Staðan í dag

OUT OF THIN AIR2
Kvikmyndin "Out of thin air" eftir Dylan Howitt var sýnd í kvöld í RUV. Eins og gjarnan er með kvikmyndir, eru skoðanir sjálfsagt nokkuð skiptar um ágæti hennar. Frá bæjardyrum undirritaðs er myndin vel heppnuð heimildarmynd að því leyti að hún vekur áhorfandann til umhugsunar um þá sannkölluðu martröð sem 6 sakborningar í GG málum upplifðu, frá miðjum desembermánuði 1975 og allt til dagsins í dag, þ.e. þeir 4 sem eftir lifa. Þetta skapar myndinni nokkra sérstöðu miðað við aðrar myndir bækur og sjónvarpsþætti sem fjallað hafa um málið.

Hins vegar fjallar hún nánast ekkert um sakamálið sjálft, þ.e.a.s. gögn málsins, hvað bendir til sektar eða sýknu. 
 
Á fimmta áratug er liðið frá mannshvörfunum. Loks nú, 2017 hillir undir að réttarkerfið opni þetta mál að nýju og geri hreint fyrir sínum dyrum að því leyti sem unnt er. 

En hver er staðan í dag?
Endurupptökunefnd lauk störfum að málinu í febrúar 2017 með úrskurði þess efnis að mælt var fyrir um endurupptöku á dómum sem féllu fyrir meintan þátt ákærðu í 2 mannshvörfum. Hins vegar var ákvörðun nefndarinnar sú, að ekki skyldi taka upp þátt þriggja sem dómfelld höfðu verið fyrir rangar sakargiftir gegn fjórum annáluðum heiðursmönnum sem haldið var saklausum í gæsluvarðhaldi allt að 105 daga. Þessi þáttur málsins er í raun sá eini sem eftir stendur. Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar 1980 áttu ungmennin þrjú alla sök á því að fjórmenningarnir voru hnepptir í varðhaldið. Öll gagnaöflun var að sjálfsögðu í höndum rannsóknarmanna sjálfra. Gögn sem sýndu fram á að þeir voru sjálfir 100% ábyrgðarlausir af þessum mistökum: Skýlausar játningar sakborninga á röngum sakargiftum. Þetta var játað síðla hausts 1977, nánast 2 árum eftir að sakborningar voru handteknir.   

Því er verðugt tilefni til að benda á það að fimmtudaginn 14. september verður sýndur á RUV þátturinn "Meinsærið" Í þættinum verður fjallað sérstaklega um þennan afmarkaða þátt málsins. Umsjónarmaður þáttarins verður Helga Arnardóttir.

Óhætt er að hvetja alla til að fylgjast vel með þættinum, þarna mun ýmislegt koma á óvart. En til umhugsunar er hér grein sem undirritaður skrifaði 1997:

Um tilurð rangra sakargifta í Geirfinnsmáli


TH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband