstuddur grunur fyrir ađild ráđherra í dreifingu harđra vímuefna og skrifstofustjórinn falsađ bókhaldiđ? Nei, ţađ reyndist ekki tilefniđ. Fundurinn fjallađi um hvort rannsaka ćtti skemmtistađ niđri í bć, veitingahúsiđ viđ Lćkjarteig 2 í Reykjavík: Klúbbinn – eins og hann var síđar kallađur. Allur er varinn góđur en var virkilega nauđsynlegt ađ rćsa út riddaraliđiđ? Á hvađa grundvelli? 

Morgunblađiđ rekur fund ţennan og tilefni hans síđar, ţann 14. nóvember áriđ 1976, í fróđlegri úttekt. Kiddi P. byrjađi einn síns liđs, fylgdist međ flutningum áfengis frá áfengisútsölunni viđ Lindargötu og til skemmtistađarins Klúbbsins. Kiddi P. fór ţví nćst ađ njósna um ţessa flutninga (í heimildarleysi og án eiginlegs umbođs enda var hann ekki lögreglumađur) og tók eftir ţví ađ bíll frá veitingahúsinu fćr afgreidda kassa út um bílskúrsdyr í austurálmu áfengisverslunarinnar sem er flutt međ sama bílnum til veitingahússins. Kiddi taldi ţetta vísbendingu um ađ brögđ vćru í tafli ţar sem ţađ hafi veriđ meint venja ađ afgreiđa áfengi til veitingahúsa í hinni álmu hússins. Auk ţess áttu allar flöskur seldar til veitingahúsa međ vínveitingaleyfi ađ vera sérmerktar međ auđkenningunni „VH” til ađgreiningar frá áfengi seldu til einstaklinga. Kidda grunađi hins vegar ađ svo vćri ekki hvađ varđar áfengisflöskurnar í kössnunum í bílnum á leiđ til Klúbbsins.

Á ţessum tímapunkti, í lok sumars 1972, fékk Kiddi P. til liđs viđ sig hjálparsvein nokkurn og rannsóknarlögreglumann, fyrrnefndan Ása í Kópavogsbć, til ađ „sannreyna” hvađ ţađ var eiginlega sem Kiddi hafđi greinilega orđiđ áskynja um. Ţeir gátu ţó stađfest ţađ, ađ flutningar ţessir áttu sér jafnan stađ á laugardagsmorgnum. Ţeir félagar fylgdust međ flutningunum ţessum frá 26. ágúst til 7. október áriđ 1972. Í sameiningu hafi ţeir taliđ saman fjölda kassa sem fóru út úr útsölunni og í bíl á vegum veitingastađarins. Mesti fjöldinn á einum morgni – sem ţeir ku hafa stađfest hjá hvor öđrum međ talningu – voru 17 kassar. Á ţessum tímapunkti töldu ţeir réttast ađ festa á filmu ţessa flutninga, ţeir tóku nokkrar ljósmyndir sem áttu auk ţess ađ sýna fram á eitthvađ misjafnlega misjafnt. Ţeir létu ţar ţó ekki stađar numiđ heldur tóku ţeir sig saman og könnuđu í sameiningu nokkrar tómar flöskur í grennd viđ ţessa flutninga sem reyndust, ţegar allt kom til alls, ekki bera VH-merkiđ – hvorki meira né minna.

Kiddi P. og Ási skrifuđu svo saman skýrslu um ţessa „rannsókn” og skiptu henni auk ţess í tvo hluta – annars vegar stađfestar upplýsingar og hins vegar „óstađfestar” upplýsingar, en ekki hvađ?

Á fundinum međ herramönnunum í tollgćsluhúsinu, spyrtu ţeir Kiddi og Ási svo saman stađfestum upplýsingum um smyglmál til landsins skömmu fyrir „rannsókn” sína. Ţeir félagar bentu sem sagt á kćrur sem lágu fyrir sakadómi í óskyldum málum og vísađu svo í „óstađfestar“ upplýsingar sem tengdu ţađ saman viđ Klúbbinn í skýrslu sinni. Auk ţess veifađi Kiddi P. ljósmynd af bíl međ kössum ţar sem gátu mögulega veriđ flöskur án réttra merkinga. Og fleiri myndir af vettvangi sem sýndu ţegar allt kom til alls ekki fram á eitt né neitt – ţađ skiptir hins vegar ekki höfuđmáli.

Ólögmćt lokun Klúbbsins

Á grundvelli alls ţessa, óskuđu ţeir Kiddi P. og Ásmundur eftir ţví ađ fram fćri fyrirvaralaus vörutalning hjá ÁTVR viđ Lindargötu ţar sem flöskumerkingarnar yrđu athugađar, ásamt tappainnsiglum og á sama tíma yrđi framkvćmd athugun í áfengisgeymslum Klúbbsins. Ţessi samstillta ađgerđ átti ađ koma í veg fyrir ađ rannsóknarhagsmunir glötuđust og átti einnig ađ nema á brott bókhaldsgögn stađarins. Kiddi P. og Ási fullvissuđu menn sömuleiđis um ađ ţeir hefđu „áreiđanlegar upplýsingar“ ađ Sigurbirni Eiríkssyni eiganda Klúbbsins vćri fullkunnugt um ţessi meintu lögbrot.

Ţá kom í ljós ađ skattaframtöl síđustu tveggja ára vantađi fyrir stađinn. Á grundvelli ţess taldi Ólafur Nílsson, ţáverandi skattrannsóknarstjóri, sig hafa nćgilega vel ígrundađa ástćđu til ađ skemmta skrattanum og ritađi bréf stílađ á sakadóm Reykjavíkur (međ Kidda P. og Ása) ţar sem fariđ var fram á húsrannsókn. Og hvađ átti húsrannsókn ađ leiđa í ljós, nákvćmlega? Sjaldnast er dráttur á skilum skattframtala talinn ástćđa til húsleitar, en gott og vel. Sakadómur í umsjá Halldórs Ţorbjörnssonar lét ađ sjálfsögđu ekki á sér standa. Húsleit ţessi fór fram tveimur dögum síđar eđa ţann 14. október áriđ 1972, nokkrar flöskur án merkinganna „VH“ voru sagđar hafa fundist og bókhaldiđ var numiđ á brott.

Frumrannsókn sakadóms annađist Ţórir Oddson, sem sat einmitt fundinn frćkna. Ţórir gerđi Sigurjóni Sigurđssyni lögreglustjóra grein fyrir ţeim kćrum sem lágu á borđi Sakadóms gegn Klúbbnum. Annar fundargestur, Hallvarđur Einvarđsson, skýrđi Sigrjóni sömuleiđis frá málinu. Í framhaldinu tók Sigurjón lögreglustjóri ţá ákvörđun ađ svipta stađinn vínveitingaleyfinu „fyrst um sinn og ţar til annađ verđur ákveđiđ.” Hverju átti ţađ ađ skila fyrir rannsóknarhagsmuni, nákvćmlega? Lögreglustjórinn studdi ákvörđun sína međ ákvćđi 2. málsgr. 14. gr. áfengislaga sem kvađ á um ađ lögreglustjóra vćri heimilt ađ banna vínveitingar ţegar „sérstaklega stendur á.” Lögin fjalla hins vegar ekkert um rannsóknarúrrćđi fyrir einu né neinu. Áfengislög nefna ţessa heimild í samhengi viđ lýđheilsusjónarmiđ og önnur lögskýringarsjónarmiđ vísa augljóslega á allt annađ en rannsóknarúrrćđi sem er af og frá. 

Hallvarđur Einvarđsson skrifađi greinargerđ ţar sem hann rökstyđur sérstaklega ţessa lögleysu lögreglustjórans, segir hana „[sjálfsagđa]“ og „á ýmsan hátt í ţágu rannsóknar málsins.“ Ţá bendir Hallvarđur á ađ „starfrćksla ţessa veitingahúss, eins og málum var komiđ, hafi veriđ allsendis óviđeigandi frá sjónarmiđi almennrar réttarvörslu.” Ţađ sem vantar í rökstuđningi Hallvarđs er ađ sjálfsögđu ađ ţetta hafi veriđ hin rétta lagalega túlkun en ţessi „skýring” brýtur í berhögg viđ almennt viđurkennda lagalega ađferđ. Í stađ ţess ađ Hallvarđur bendi á ađ ţetta hafi veriđ rétt beiting lagaákvćđisins ţá segir hann beinlínis ađ ţetta hafi veriđ „nćrtćkast og skjótlegast” ađ beita ţessari lagaheimild.

Í kjölfar sviptingar vínveitingarleyfisins, kvarta Klúbbmenn til dómsmálaráđuneytisins enda heyrir lögreglustjórinn undir dómsmálaráđuneytiđ. Ţar situr sem ráđherra enginn annar en Ólafur Jóhannesson. Vitandi af gildrunni er Ólafur tregur ađ opna stađinn međ úrskurđi í skjóli valds ráđuneytis síns og kemur ţess í stađ lagalegum rökstuđningi til Sigurjóns lögreglustjóra á framfćri án ţess ađ kveđa upp úrskurđ sjálfur. Í sjálfu sér mćtti efast um ađ slíkt sé hćgt án ţess ađ Ólafur hefđi, de facto, kveđiđ upp úrskurđ - en gott og vel. Í rökstuđningi Ólafs kemur fram ađ lögreglustjórinn hafi ekki getađ reitt sig á ţá lagagrein sem lögreglustjórinn bar fyrir sig varđandi sviptingu vínveitingaleyfis. Í framhaldinu afturkallar Sigurjón lögreglustjóri ákvörđun sína um sviptingu vínveitingaleyfisins. Í adraganda árásarinnar á Ólaf Jóhannesson ţremur árum síđar, haustiđ 1975, á Vilmundur Gylfason eftir ađ benda á lagarök Hallvarđs Einvarđssonar sem röksemd fyrir ţví ađ Ólafur Jóhannesson hafi međ ólögmćtum hćtti hindrađ rannsókn á starfssemi Klúbbsins. Sighvatur Björgvinsson, ţáverandi ţingmađur Alýđuflokksins, á svo eftir ađ bergmála ţá vitleysu í sal Alţingis á ógleymanlegan hátt. Vilmundur og Sighvatur, skýla sér á bak viđ orđ og meiningar vafasamra manna. Á međal ţeirra eru ţeir Hallvarđur Einvarđsson og Kiddi P. og ţví nauđsynlegt ađ varpa nokkru ljósi á sögu og hlutverk ţeirra.

Leikarar í vondri trú

Ţeir Hallvarđur Einvarđsson, ţáverandi ađalfulltrúi embćtti saksóknara ríkisins og Ţórir Oddsson, ţáverandi ađalfulltrúi sakadóms Reykjavíkur, heiđursgestir fundar Kidda P. áttu heldur betur eftir ađ koma viđ sögu á síđari stigum. Ţeir fara báđir međ hlutverk í Geirfinnsmálinu – sem er ekkert annađ en einn angi Klúbbmálsins – sem hófst međ fundinum í tollgćsluhúsinu.

Í kjölfar ţess ađ Sćvar M. Ciesielski fékk loksins skriffćri og blađ í sínar hendur eftir margra mánađa gćsluvarđhaldsvist í ólögmćtum vistarverum Síđumúlafangelsis, fór Sćvar ađ skrifa kćru á međferđinni sem hann hlaut. Í framhaldi af skrifum gćsluvarđhaldsfangans Sćvars, fór fram rannsókn sem hefur veriđ nefnd „harđrćđisrannsóknin” í Guđmundar- og Geirfinnsmálunum. Ţađ var svo enginn annar en Ţórir nokkur Oddsson sem var ađ sjálfsögđu settur yfir ţá meintu rannsókn á illri međferđ áriđ 1979. Í viđtali Helgarpóstsins ţann 9. nóvember áriđ 1979 er Ţórir Oddsson spurđur hispurslaust vegna harđrćđisrannsóknarinnar – um ţađ sem blasti viđ: „Getur ţađ talist eđlilegt, ađ ţú sem nánasti ađstođarmađur rannsóknarlögreglustjóra [embćtti sem Hallvarđur nokkur Einvarđsson gengdi] og yfirmađur ýmissa ţeirra rannsóknarlögreglumanna sem stóđu ađ rannsókn Geirfinnsmálsins, standir nú ađ rannsókn ţar sem skera á úr um ţađ hvort harđrćđi hafi veriđ beitt gagnvart sakborningum er unniđ var ađ ţví máli?” Ţórir taldi svo vera: „Ég tel ađ ţađ sé ekki neitt athugavert viđ ţađ." Varđandi andrúmsloftiđ í sama viđtali – eftir ađ Ţórir „yfirheyrir samstarfsmann [sinn] varđandi alvarlega ákćru og hittir hann síđan í kaffistofunni stuttu síđar [ţar sem spjallađ er] um daginn og veginn” segir Ţórir ţađ alls ekki vera neitt ţrúgandi eđa furđulegt, hann beinlínis viđurkennir ađ: „Ég hef ekki orđiđ var viđ ţađ, ađ andrúmsloftiđ hér hafi breyst [!] á međan á rannsókninni stóđ." Sú stađhćfing segir allt sem segja ţarf um hversu alvörugefin sú „rannsókn” var.

Varđandi hlutverk Hallvarđs Einvarđssonar má benda á bréf bandaríska sendiráđsins hér á landi til utanríkisráđuneytis Bandaríkjanna, dagsett ţann 15. júlí áriđ 1976, eftir ađ starfsmađur sendiráđsins heimsótti Sćvar M. Ciesielski í Síđumúlafanglesi – en Sćvar hafđi ekki tekiđ ákvörđun um hvort hann hygđist taka upp bandarískan ríkisborgararétt. Í bréfinu virđist Hallvarđur hafa leikiđ hlutverk rannsóknardómara ţegar hann hótar Sćvari ađ hans bíđi aftaka í Bandaríkjunum: 

„ASSERTING THAT ORN HOSKULDSSON AND HALLVARDUR EINVARDSSON, TWO JUDGES ASSOCIATED WITH THE CASE, HAD THREATENED HIM. CIESIELSKI REPORTED THE SUBSTANCE OF THE ALLEGED THREATS AS BEING THAT HE WOULD LOSE HIS ICELANDIC CITIZENSHIP AND BE DEPORTED IF HE CHOSE US CITIZENSHIP. ADDITIONALLY, HE STATED THAT THE JUDGES TOLD HIM HE WOULD BE EXECUTED IN THE US FOR HIS ALLEGED CRIMES IN ICELAND." 

Hvađ varđar hina svokölluđu „meintu” illu međferđ á Sćvari og öđrum frelsissviptum ungmennum í Síđumúla má benda á skýrslu starfshóps Innanríksráđuneytisins (2013), skipuđum af Ögmundi Jónassoni til stađfestingar á ađ ţetta voru ekkert annađ en langvarandi og ofsafengnar pyntingar. Ţá má benda á gagnrýni Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eđa vanvirđandi međferđ eđa refsingu í kjölfar heimsóknar til landsins áriđ 1993 – nefndin taldi vistarveruna eina og sér í Síđumúlafangelsinu falla undir alţjóđlega skilgreiningu á hugtakinu pynting, sbr. 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Sćvar fer fram á endurupptöku áriđ 1994 og ţá ţarf ađ setja annan ríkissaksóknara til ađ gegna störfum í málinu ţar sem ţáverandi ríkissaksóknari var enginn annar en Hallvarđur Einvarđsson. Endurupptökubeiđni Sćvars M. Ciesielski átti eftir ađ vekja mikla athygli. Hćstiréttur skipađi Ragnar Ađalsteinsson, hrl. sem talsmann Sćvars. Fyrrum ritstjóri Vísis í tíđ valdaránstilraunar herstöđvar stuđningsmanna gegn Ólafi Jóhannessyni, Ţorsteinn Pálsson, ţáverandi dómsmálaráđherra, lokađi fangelsinu í Síđumúla áriđ 1996 og í framhaldinu var ţađ selt til niđurrifs. Síđumúlafangelsiđ var svo jafnađ viđ jörđu í byrjun febrúar áriđ 1997, um ţađ leyti sem Ragnar og Sćvar skila greinargerđ til Hćstaréttar, ţann 21. ţess mánađar.

Hverra manna var Kristján Pétursson?

Sveitastrákurinn úr kotinu í Skagafirđi gengdi mörgum trúnađarstörfum fyrir Alţýđuflokkinn á Suđurnesjum en ţar međ er ţó ekki öll sagan sögđ. Um ţađ leiti sem fundurinn frćkni um Klúbbinn átti sér stađ ók Kiddi um á eldrauđum Mustang Mach 1. Hvort hann geymdi ennţá 22. kalíbera skammbyssuna sem hann hafđi til umráđa skal ósagt látiđ. Ađspurđur í viđtali fyrrnefnds blađs Helgarpóstsins ţann 9. nóvember áriđ 1979, um hvernig Kidda líkađi líking hans viđ James Bond, gat Kiddi ekki neitađ ţví ađ hafa fundist hún „heillandi.” Hvellhetturnar úr 8 gata tryllitćkinu hćgđu á sér og í gegnum reykinn mátti sjá númeraplötuna „J100“ á bílnum.

Einkabílar bandarísku hermannana á vellinum fengu bókstafina JO. Einkabílar íslenskra starfsmanna herstöđvarinnar bandarísku, međ lögheimiliđ út á velli, höfđu hins vegar númeraplötu sem byrjađi á J. Lögsagnarumdćmi Kidda var bandarískt öryggissvćđi undir herlögum og ţar hafđi ţađ veriđ til margra ára. Ţađ var nefnilega svo ađ eftir Essó-hneyksliđ, eđa Olíufélagsmáliđ svokallađa, í kringum áriđ 1960, átti Kiddi ekki afturkvćmt til löggćslustarfa. Eins og Kiddi rekur í bók sinni Margir vildu hann feigan (1990): „Líklegt má telja ađ afskipti mín af Olíufélaginu hf. hafi ráđiđ mestu um ţá ákvörđun ráđuneytisins og lögreglustjóra ađ bola mér úr starfi enda höfđu afleiđingar málarekstursins margţćtt áhrif sem ekki verđa rakin hér.”

Kristján Pétursson byrjađi feril sinn sem lögreglumađur í Keflavík um tvítugt, áriđ 1950. Bandarískir herlögreglumenn fóru einir međ vopn á öryggissvćđinu og hafđi Kristján vakiđ máls á hvort ekki bćri ađ vopnvćđa íslensku lögregluna á vellinum. Í fyrrnefndri bók stćrir hann sig í sífellu af nánum tengslum viđ bandaríska hermenn og rannsóknarlögreglumenn. Bók Kidda verđur ţó ađ taka međ gríđarlegum fyrirvara. Fyrir utan ţá stađreynd ađ sjálfsćvisögur eru ćvinlega skilgreindar sem varnarrit höfunda í sagnfrćđilegum skilningi nćr bók ţessi algjörlega nýjum hćđum í ótrúverđugleika. Ţar er ađ finna samansafn af óraunverulegum senum sem eru ţekktar fyrst og fremst úr bandarískum kvikmyndum sem eru vandrćđalega klisjukenndar. Ţá gerir ţađ lesandanum gífurlega erfitt fyrir hvađ bók ţessi er stútfull af kvenfyrirlitningu, kynţáttaníđi og fordómum í garđ samkynhneigđra sem eru gerđ skil međ hinum lágkúrulegasta hćtti víđsvegar í köflum sem allir eiga ţó ađ sýna fram á tiltekna mannkosti höfundar. Má ţar helst nefna sanngirni, fórnfýsi og óttaleysi hetjunar sem lćtur ekkert stoppa sig viđ ađ gera hiđ „rétta” (sem oft á tíđum virđist raunar vera vafasamt ef ekki beinlínist ólöglegt og siđferđislega rangt). Kiddi ţarf sífellt ađ biđja fallegu konurnar – sem hoppa í kjöltu hans eđa leggja höfuđ sitt á bringu hans og vilja draga hann međ sér í svefnherbergiđ – ađ bíđa. Söguhetjan ţarf ađ fá sér einn sopa af áfengi og svo halda áfram ađ bjarga heiminum – á međan liggur vondi kallinn međvitundarlaus eftir enn ein átökin á stofugólfi hinnar fögru konu sem er međ stjörnurnar í augunum.

Í ţessari bók vekur ţađ engu ađ síđur athygli – eftir ađ Kiddi P. lýsir ađkomu sinni ađ Essó-hneykslinu svokallađa – ađ hann lýsir í raun stöđu sinni međ skilgreiningunni á persona non grata: „[Ţ]ess í stađ var ţví lýst óformlega ađ ţeir teldu sig ekki lengur geta boriđ ábyrgđ á störfum mínum og ég vćri í raun embćttinu óviđkomandi[!]”. Ţá ber starfsvettvangur og lögsagnarumdćmi hans Kidda – bandarískt öryggissvćđi – eftir ađkomu hans ađ málinu međ sér ađ hér megi vera sannleikskorn ađ finna. 

Áriđ 1956, tveimur árum áđur en Kiddi P. skilar skýrslu til sakadóms um Essó-hneyksliđ, var ókyrrđ í lofti ţar sem Framsóknarflokkurinn sleit stjórnarsamstarfi viđ Sjálfstćđisflokkinn á grundvelli herstöđvarmála og myndađi ţess í stađ vinstri stjórn sem hafđi brottför hersins í ríkisstjórnarsáttmála sínum. Frá sjónarhorni Bandaríkjamanna, var Framsókn á atkvćđaveiđum međ ţví ađ ţykjast vera hernađarandstćđingar. Ţá má einnig benda á ađ áform voru uppi ađ hefja ţorskastríđiđ viđ Breta ţar sem Bandaríkjamönnum átti beinlínis eftir ađ vera hótađ ađ myndu ţurfa ađ verja landiđ á grundvelli varnarsamningsins. Menn höfđu lítinn húmor fyrir ţessu vestanhafs. Áriđ 1957 sćkir Kiddi P. fjögurra vikna námskeiđ í herstöđinni Fort Gordon í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Ţađ er allra athygli vert ađ Kiddi P. nefnir ţetta atriđi hvergi í bók sinni. Svo virđist vera ađ ţađ sé úr takti viđ stíl bókarinnar sem hefur ţađ ađ markmiđi ađ sýna Kidda P. stóran og sterkan í augum lesandans viđ hvert tćkifćri sem gefst. 

Ári síđar skilar Kiddi P. fyrrnefndri skýrslu til sakadóms sem markar upphaf Essó-hneykslisins sem endar međ fangelsisdómi yfir framkvćmdastjóra og átti eftir ađ orsaka mikiđ fylgistap Framsóknar. Um hvađ snérist ţetta Essó-hneyksli eđa Olíufélagsmál?

Olíumáliđ fjallađi m.a. um brot gegn lögum um gjaldeyrismál, tollheimtu og bókhald hjá Olíufélaginu hf. og dótturfélagi ţess hinu Íslenzka steinolíuhlutafélagi (Essó). Félögin starfrćktu innflutning og sölu á olíuvörum. Dómsrannsókn hófst 16. desember 1958 og átti heldur betur eftir ađ vinda upp á sig. Umbođ Gunnars Helgasonar, rannsóknardómara var sífellt víkkađ og annar rannsóknardómari skipađur ađ auki, Guđmundur Ingvi Sigurđsson sem ţá var fulltrúi sakadómarans í Reykjavík og átti raunar seinna eftir ađ vera skipađur verjandi Erlu Bolladóttur í Guđmundar- og Geirfinnsmálum. Var rannsóknardómurunum faliđ ađ rannsaka starfsemi félaganna, Olífufélagsins hf. og Essó. Ţá var löggiltur endurskođandi rannsóknardómurum til halds og trausts. 

Eins og greint er frá í ákćru og dómurinn fjallar um ţá var varnarliđiđ međal viđskiptavina Essó en sala á olíu til ţeirra var réttilega undanţegin tollum (enda ekki skilgreint innan eiginlegrar lögsögu Íslands). Tiltekinn angi svindlsins útskýrir heildarmyndina ágćtlega: Olíu sem ćtluđ var varnarliđinu (undanţeginn tollum) og öđrum viđskiptavinum innanlands (tollskyld) var blandađ saman í sömu tankana í tilteknu hverfi. Svo var dćlt ţađan af ţeim tönkum áfram bćđi til varnarliđsins og til annarra – hversu mikiđ fór hvert og hversu mikiđ var reiknađ til tollyfirvalda? Ţađ kom í ljós ađ rangar upplýsingar höfđu veriđ gefnar upp til yfirvalda og í bókhaldi. Útkoman var sú ađ Essó grćddi ólöglega á kostnađ ríkisins. Framkvćmdastjóri fékk fangelsisdóm stađfestan međ Hrd. 1963 bls. 674 og stjórn félagsins bar ađ greiđa fjársekt. Máliđ var hiđ vandrćđalegasta fyrir Framsóknarflokkinn strax viđ upphaf rannsóknar á svindlinu. Hart var vegiđ ađ flokknum fyrir máliđ sem sást á fylgistapi í kosningunum áriđ 1959. Gárungar sögđu ađ fariđ hefđi fé betra; mjólkurkú Framsóknarklíkunnar hefđi falliđ á grćđginni. Ţá var ţess getiđ í fjölmiđlum ađ eina málsvörn Tímans, málgagns Framsóknarflokksins, hafi veriđ ađ benda á ţá stađreynd ađ Sjálfstćđisflokknum hefđi mátt vera fullkunnugt um svindliđ. Á međan máliđ gerjađist í fjölmiđlum var gengiđ til kosninga, fyrst í júní áriđ 1959 og svo október sama ár ţar sem fjölgađ var um átta ţingmenn, úr 52 í 60 (eftir ađ ţingiđ hafđi samţykkt kjördćmabreytingu, kosiđ út frá landshlutum en ekki sýslum). Ţrátt fyrir fjölgun ţingmanna tapađi Framsókn tveimur mönnum, náđi 17 mönnum á ţing. Í kjölfariđ mynduđu Alţýđuflokkurinn og Sjálfstćđisflokkurinn langlíft ríkisstjórnarsamstarf sem gćtti heldur betur bandarískra hagsmuna á Íslandi og ekkert veriđ ađ grínast međ ađ vilja „herinn burt.”

Eins og greint er frá í dómi sakadóms sem fyrrnefndur Hćstaréttadómur vísar í, ţá var dómsrannsókn ţessi – sem olli heldur betur straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum og stađfesti öryggi herstöđvarinnar um langt skeiđ – reist á grundvelli skýrslu sem Kiddi P. og Guđjón Valdimarsson lögđu fram ţann 26. nóvember áriđ 1958. Skýrslan ţeirra útskýrir ađ samkvćmt „áreiđanlegum upplýsingum" hafi olía úr tönkum í Nichol-hverfinu svokallađa veriđ látin renna niđur olíuleiđslu neđanjarđar á tank Olíusamlagsins í Keflavík. Hver gat haft ţessar uplýsingar undir höndum? 

Ţá segir ennfrekar í skýrslunni ađ „okkur skilst" ađ dćlt hafi veriđ inn á tanka ţar sem blandađ er saman innfluttum birgđum er fara áttu til varnarliđsins viđ ađrar birgđir sem fara áttu til notkunar á innanlandsmarkađi. Ţetta hafi svo foringi varnarliđsins í olíumálum (P.O.L.) majór C. McLaughlin „stađfest” í ađalstöđum O.S.I. (Office of Special Investigation USAF), rannsóknarlögreglu varnarliđsins á Keflavíkurflugvelli. Í skýrslunni er fyrrnefndur foringi olíumála varnarliđsins margnefndur sem eiginlegur heimildarmađur auk ţess sem ţađ kemur fyrir ađ atriđi séu fengin skv. „öruggum heimildum.” Eins og varđandi fyrrnefnda atriđiđ sem skýrslan segir ađ sé fengin skv. „áreiđanlegum upplýsingum" geta ţćr upplýsingar ađeins komiđ frá starfsmönnum fyrirtćkisins sem vissu af svindlinu eđa bandaríska hernum.

Í vafasömu sjálfsćvisögu sinni, hafnar Kiddi P. ađ hafa orđiđ bandarískum yfirmanni rannsóknarlögreglunnar, John, ađ liđi međ ađ finna „rotturnar” í kerfinu. Kiddi sagđist ekki getađ hjálpađ: „Ég hafnađi öllu samstarfi í ţá veru enda viđbúiđ ađ mađur kynni ađ ţvćlast inn í hvers konar leyniţjónustustörf sem samrćmdust illa mínum framtíđaráformum.”

Í öllum praktískum skilningi hins vegar er ekki hćgt ađ horfa fram hjá ţví ađ Kiddi P. var í ţví hlutverki, í Olíufélagsmálinu, ađ bera upplýsingar á milli, frá bandaríska hernum og til sakadóms, sem orsakar rannsókn sem olli miklu fylgistapi Framsóknar (stuttu eftir ađ Framsókn setur herstöđvarmál í uppnám og skömmu eftir ađ Kiddi P. sótti fjögurra vikna námskeiđ í bandarískri herstöđ). Í framhaldinu verđur til frjór jarđvegur fyrir langlífa stjórn Alţýđuflokks og Sjálfstćđisflokks, Viđreisnarstjórnina, sem gćtti hagsmuna herveldisins bandaríska hér á landi. 

Eftir skýrslu sína í Essó-hneykslinu og á međan máliđ var til rannsóknar, útskýrir Kiddi P. í fyrrnefndri bók sinni ađ hann hafi ekki lengur gegnt lögreglustörfum ţrátt fyrir ađ halda laununum sínum: „Ţetta ástand stóđ í hartnćr eitt ár en ţá bauđ utanríkisráđherra mér ađ gerast ráđningastjóri Varnarmáladeildar á Keflavíkurflugvelli. Starfiđ fólst í ţví ađ ráđa starfsmenn til varnarliđsins...”

Eftir sjö ár í ţeirri stöđu, frá 1960-1967, tekur Kiddi viđ starfi deildarstjóra tollgćslunnar og útlendingaeftirlitsins. Einnig stađsett á herstöđinni út á velli. Ţađ er í fullu samrćmi viđ ţá lýsingu Kidda á stöđu sinni, ađ hann hafi haft einskonar persona non grata stöđu hér á landi eftir máliđ. Ţess vegna hafi Kiddi einungis starfađ á öryggissvćđi og eiginlegri lögsögu Bandaríkjanna eftir ţetta. 

Og varđandi bílinn hans Kidda P. – hinn eldrauđa Mustang Mach 1 – ţá keyrđi Kiddi hann ekki lengi. Sagan segir ađ nafni hans nokkur, eftir ađ hafa unniđ á sćnsku skemmtiferđaskipi í Karabíska hafinu í nokkur ár, hafi komiđ til landsins og keypt gripinn. Hafandi veriđ erlendis áttađi nafninn sig ekki á orđspori Kidda. Nafninn gerir ţá ţau reginmistök ađ leggja bílnum á almannafćri og ţađ viđ Klúbbinn sjálfan. Ţá hafi aldeilis ekki veriđ mikiđ eftir af bílnum ţegar nafninn kom síđar ađ vitja hans – allar rúđur mölbrotnar. Hvort ţađ sé sönn saga skal ósagt látiđ og ekki hćgt ađ selja dýrar en heildarverđmćti bílsins, eftir ađ nafn Kristjáns Péturssonar festist viđ hann.

Af hverju Klúbburinn?

Ţegar allt er međ felldu, ţá er ákćra gefin út sem er grundvölluđ á rannsókn. Í tilfelli Klúbbmálsins var hins vegar rannsókn á Klúbbnum grundvölluđ á ákćru – hvađ var í gangi? Eftir ađ tólf ára viđreisnarstjórninni lauk, frá 1959-1971, tók viđ vinstri stjórn sem ógnađi herstöđvar hagsmunum enn á ný. Í ríksstjórnarsáttmála vinstri stjórnar undir forystu Ólafs Jóhannessonar var gerđ atlaga ađ ađalvígi íslensk-bandarískra varnar- og viđskiptahagsmuna: Varnarliđiđ skyldi fara burt í áföngum. Stjórnarliđar lögđu raunar mismunandi skilning í merkingu ţeirrar klausu. Ólafur átti svo eftir ađ nota legu landsins fyrir herstöđina sem ţrýsting á Bandaríkin, til ađ beita Breta ţrýstingi til ađ gefa eftir í landhelgismálum ađ öđru sinni. Ekki um margt ólíkt ţví sem uppi var á teningunum í fyrra ţorskastríđinu.

Ári eftir myndun vinstristjórnarinnar, áriđ 1972, lćtur Kiddi P. til skarar skríđa enn og aftur og nú er ţađ Klúbbmáliđ. Ólíkt olíumálinu - sem grundvallađist á sannanlegri ólögmćtri háttsemi - ţá var Klúbbmáliđ uppspuni frá rótum. Ţađ stigmagnađist og vatt heldur betur upp á sig, hvarf Geirfinns Einarssonar var flćkt í máliđ og Ólafur Jóhannesson var sakađur um ađ hafa hindrađ rannsókn mannhvarfsmálsins sömuleiđis. Fjórum árum eftir fund Kidda í tollgćsluhúsinu bjuggust allir viđ afsögn Ólafs Jóhannessonar - eftir ađ Klúbbmenn voru ţá komnir í gćsluvarđhald vegna meintra tengsla viđ Geirfinnsmáliđ. Vilmundur Gyflason og Sighvatur Björgvinsson, Alţýđuflokksmenn, réđust til atlögu međ vitund og vilja Sjálfstćđisflokksins, en allt kom fyrir ekki, eins og síđar verđur rakiđ. 

Klúbburinn varđ ekki fyrir valinu vegna sannanlegrar refsiverđar háttsemi. Klúbburinn var valinn vegna tengingar viđ Framsóknarflokkinn – sem lá fyrir frá upphafi en var ekki afhjúpuđ fyrr en í miđri árás á Ólaf Jóhannesson í febrúar áriđ 1976. Hver var tengingin viđ Framsókn? Húsfélag Framsóknarflokksins leigđi Sigurbirni Eiríkssyni, eiganda Klúbbsins, húsnćđi fyrir skemmtistađinn Glaumbć, ţar sem Listasafn Íslands stendur í dag. Glaumbćr brann hins vegar svo húsfélagiđ festi kaup á nýju húsnćđi á ţremur hćđum auk kjallara á horni Kringlumýrarbrautar og Borgartúns. Stađsetningin er ekki fjarri lagi ţar sem hótel Cabin stendur og heitir í dag. Gatan sem ţar lá nefndist Lćkjarteigur – hefur líklega dregiđ nafn sitt af Fúlutjarnarlćk sem áđur fyrr rann til sjávar á ţessu svćđi. Skemmtistađurinn sem átti eftir ađ fá nafngiftina Klúbburinn síđar hafđi heimilsfang sitt viđ Lćkjarteig 2. Sigurbjörn Eiríksson eigandi Klúbbsins ţurfti ađ gera upp nýjan stađ, kaupa birgđir og annađ og samdi viđ húsfélag Framsóknar um ađ húsfélagiđ myndi gefa sér tveggja og hálfrar milljón króna lán sem rekstur skemmtistađarins skyldi greiđa upp á ţremur árum. Ţar međ myndi Sigurbjörn fella niđur kröfu sína á húsfélagiđ í kjölfar brunans. Húsfélag Framsóknar samţykkti og ţar međ lá til grundvallar tengingin sem var notuđ til ađ klekkja á ósamvinnuţýđum mönnum í vestrćnum varnarmálum – hvorki meira né minna. 

Vituđ ţér enn – eđa hvađ?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband